Samn­inga­fund­ur hjá rík­is­sátta­semj­ara stóð langt fram á kvöld

Fréttablaðið - - SKOÐUN - -sar, sa

Fund­ur Sam­taka at­vinnu­lífs­ins og VR, Efl­ing­ar og sam­flots­fé­laga þeirra stóð enn hjá rík­is­sátta­semj­ara þeg­ar Fréttablaðið fór í prent­un í gær­kvöld. Fund­að var stíft alla helg­ina og ljóst að að­il­ar reyna til þraut­ar að ná sam­an.

Vinnu­stöðv­an­ir strætóbíl­stjóra í Efl­ingu sem vinna fyr­ir Al­menn­ings­vagna Kynn­is­ferða hefjast í dag og eiga að standa alla virka daga í mán­uð­in­um. Mun akst­ur á tíu leið­um falla nið­ur milli klukk­an 7 og 9 á morgn­ana og milli 16 og 18 síð­deg­is.

Drífa Snæ­dal, for­seti Al­þýðu­sam­bands­ins, seg­ir mik­il­vægt að menn séu að ræða sam­an og að á með­an svo sé þok­ist deilu­að­il­ar nær hvor öðr­um í átt að kjara­samn­ing­um á al­menn­um vinnu­mark­aði.

„Við höf­um ver­ið að tala sam­an yf­ir helg­ina og á með­an við­ræð­ur standa yf­ir þá fær­umst við nær. Við­ræð­urn­ar eru hins veg­ar á við­kvæmu stigi og ekki tíma­bært að ræða efn­is­at­riði samn­inga­við­ræðn­anna,“seg­ir Drífa. Ólík­legt er að samn­ing­ar ná­ist á næsta sól­ar­hring en von­ast er til þess að samn­inga­við­ræð­ur verði komn­ar það langt að hægt sé að fresta verk­föll­um í hót­el­geir­an­um sem eiga að hefjast um miðja vik­una.

En er Drífa bjart­sýn á að samn­ing­ar ná­ist í vik­unni? „Ég hef svo oft ver­ið bjart­sýn og hald­ið að þetta væri að smella sam­an þannig að ég tel eðli­legt að spara stóru orð­in að sinni. Svo er hægt að fagna þeg­ar samn­ing­ar verða und­ir­rit­að­ir. Við skul­um ekki fagna of snemma.“

Flug­freyju­fé­lag Ís­lands (FFÍ) í sam­vinnu við ASÍ hef­ur ákveð­ið að fara sömu leið og VR og tryggja þeim fé­lags­mönn­um sem misstu vinn­una hjá WOW fjár­hags­að­stoð um mán­aða­mót­in. Mun ASÍ lána fé­lag­inu 100 millj­ón­ir króna vegna þessa. Um þriðj­ung­ur fé­lags­manna FFÍ missti vinn­una við gjald­þrot WOW.

FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK

Það hef­ur ver­ið fund­að stíft und­an­far­ið.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.