Limmósín­ur fyr­ir strætó

Fréttablaðið - - SKOÐUN - – ag

„ Auð­vit­að von­umst við eins og all­ir til þess að þess­um verk­föll­um verði frest­að en ann­ars vilj­um við létta und­ir með fólki,“seg­ir Har­ald­ur Guð­munds­son, eig­andi nýrr­ar eð­al­bíla­leigu í Reykja­vík.

Bíl­stjór­ar á stræt­is­vagna­leið­um 12, 14, 15, 16, 17, 21, 24, 28, 35 og 36, leggja nið­ur störf á há­anna­tím­um alla virka daga í apríl á með­an kjara­samn­ing­um er ólok­ið. Gild­ir þetta milli klukk­an 7 og 9 á morgn­ana og milli 16 og 18 síð­deg­is.

Eðal­vagn­ar Har­ald­ar munu í dag aka á leið 14 sem fer frá Gr­anda að Ver­sló með við­komu í Lang­holts­hverfi og Bústaða­hverfi. Einnig á leið 16 sem fer frá Hlemmi að Há­deg­is­mó­um. Ferð­irn­ar eru ókeyp­is.

„Við er­um með þrjá bíla sem taka þrett­án manns hver. Þannig að þótt þetta séu stór­ir bíl­ar á sinn mæli­kvarða get­um við aug­ljós­lega ekki kom­ið í stað­inn fyr­ir heilu stræt­is­vagn­ana. En við ætl­um að gera okk­ar besta,“und­ir­strik­ar Har­ald­ur.

Þar sem ekki kom­ast all­ir með limmósín­un­um bið­ur Har­ald­ur fólk að mynda ein­fald­ar rað­ir á hefð­bundn­um bið­stöðv­um Strætó. „ Síð­an tök­um við bara við fólki þang­að til bíl­arn­ir fyll­ast. Að sjálf­sögðu hleyp­um við svo far­þeg­um út á hefð­bundn­um stöð­um þannig að það geta alltaf losn­að pláss á leið­inni,“seg­ir Har­ald­ur Guð­munds­son.

Eðal­vagn­ar Har­ald

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.