Jón eða séra Jóna

Fréttablaðið - - DAGSKRÁ - Hauks Arn­ar Birg­is­son­ar

Kyn­bund­inn launamun­ur reynd­ist hins veg­ar vera 4,3% þeg­ar grein­ing var gerð á öllu úr­tak­inu,“seg­ir í glæ­nýju svari for­sæt­is­ráð­herra við fyr­ir­spurn Þor­steins Víg­lunds­son­ar þing­manns um stöð­una á kyn­bundn­um launamun inn­an stjórn­ar­ráðs­ins, þ.e. á með­al starfs­manna ráðu­neyt­anna. Oft­ar en ekki rata upp­lýs­ing­ar um svona gróft og ástæðu­laust kynjam­is­rétti í fjöl­miðla og er hald­ið á lofti með há­vær­um kröf­um verka­lýðs­for­yst­unn­ar, femín­ista og stjórn­mála­manna um taf­ar­laus­ar úr­bæt­ur. Að þessu sinni kvað við ann­an tón.

Það voru eng­in mót­mæli og eng­inn sá ástæðu til að senda frá sér álykt­un eða tjá sig við fjöl­miðla, a.m.k. ekki svo ég hafi orð­ið þess var. Ætli ástæða þess hafi ver­ið sú að launamun­ur­inn var starfs­kon­um ráðu­neyt­anna í hag? Þær voru nefni­lega með hærri laun en karl­arn­ir. Kannski felst minna órétt­læti í því.

Ég leyfi mér reynd­ar að ef­ast um að nokk­urt ein­asta fyr­ir­tæki, stofn­un eða sveit­ar­fé­lag ákveði vilj­andi að greiða konu lægri laun held­ur en karl­manni fyr­ir sömu vinn­una – nú eða öf­ugt. Eng­inn hef­ur slík­an ásetn­ing og ég hef aldrei heyrt nokkra mann­eskju nafn­greinda í því sam­hengi. Næg ættu samt dæm­in að vera, mið­að við um­ræð­una.

Á launamun­in­um eru nefni­lega aðr­ar skýr­ing­ar en kyn­ferði en í vand­aðri skýrslu vel­ferð­ar­ráðu­neyt­is­ins „Launamun­ur karla og kvenna“, frá því í maí 2015, sögðu skýrslu­höf­und­ar að þeir gætu „ekki með vissu álykt­að að sá óskýrði launamun­ur sem hér hef­ur ver­ið met­inn sé ein­göngu vegna kyn­ferð­is“.

Hverju sem þessu líð­ur þá treysti ég því að karl­kyns starfs­mönn­um stjórn­ar­ráðs­ins verði sýnd­ur skiln­ing­ur þeg­ar þeir ákveða að leggja nið­ur störf í dag kl. 15:39 til að vekja at­hygli á þessu garg­andi órétt­læti.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.