LÍFIÐ Góð­ur róm­ur hef­ur ver­ið gerð­ur að uppist­andstilraun­um lög­manns­ins Árna Helga­son­ar.

Góð­ur róm­ur hef­ur ver­ið gerð­ur að uppist­andstilraun­um lög­manns­ins Árna Helga­son­ar á The Secret Cell­ar. Hann sæk­ir með­al ann­ars inn­blást­ur í dag­vinn­una og fjöl­skyldu­líf­ið. Árni seg­ir ekki verra að hafa grín­ið til ör­ygg­is í ótryggu efna­hags­ástandi.

Fréttablaðið - - FORSÍÐA - Thor­ar­[email protected]­bla­did.is

Lög­mað­ur­inn Árni Helga­son sýndi á sér nýja og ef til vill nokk­uð óvænta hlið þeg­ar hann steig ný­lega á svið á The Secret Cell­ar og reytti af sér brand­ara á opnu uppist­ands­kvöldi á veg­um Gold­en Gang Come­dy.

„Ég hef bara haft áhuga á þessu í gegn­um tíð­ina,“seg­ir Árni og bæt­ir við að hann hafi ekki haft neina sér­staka ástæðu til þess slá til aðra en bara að skemmta sjálf­um sér og von­andi öðr­um í leið­inni.

„Ég hef far­ið þarna einu sinni eða tvisvar áð­ur og troð­ið upp og þetta er bara skemmti­legt. Þarna koma ýms­ir fram og í sjálfu sér má hver sem er stíga á stokk og þótt þetta séu mik­ið til ferða­menn þá er eitt­hvað af Ís­lend­ing­um líka.“

Árni seg­ir grín­ið í The Secret Cell­ar vera á ensku þar sem fyrst og fremst sé skemmt­un­in ætl­uð er­lend­um ferða­mönn­um. „Það var vont veð­ur þetta kvöld og norð­ur­ljósa­ferð­un­um frest­að þannig að túrist­arn­ir mættu bara í stað­inn á uppistand.“

Sjald­gæft ein­tak

Árni hef­ur kom­ið víða við fé­lags- og stjórn­mál­um og því eðli­lega ófeim­inn við að taka til máls fyr­ir fram­an full­an sal af fólki. Þótt hann hafi þó ekki gert mik­ið af því að fara með gam­an­mál á ensku greip hann hljóð­nem­ann frek­ar slak­ur. „Það var bara svona smá fiðr­ing­ur, eins og geng­ur og ger­ist, og þetta snýst bara um að nýta stress­ið, eins og menn segja.“

Árni var á sín­um tíma fram­kvæmda­stjóri þing­flokks Sjálf­stæð­is­flokks­ins, formað­ur Heimdall­ar, odd

ÞAÐ MÁ KANNSKI UPPLÝSA AÐ ÉG ER EKK­ERT HÆGRISINNAÐUR LÖG­MAЭUR OG HEF SIGLT UND­IR FÖLSKU FLAGGI Í MJÖG MÖRG ÁR.

í viti Vöku í Stúd­enta­ráði Há­skóla Ís­lands og for­seti Fram­tíð­ar­inn­ar, mál­funda­fé­lags Mennta­skól­ans í Reykja­vík, á mennta­skóla­ár­un­um.

Hægris­inn­að­ir lög­menn eru sjálfsagt þekkt­ir fyr­ir flest ann­að en að vera fyndn­ir. Ertu ein­hvers kon­ar frá­vik?

„Það má kannski upplýsa að ég er ekk­ert hægrisinnaður lög­mað­ur og hef siglt und­ir fölsku flaggi í mjög mörg ár,“seg­ir Árni og hlær. „Þetta er að koma upp á yf­ir­borð­ið núna. Hvernig ég hef lætt mér inn í valda­kjarn­ann.“

Árni sæk­ir inn­blást­ur í sitt dag­lega amst­ur í uppist­and­inu, fjöl­skyldu­líf­ið og vita­skuld lög­mennsk­una enda liggja lög­menn oft vel við höggi í

grín­inu.

Hillu­metr­ar af lög­manna­gríni

„ L ö g f ræði ng a - brand­ar­ar eru ein­hver þétt­asta bók­mennta­grein heims og það eru til heilu hillu­metr­arn­ir af þeim sem fela oft­ar en ekki í sér ein­hvers kon­ar lýs­ing­ar á því hvernig megi koma hæg­fara dauð­daga lög­manna við,“seg­ir Árni létt­ur í bragði.

„Ég hef líka oft haft gam­an af því að bera þetta sjón­varps­þátta­líf lög­manns­ins sam­an við raun­veru­leik­ann, eðli­lega vegna þess að það er nú líka til mik­ið af þess­um sjón­varps­þátt­um.“

Þætt­ir á borð við Ally McBeal, Bost­on Legal, The Good Wi­fe, The Practice, L.A. Law og jafn­vel hinn ís­lenski Rétt­ur draga oft­ar en ekki upp glans­mynd af lög­mönn­um og störf­um þeirra sem er nokk­uð á skjön við raun­veru­leik­ann.

„Fólk sér þá oft fyr­ir sér þá týpu og að starf­ið sé ein­hvern veg­inn svona. Þetta er nú oft að­eins hæg­ara og meiri real­ismi í þessu,“seg­ir Árni. „Þetta tek­ur oft að­eins lengri tíma, glæsi­leik­inn að­eins minni en í þess­um þátt­um. Það er oft meira ver­ið að ríf­ast um ein­hverja dren­lögn ár­um sam­an en það er gam­an að því líka.“

Áhættu­stýr­ing í óvissu

Upp­taka af uppist­andi Árna á The Secret Cell­ar hef­ur fall­ið í frjó­an jarð­veg á Face­book þar sem vin­ir og sam­ferða­fólk hans eys hann lofi og hvet­ur til dáða. Hann seg­ist að­spurð­ur ekki vera með nein­ar stór­ar áætlan­ir með fram­hald­ið.

„Ég er í lög­mennsk­unni á dag­inn og oft yf­ir­leitt á kvöld­in líka þannig að það er svo sem nóg að gera,“seg­ir hann en dreg­ur hvergi úr því að það sé skemmti­legt að vera með grín­ið á hlið­ar­lín­unni.

„Eig­um við ekki bara að segja að mað­ur haldi öllu opnu í þessu? Það er aldrei að vita nema mað­ur geri eitt­hvað meira. Í þessu efna­hags­ástandi er nátt­úr­lega ekki verra að vera með smá áhættu­stýr­ingu á starf­inu, eitt­hvert svona plan b,“seg­ir lög­mað­ur­inn og hlær. „Mað­ur hef­ur bara gam­an af þessu og gam­an að þetta gekk vel og fólk hafi eitt­hvað getað glott yf­ir þessu.“

„Lög­fræð­inga­brand­ar­ar eru ein­hver þétt­asta bók­mennta­grein heims,“seg­ir lög­mað­ur­inn Árni Helga­son.

Sjón­varps­lög­mað­ur­inn Denny Cra­ne þarf ekki að þrasa um dren­lagn­ir fyr­ir dómi.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.