Við­kvæm staða í við­ræð­um

Dóm­ar­ar sem ekki taka þátt í störf­um við Lands­rétt verða ekki sett­ir í leyfi nema að eig­in ósk. Ekki hægt að setja dóm­ara tíma­bund­ið við rétt­inn nema vegna leyfa. Vara­for­seti dóms­ins tel­ur hægt að skipa dóm­ar­ana 15 aft­ur með lög­um. Verði ekki póli­tískt bi

Fréttablaðið - - FORSÍÐA - FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR adal­[email protected]­bla­did.is

Fund­að var stíft um helg­ina hjá rík­is­sátta­semj­ara og stóð fund­ur enn þeg­ar Fréttablaðið fór í prent­un. Ekki var bú­ist við að samn­ing­ar klár­uð­ust en mögu­lega næð­ust ein­hverj­ir áfang­ar.

Að óbreyttu áttu vinnu­stöðv­an­ir sem hafa áhrif á akst­ur tíu strætó­leiða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu að hefjast klukk­an sjö í morg­un. Næsta lota verk­falla á hót­el­um og hjá rútu­fyr­ir­tækj­um á svo að hefjast á mið­viku­dag.

Drífa Snæ­dal, for­seti ASÍ, seg­ir við­ræð­urn­ar á við­kvæmu stigi og ekki tíma­bært að ræða efn­is­at­riði þeirra.

ASÍ hef­ur lán­að Flug­freyju­fé­lagi Ís­lands 100 millj­ón­ir króna til að fé­lags­menn sem unnu hjá WOW fái ein­hverj­ar greiðsl­ur núna um mán­aða­mót­in.

Dóm­ar­arn­ir fjór­ir sem sinna ekki dóm­störf­um að sinni vegna dóms Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu verða ekki sett­ir í laun­að leyfi nema þeir óski eft­ir því sjálf­ir. Þetta kom fram í máli Bene­dikts Boga­son­ar hæsta­rétt­ar­dóm­ara og for­manns Dóm­stóla­sýsl­unn­ar í mál­stofu á Laga­deg­in­um á föstu­dag­inn.

Í pall­borð­sum­ræð­um á fund­in­um var spurt hvers vegna dóm­ar­arn­ir væru ekki sett­ir í leyfi og ný­ir sett­ir tíma­bund­ið í þeirra stað, eins og heim­ilt er sam­kvæmt dóm­stóla­lög­um. Bene­dikt varð fyr­ir svör­um og sagði hug­mynd­ina hafa kom­ið til tals en til að dóm­ari fari í laun­að leyfi þurfi við­kom­andi að biðja um það sjálf­ur.

„Þessu hef­ur ver­ið hreyft en slík beiðni hef­ur bara ekki kom­ið fram. Þess vegna lagði Dóm­stóla­sýsl­an til að það væri far­ið í að breyta lög­um og fjölga dómur­um við rétt­inn,“sagði Bene­dikt. Hann lagði áherslu á það í er­indi sínu að stjórn­völd bregð­ist fljótt við áð­ur en fyr­ir­sjá­an­leg­ur mála­hali mynd­ist í Lands­rétti með til­heyr­andi drætti á með­ferð mála.

Í er­indi sínu í mál­stof­unni fór vara­for­seti dóms­ins, Davíð Þór Björg­vins­son, yf­ir þær leið­ir sem hann tel­ur fær­ar til að bregð­ast við dómi MDE. Í fyrsta lagi væri mögu­legt að stað­festa skip­un dóm­ar­anna fimmtán með lög­um frá Al­þingi. Davíð sagð­ist telja þessa leið lög­fræði­lega færa en ef til vill erf­iða póli­tískt. Í öðru lagi megi end­ur­taka fer­il skip­un­ar­inn­ar þannig að sett yrðu lög sem mæli fyr­ir um að ráð­herra taki við sama dóm­nefndarálit­inu að nýju, skili til­lögu aft­ur til Al­þing­is og önn­ur at­kvæða­greiðsla fari fram í þing­inu. Í þriðja lagi væri unnt að aug­lýsa fjór­ar dóm­ara­stöð­ur til við­bót­ar, þannig að dóm­ar­ar við rétt­inn verði alls 19 en fækki smám sam­an nið­ur í 15 á grund­velli sól­ar­lags­ákvæð­is sem sett yrði í lög­in.

Bene­dikt sagði í sínu er­indi að mik­il­væg­ast væri að lausn yrði fund­in sem hent­aði dóms­kerf­inu. „Það hent­ar ekki dóms­kerf­inu að setja fram til­lög­ur sem verða að ein­hverju póli­tísku bit­beini,“sagði Bene­dikt og bætti við: „Því mið­ur þótti mér sum­ar til­lög­ur Davíðs hérna áð­an því marki brennd­ar að ég hef veru­leg­ar efa­semd­ir um að þær full­nægi þeim áskiln­aði.“

Bene­dikt sagði að þótt hags­mun­ir ein­stak­linga væru vissu­lega und­ir í mál­inu yrðu ákvarð­an­ir um fram­tíð­ar­lausn að miða að hags­mun­um dóms­kerf­is­ins. Hann sagði mjög mið­ur að ekki hefði tek­ist að efla traust á dóms­kerf­inu með inn­leið­ingu milli­dóm­stigs­ins en ferl­ið hefði fal­ið í sér mik­il­vægt tæki­færi til þess. Skip­un­ar­mál­in hefðu hins veg­ar haft mjög slæm áhrif og hefði það kom­ið fram í mæl­ing­um á trausti al­menn­ings til dóms­kerf­is­ins.

Dóm­ar­arn­ir fjór­ir sem um ræð­ir eru enn að störf­um í Lands­rétti, fyr­ir ut­an Ragn­heiði Braga­dótt­ur, sem far­in var í náms­leyfi þeg­ar dóm­ur MDE féll. Fréttablaðið beindi fyr­ir­spurn til Lands­rétt­ar um hvað um­rædd­ir dóm­ar­ar hefð­ust að í vinn­unni. Í svari Björns Bergs­son­ar, skrif­stofu­stjóra rétt­ar­ins, seg­ir: „Vegna þeirr­ar óvissu sem er enn uppi um það hvernig við verð­ur brugð­ist af hálfu stjórn­valda hafa þeim ekki ver­ið fal­in ein­hver til­tek­in var­an­leg verk­efni til að ann­ast. Til þessa hafa þau eft­ir at­vik­um sinnt til­fallandi verk­um. Fyrr en lín­ur skýr­ast eru ekki for­send­ur af hálfu dóms­ins til að taka frek­ar af skar­ið í þess­um efn­um.“Ekki er ljóst hvaða verk, önn­ur en dóm­störf, geta fall­ið til hjá dóm­stól sem skip­að­ir dóm­ar­ar geta unn­ið.

Í pall­borði um Lands­rétt­ar­mál­ið voru Stefán A. Svens­son lög­mað­ur og dóm­ar­arn­ir Bene­dikt Boga­son og Davíð Þór Björg­vins­son. Fund­in­um stýrði Berg­lind Svavars­dótt­ir, formað­ur Lög­manna­fé­lags­ins.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.