Heimsvelda­fund­ur í Reykja­vík upp­spuni Tím­ans

Í Tím­an­um fyr­ir 64 ár­um birt­ist frétt um að Churchill og Eisen­hower myndu hitta Ni­kolaj Búlgan­ín í Reykja­vík síð­ar í mán­uð­in­um. Frétt­in er um margt áhuga­verð en fund­ur sem þessi var sann­ar­lega hald­inn rúm­um þrem­ur ára­tug­um síð­ar.

Fréttablaðið - - TÍMAMÓT - [email protected]­bla­did.is

Heimsvelda­fund­ur hinna „þriggja stóru“hald­inn hér í Reykja­vík“var fyr­ir­sögn frétt­ar í Tím­an­um á þess­um degi ár­ið 1955. Um stór­merki­leg­an at­burð var að ræða þar sem Win­st­on Churchill, Dwig­ht D. Eisen­hower og Ni­kolaj Búlgan­ín áttu að hitt­ast í Reykja­vík síð­ar í mán­uð­in­um þar sem Rúss­ar hefðu ósk­að eft­ir því að fund­ur þeirra yrði hald­inn hér á landi.

Þetta átti að hafa kom­ið fram í frétta­til­kynn­ingu þá um nótt­ina. „Mun rík­is­stjórn­inni hér hafa ver­ið kunn­ugt um þetta, þótt það hafi ekki síazt út og hún ver­ið innt eft­ir því, hvort nokk­ur að­staða til slíks fund­ar­halds væri hér. Rík­is­stjórn­in mun hafa svar­að þessu ját­andi,“seg­ir í frétt­inni og tal­ið lík­legt að fund­ur­inn yrði hald­inn í há­tíð­ar­sal Há­skóla Ís­lands.

Að­eins rúm­ur ára­tug­ur var frá lok­um síð­ari heims­styrj­ald­ar­inn­ar og kalda stríð­ið milli stór­veld­anna var haf­ið.

Frétt­in í Tím­an­um þenn­an dag fyr­ir 64 ár­um er þó ekki for­vitni­leg fyr­ir þær sak­ir að hafa greint frá stór­merki­leg­um heimsvið­burði. Hið rétta er að hér var á ferð­inni fyrsta aprílgabb­ið sem birt­ist í fjöl­miðli hér á landi. All­ar göt­ur síð­an hafa ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar reynt að fá les­end­ur sína til að hlaupa apríl, með mis­jöfn­um ár­angri þó.

Samt sem áð­ur er áhuga­vert að velta fyr­ir sér að Tím­inn hafi ár­ið 1955 skrif­að frétt um fund heimsveld­anna í Reykja­vík, sem var upp­spuni frá rót­um. Þannig spáði blað­ið óaf­vit­andi fyr­ir um fund Reag­ans Banda­ríkja­for­seta og Gor­bat­sjov, leið­toga Sov­ét­ríkj­anna, rúm­um þrem­ur ára­tug­um síð­ar.

Tím­inn birti dag­inn eft­ir frétt um að hér hefði vita­skuld ver­ið um svo­kall­aða apríl-frétt að ræða og var­aði les­end­ur sína við að trúa öllu sem stæði í blöð­um þenn­an dag­inn. Hefðu marg­ir hringt inn á rit­stjórn þann dag­inn til að fá að vita meira um þenn­an fyr­ir­hug­aða fund.

NORDICPHOTOS/GETTY

Þann 14. nóv­em­ber 1944 hitt­ust for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, Win­st­on Churchill, og banda­ríski hers­höfð­ing­inn Dwig­ht D. Eisen­hower, yf­ir­mað­ur herafla Banda­manna. Churchill skoð­aði hús­vagn Eisen­howers og blés þar vindlareyk.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.