Kirkj­an tel­ur skerð­ing­ar sið­laus­ar

Í minn­is­blaði frá þjóð­kirkj­unni er ef­ast um að Al­þingi hafi tek­ið upp­lýsta ákvörð­un með nýj­ustu skerð­ingu sókn­ar­gjalda. Fram­koma rík­is­valds­ins sé sið­laus eigna­upp­taka.

Fréttablaðið - - FORSÍÐA - [email protected]­bla­did.is

Þjóð­kirkj­an tel­ur söfn­uði sína hafa greitt á ann­an tug millj­arða króna af sókn­ar­gjöld­um sín­um til rík­is­ins vegna skerð­ing­ar rík­is á fjár­fram­lög­um. Tel­ur kirkj­an fram­ferði rík­is­valds­ins sið­laust.

Samn­inga­nefnd rík­is­ins og þjóð­kirkj­unn­ar hef­ur unn­ið að samn­inga­gerð án þess að nið­ur­staða hafi náðst. Þjóð­kirkj­an er af­ar ósátt við að tek­ið sé af sókn­ar­gjöld­um til að setja í rík­is­sjóð. Af rúm­um 1.500 krón­um á mán­uði fari að­eins rúm­lega 900 krón­ur til kirkj­unn­ar.

„Sú hátt­semi rík­is­valds­ins að skila ekki nema lið­lega helm­ingi af fé sem það tek­ur að sér að inn­heimta er þannig í ákveðn­um skiln­ingi eigna­upp­taka og sið­laus þótt ekk­ert sé ef­ast um lög­mæt­ið,“seg­ir í minn­is­blaði frá þjóð­kirkj­unni.

Kirkj­an seg­ir að til­laga frá fjár­mála­ráðu­neyt­inu feli sér að greiðsl­an til safn­aða þjóð­kirkj­unn­ar skerð­ist um 223 millj­ón­ir króna. „Þessi nýj­asta skerð­ing sókn­ar­gjald­anna ger­ir ekk­ert ann­að en að hækka samn­ings­kröfu kirkj­unn­ar sem henni nem­ur. Það er síð­an áleit­in spurn­ing hvort um hafi ver­ið að ræða upp­lýsta ákvörð­un Al­þing­is,“seg­ir í minn­is­blað­inu.

Fréttablaðið hef­ur ósk­að eft­ir fund­ar­gerð­um sam­starfs­nefnd­ar þings­ins og kirkj­unn­ar án ár­ang­urs.

Sú hátt­semi rík­is­valds­ins að skila ekki nema lið­lega helm­ingi af fé sem það tek­ur að sér að inn­heimta er þannig í ákveðn­um skiln­ingi eigna­upp­taka og sið­laus.

Úr minn­is­blaði þjóð­kirkj­unn­ar

Al­þingi og þjóð­kirkj­an ræða nú sam­an um fram­tíð­ar­skipu­lag fjár­mála þjóð­kirkj­unn­ar.

Þjóð­kirkj­an tel­ur söfn­uði sína hafa greitt á ann­an tug millj­arða króna af sókn­ar­gjöld­um sín­um til rík­is­ins vegna skerð­ing­ar rík­is á fjár­fram­lög­um til þeirra ár hvert. Við það verði ekki un­að og tel­ur kirkj­an fram­ferði rík­is­valds­ins sið­laust.

Samn­inga­nefnd rík­is­ins og þjóð­kirkj­unn­ar hef­ur síð­ustu mán­uði unn­ið að samn­inga­gerð án þess að nið­ur­staða hafi náðst að fullu.

Í minn­is­blaði þjóð­kirkj­unn­ar sem var sent samn­inga­nefnd­inni kem­ur fram að kirkj­an sé af­ar ósátt við stjórn­völd fyr­ir að taka skerf af sókn­ar­gjöld­um sókn­ar­barna kirkj­unn­ar og setja í rík­is­sjóð. Af rúm­um 1.500 krón­um á mán­uði fari að­eins rúm­lega 900 krón­ur til kirkj­unn­ar.

Kirkj­an seg­ir að fjár­laga­frum­varp þessa árs hafi síð­an auk­ið þetta mis­vægi. Þing­ið ákvað að lækka sókn­ar­gjald til safn­aða um sjö krón­ur en hækka inn­heimt sókn­ar­gjald um 93 krón­ur. Þjóð­kirkj­an vill meina að rík­ið hafi því tek­ið 223 millj­ón­um króna meira frá söfn­uð­um kirkj­unn­ar en ár­in áð­ur.

„Sá gjörn­ing­ur fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins að leggja fram til­lögu við 3. um­ræðu um frum­varp til gild­andi fjár­laga sem hef­ur í för með sér 223 milj­óna króna aukn­ingu á skerð­ingu greiðslna til safn­aða þjóð­kirkj­unn­ar frá fyrra ári lýs­ir við­horfi sem end­ur­spegl­ar ekki mik­inn samn­ings­vilja í mál­inu en þessi nýj­asta skerð­ing sókn­ar­gjald­anna ger­ir ekk­ert ann­að en að hækka samn­ings­kröfu kirkj­unn­ar sem henni nem­ur. Það er síð­an áleit­in spurn­ing hvort um hafi ver­ið að ræða upp­lýsta ákvörð­un Al­þing­is,“seg­ir í minn­is­blað­inu.

Þjóð­kirkj­an vill meina að hér sé um að ræða eign þjóð­kirkj­unn­ar því að þessi hlut­deild í tekju­skatti sókn­ar­barna er eign safn­aða kirkj­unn­ar. „ Sú hátt­semi rík­is­valds­ins að skila ekki nema lið­lega helm­ingi af fé sem það tek­ur að sér að inn­heimta er þannig í ákveðn­um skiln­ingi eigna­upp­taka og sið­laus þótt ekk­ert sé ef­ast um lög­mæt­ið,“seg­ir jafn­framt í minn­is­blað­inu.

Á þingi er einnig starf­rækt svo­köll­uð sam­starfs­nefnd Al­þing­is og þjóð­kirkj­unn­ar og hafa gögn ver­ið send sam­starfs­nefnd­inni vegna samn­inga­gerð­ar rík­is og kirkju.

Fréttablaðið hef­ur ósk­að eft­ir fund­ar­gerð­um sam­starfs­nefnd­ar þings­ins en án ár­ang­urs.

Jör­und­ur Kristjáns­son, for­stöðu­mað­ur for­seta­skrif­stofu, seg­ir í svari fyr­ir hönd þings­ins að fund­ar­gerð­ir sam­starfs­nefnd­ar­inn­ar séu ekki til.

„ Hvað varð­ar fyr­ir­spurn um fund­ar­gerð­ir er því til að svara að ekki eru haldn­ar form­leg­ar fund­ar­gerð­ir þar eð sam­starfs­nefnd­in er fyrst og fremst vett­vang­ur til upp­lýs­inga­miðl­un­ar og sam­tals milli full­trúa Al­þing­is og þjóð­kirkj­unn­ar þar sem form­leg­ar ákvarð­an­ir eru ekki tekn­ar,“seg­ir í svari Jör­und­ar.

FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

Há­teigs- og Hall­gríms­kirkja eru ein af helstu kenni­leit­um borg­ar­inn­ar þeg­ar kirkj­ur eru ann­ars veg­ar.

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála­ráð­herra.

Ag­nes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.