SPORT Frá­bært að vera aft­ur í lyk­il­hlut­verki, seg­ir Matth­ías Vil­hjálms­son.

Matth­ías Vil­hjálms­son átti erfitt upp­drátt­ar á sínu síð­asta tíma­bili sem leik­mað­ur hjá Rosen­borg þar sem fá tæki­færi og meiðsli lit­uðu ár­ið. Nú er hann kom­inn í nýtt lið Vål­erenga þar sem hon­um líð­ur einkar vel.

Fréttablaðið - - FORSÍÐA - hjor­[email protected]­bla­did.is

Eft­ir erfitt síð­asta ár hjá Rosen­borg, þar sem hann átti ekki upp á pall­borð­ið hjá þjálf­ara liðs­ins fyrri hluta leiktíð­ar­inn­ar og var að glíma við kross­bands­slit síð­ari hlut­ann, söðl­aði knatt­spyrnu­mað­ur­inn Matth­ías Vil­hjálms­son um í Nor­egi og gekk til liðs við Vål­erenga í sum­ar.

Hjá Rosen­borg varð Matth­ías Nor­egs­meist­ari fjór­um sinn­um og þrí­veg­is bikar­meist­ari. Tæki­fær­in voru hins veg­ar af skorn­um skammti á síð­asta keppn­is­tíma­bili og Matth­ías ákvað að finna sér nýja áskor­un á ferli sín­um.

Hann stimpl­aði sig ræki­lega inn hjá nýja lið­inu þeg­ar norska efsta deild­in fór af stað á laug­ar­dag­inn þeg­ar hann skor­aði bæði mörk Vål­erenga í 2-0 sigri liðs­ins gegn Mjönda­len í fyrstu um­ferð deild­ar­inn­ar. Mörk­in sem Matth­ías skor­aði voru keim­lík en hann fékk send­ingu inn í víta­teig Mjönda­len og klár­aði fær­in af stakri prýði með góð­um skot­um.

„Það er of­boðs­lega góð til­finn­ing að vera orð­inn aft­ur lyk­il­leik­mað­ur hjá góðu liði. Að vera í byrj­un­arliði og að þekkja mína stöðu er mjög þægi­legt. Síð­asta ár­ið mitt hjá Rosen­borg var mjög erfitt vegna fárra tæki­færa og meiðsla. Það er alltaf smá stress hjá öll­um lið­um í fyrstu um­ferð­inni og það er gott að ná að brjóta ís­inn með tveim­ur mörk­um og sigri,“seg­ir Matth­ías.

„Hjá Vål­erenga er ég hugs­að­ur sem fyrsti kost­ur í fram­herja­stöð­unni eða sem sókn­artengi­lið­ur. Þeg­ar ég spil­aði hjá Rosen­borg gat ég ver­ið að spila sem fram­herji og skor­aði í ein­um leik og ver­ið svo djúp­ur miðju­mað­ur í þeim næsta. Ég lærði auð­vit­að mik­ið af því að spila ólík­ar stöð­ur en það er auð­vit­að miklu þægi­legra að vera bara hugs­að­ur í eina stöðu,“seg­ir hann enn frem­ur.

„Ég æfði mjög vel á und­ir­bún­ings­tíma­bil­inu og formið á mér er mjög gott. Ég held að ég hafi aldrei ver­ið jafn mó­tíver­að­ur fyr­ir und­ir­bún­ings­tíma­bil eft­ir leið­in­leg­an kafla þar á und­an. Meiðsl­in eru al­ger­lega að baki og ég er ná­lægt besta ástandi sem ég hef ver­ið í á ferl­in­um. Ég var stað­ráð­inn í að koma til baka og sýna fólki hér úti hvað í mér býr og ég er bara mjög bjart­sýnn á gott gengi mitt og liðs­ins á tíma­bil­inu. Þetta byrj­ar alla­vega vel og nú er bara að byggja á þessu í kom­andi leikj­um,“seg­ir fram­herj­inn öfl­ugi.

„Vål­erenga er stórt fé­lag sem ætl­ar sér ávallt að gera góða hluti í deild­inni ár hvert og stefn­ir á meist­ara­titil­inn. Það er al­veg raun­hæft að stefna á það þar sem við höf­um á að skipa góð­um leik­mönn­um. Við er­um með lið sem get­ur unn­ið öll önn­ur lið í deild­inni. Lið­ið hafn­aði hins veg­ar í sjötta sæti deild­ar­inn­ar í fyrra þannig að það þarf margt að ganga upp til að við get­um bar­ist um titil­inn,“seg­ir Ís­firð­ing­ur­inn geð­þekki sem hef­ur mest skor­að 11 mörk í efstu deild í Nor­egi en það gerði hann á sinni fyrstu leiktíð með St­art ár­ið 2013 en ár­ið áð­ur skor­aði hann 18 mörk í næ­stefstu deild.

Hjá Vål­erenga er ég hugs­að­ur sem fyrsti kost­ur í fram­herja­stöð­unni eða sem sókn­artengi­lið­ur. Matth­ías Vil­hjálms­son

MYND/HEIMASÍÐA VÅL­ERENGA

Fram­herj­inn Matth­ías Vil­hjálms­son fagn­ar öðru marka sinna í fyrsta deild­ar­leik sín­um fyr­ir norska lið­ið Vål­erenga um helg­ina.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.