Eld­hús­ið fær­ir hana nær heima­slóð­un­um

Ma­ría Gomez held­ur úti mat­ar­blogg­inu Paz.is en þar gef­ur hún les­end­um m.a. upp­skrift­ir úr eld­húsi ömmu Paz. Ma­ría gef­ur les­end­um Fretta­bla­did.is girni­leg­ar upp­skrift­ir í hverri viku.

Fréttablaðið - - DAGSKRÁ - [email protected]­bla­did.is

Pabbi er frá Andaluciu á Suð­ur-Spáni, nán­ar til­tek­ið frá pínu­litlu 400 manna þorpi sem heit­ir Lugros og er í Sierra Nevada, Snæfjöll­un­um, í Gr­an­ada. Heim­sókn þang­að er æv­in­týri lík­ust og eins og að fara 50 ár aft­ur í tím­ann og inn í spænska bíó­mynd. Þar vakn­ar mað­ur við bjöllu­hljóm í jarm­andi geit­um sem smal­að er um göt­urn­ar eldsnemma á morgn­ana og nán­ast all­ur mat­ur kem­ur frá ökr­un­um í kring eða frá bænd­um þorps­ins.“

Ma­ría ólst sjálf upp á Spáni til fimm ára ald­urs, á Costa Bra­va strönd­inni. „ Pabbi og systkini hans höfðu öll f lutt þang­að frá Suð­ur-Spáni á full­orð­ins­ár­um þar sem mik­ið var og er um at­vinnu­leysi á Suð­ur- Spáni og meiri vinnu að hafa í Ka­talón­íu. Þeg­ar ég var krakki voru aldrei nein­ir Ís­lend­ing­ar á þessu svæði en á því hef­ur orð­ið mik­il breyt­ing, þar sem bæði er flog­ið til Barcelona og svo er Iron Man keppn­in hald­in ár­lega á svæð­inu.“Ma­ría flutt­ist svo til Ís­lands ásamt móð­ur sinni en hef­ur alla tíð hald­ið góðu sam­bandi við föð­ur­fjöl­skyldu sína. „Ég hef nán­ast ver­ið þar með ann­an fót­inn frá 10 ára aldri og hef reynt að fara þang­að eins oft og ég kemst. Frá því ég var 17 ára hef ég ein­ung­is far­ið til Lugros, litla fjalla­þorps­ins okk­ar, en ég er svo mik­ið hrifn­ari af því en Ka­talón­íu. Þar á ég líka ótrú­lega marga ætt­ingja með eft­ir­nafn­ið Gomez. Einnig bjó amma Paz þar, þar til hún dó ár­ið 2000 og föð­ur­syst­ir mín Tita, sem þýð­ir frænka, Paz, býr þar enn og er hún mín mesta upp­á­halds­frænka enda er blogg ið mitt nefnt eft­ir þeim eða Paz sem þýð­ir frið­ur á spænsku.“

Dóna­skap­ur að af­þakka veit­ing­ar

Ma­ría seg­ist hafa feng­ið áhuga á elda­mennsku þar sem hún sat dá­leidd í eld­hús­inu hjá ömmu og Titu Paz sem bjuggu alltaf sam­an. „Hjá þeim sner­ist allt um að elda og hvað ætti að vera í mat­inn. En það er mjög al­gengt hjá kon­um á Spáni. Spán­verj­ar eru í eðli sínu mjög gest­risn­ir, þeir elska að bjóða fólki upp á að borða og ef manni er boð­inn mat­ur í heim­sókn þyk­ir dóna­skap­ur að af­þakka. Amma og Tita Paz kenndu mér klár­lega mik­ið í eld­hús­inu þá sér­stak­lega Tita Paz og hún er enn að kenna mér í gegn­um sím­ann.“

Ma­ría seg­ist elska spænsk­an mat og þá sér­stak­lega mat frá Andal­ús­íu enda mat­ar­menn­ing Spán­ar mis­mun­andi eft­ir svæð­um. „Mat­ur­inn í Andal­ús­íu er þessi týpíski Mið­jarð­ar­hafs­mat­ur, mik­ið er um

græn­meti, ávexti, kjöt, ólíf­ur, osta, hnet­ur og fisk sem er svo topp­að og stund­um drekkt í ólífu­olíu sem er oft­ast hellt út á sal­at, á brauð­ið eða beint á mat­inn.“Ma­ría eld­ar reglu­lega spænsk­an mat heima fyr­ir og seg­ist þannig fær­ast nær Spáni og um leið kenna börn­um sín­um um menn­ingu lands­ins. Hug­mynd­in að blogg­inu spratt upp úr því að Ma­ría var að taka hús­ið sitt í gegn og lang­aði að deila snið­ug­um hug­mynd­um sem ekki væru of kostn­að­ar­sam­ar og úr varð lífs­stíls­blogg­ið Paz.is. „ Svo ár­ið 2018 ákvað ég að breyta vefn­um í ein­göngu heim­il­is- og mat­ar­blogg og þá fyrst fannst mér ég byrja að blómstra í þessu verk­efni enda veit ég ekk­ert skemmti­legra en að breyta og bæta á heim­il­inu og elda góð­an mat.“

Uppá­halds­mat­ur Maríu?

„Ég get klár­lega sagt að minn uppá­halds­mat­ur er spænsk­ur en það er svo margt sem kem­ur til greina,

pollo al ajillo og fritada de pollo eru held ég mín­ir upp­á­halds spænsku rétt­ir en þá má finna á blogg­inu mínu.

Ma­ría seg­ist elda reglu­lega spænsk­an mat og um leið kenna börn­um sín­um um spænska menn­ingu.

Fritada de pollo, spænsk kjúk­linga­kássa, er upp­á­halds­rétt­ur Maríu.

Syn­ir Maríu á rölti um göt­ur ömmu Paz.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.