Grín­ist­inn efst­ur í Úkraínu

Fréttablaðið - - SKOÐUN - – sar

Út­göngu­spár bentu til þess að grín­ist­inn Volody­myr Zelenskiy hefði feng­ið flest at­kvæði í fyrri um­ferð úkraínsku for­seta­kosn­ing­anna sem fram fór í gær. Sam­kvæmt spán­um fékk hann 30,4 pró­sent at­kvæða en næst­ur kom nú­ver­andi for­seti, Petro Poros­hen­ko, með 17,8 pró­sent.

Þar sem eng­inn hlaut meiri­hluta at­kvæða í fyrri um­ferð þarf að kjósa á milli efstu tveggja fram­bjóð­end­anna 21. apríl. Fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra lands­ins, Yulia Tymos­hen­ko, var sam­kvæmt spám í þriðja sæti með 14,2 pró­sent at­kvæða en fram­bjóð­end­ur voru 39 tals­ins.

Zelenskiy, sem hef­ur enga reynslu af stjórn­mála­starfi, hef­ur mælst með mest fylgi í skoð­ana­könn­un­um und­an­far­ið. Kosn­inga­bar­átta hans hef­ur ver­ið óhefð­bund­in en hann hef­ur ekki hald­ið stóra kosn­inga­fundi og far­ið í fá við­töl. Hann hef­ur not­ast mik­ið við sam­fé­lags­miðla sem hef­ur höfð­að til ungra kjós­enda.

Fari svo að Zelenskiy verði for­seti Úkraínu myndi sögu­þráð­ur gaman­þátta hans verða að veru­leika. Þar leik­ur Zelenskiy venju­leg­an mann sem verð­ur for­seti eft­ir að hafa bar­ist gegn spill­ingu.

Volody­myr Zelenskiy.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.