Stóla­leik­ur­inn held­ur áframá toppn­um

Li­verpool og Manchester City halda áfram að skipt­ast á að verma topp­sæt­ið í ensku úr­vals­deild­inni í knatt­spyrnu karla. Manchester City var á toppn­um í rúm­an sól­ar­hring um helg­ina en Li­verpool end­aði á toppn­um eft­ir leiki um­ferð­ar­inn­ar.

Fréttablaðið - - SMÁAUGLÝSINGAR - hjor­[email protected]­bla­did.is

Li­verpool stóðst eitt af stóru próf­un­um sem verð­ur að ná til þess að standa uppi sem ensk­ur meist­ari þeg­ar lið­ið hafði bet­ur gegn Totten­ham Hot­sp­ur í 32. um­ferð deild­ar­inn­ar í gær. Oft er tal­að um að yf­ir lið­um sveimi meist­ara­heppni og sig­ur­mark Li­verpool í leikn­um gegn Totten­ham Hot­sp­ur gæti tal­ist ein­kenni slíkr­ar heppni.

Lík­legt þyk­ir að þetta sig­ur­mark sem og ótrú­legt sig­ur­mark Di­vock Origi í leik gegn Evert­on fyrr í vet­ur verði rifjað upp fari svo að Li­verpool rjúfi 29 ára bið sína eft­ir því að verða ensk­ur meist­ari. Þetta var í þriðja skipti í vet­ur sem Li­verpool skor­ar sig­ur­mark í upp­bót­ar­tíma.

Nú mun­ar tveim­ur stig­um á lið­un­um en Manchester City stend­ur bet­ur að vígi þar sem lið­ið á leik til góða. Hin­ir ríkj­andi meist­ar­ar hafa einnig betri marka­tölu en þar mun­ar sjö mörk­um, Manchester City í vil.

Li­verpool hef­ur aldrei áð­ur ver­ið með jafn mörg stig eft­ir 32 leiki en síð­ast var lið­ið með ámóta mörg stig, eða 76 tals­ins, vor­ið 1988.

Dag­skrá lið­anna sem eft­ir eru í deild­inni er svip­uð en leik­ir Li­verpool gegn Chel­sea og Wol­ves eru fyr­ir­fram erf­ið­ustu verk­efn­in en auk þess mæt­ir lið­ið Sout­hampt­on, Car­diff City og Newcastle United sem eru í harðri fall­bar­áttu og svo Hudders­field Town sem er nú þeg­ar fall­ið úr deild­inni.

Manchester City á hins veg­ar eft­ir að mæta ná­grönn­um sín­um

Manchester United og Totten­ham Hot­sp­ur sem eru þeir leik­ir þar sem lík­leg­ast er að Manchester City missi af stig­um. Þá verða fall­bar­áttu­lið­in Car­diff City, Crystal Palace og Bright­on and­stæð­ing­ar Manchester City sem og miðju­moðs­lið­ið Leicester City.

Bæði lið eru kom­in áfram í átta liða úr­slit Meist­ara­deild­ar Evr­ópu en Li­verpool mæt­ir þar Porto á með­an Manchester City et­ur kappi við Totten­ham Hot­sp­ur. Manchester City leik­ur hins veg­ar fleiri leiki en Li­verpool á lokakafl­an­um þar sem lið­ið er kom­ið í undanúr­slit ensku bik­ar­keppn­inn­ar en lið­ið þarf að ryðja Brigt­on úr vegi til þess að fara alla leið í bikar­úr­slit.

Li­verpool og Manchester City komu bæði vel und­an síð­asta lands­leikja­hléi keppn­is­tíma­bils­ins en lít­il sem eng­in meiðsli herja á leik­manna­hópa lið­anna fyr­ir loka­sprett­inn. Leik­manna­hóp­ur Manchester City er rík­ari af leik­mönn­um sem geta skipt sköp­um í leikj­um og ætti auka­álag­ið sem fylg­ir þátt­töku liðs­ins í bik­arn­um að koma nið­ur á frammi­stöðu þess í deild­inni.

Á hinum enda töfl­unn­ar vænk­að­ist hag­ur Jó­hanns Berg Guð­munds­son­ar og sam­herja hans hjá Burnley sem unnu lang­þráð­an sig­ur gegn Wol­ves. Burnley hafði sog­ast af full­um þunga inn í fall­bar­áttu deild­ar­inn­ar með fjór­um töp­um í röð í deild­inni.

Aron Ein­ar Gunn­ars­son og liðs­fé­lag­ar hans hjá Car­diff City eru hins veg­ar komn­ir fimm stig­um frá ör­uggu sæti í deild­inni á næstu leiktíð eft­ir einkar svekkj­andi tap gegn Chel­sea. Það sem strá­ir salti í sár­in hjá leik­mönn­um Car­diff City er sú stað­reynd að fyrra mark Chel­sea hefði aldrei átt að standa vegna rang­stöðu.

Bar­átt­an um sæti í Meist­ara­deild Evr­ópu er áfram í ein­um hnút en Totten­ham Hot­sp­ur og Manchester United eru jöfn að stig­um í þriðja til fjórða sæti með 61 stig og Ar­senal og Chel­sea koma þar á eft­ir með 60 stig. Ar­senal get­ur skot­ist upp töfl­una með hag­stæð­um úr­slit­um í leik liðs­ins gegn Newcastle United í kvöld sem er síð­asti leik­ur 32. um­ferð­ar­inn­ar.

Fram­herj­inn Mohamed Salah fagn­ar sig­ur­marki Li­verpool í 2-1 sigri liðs­ins gegn Totten­ham Hot­sp­ur í gær. Mark­ið kom eft­ir skalla Salah en það var To­by Alder varn­ar­mað­ur Totten­ham Hot­sp­ur, sem skor­aði sjálfs­mark.

NORDICPHOTOS/GETTY

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.