Verk­föll­um í ferða­þjón­ustu af­lýst en við­ræð­um ólok­ið

Boð­uð­um verk­föll­um VR og Efl­ing­ar á hót­el­um og hjá rútu­fyr­ir­tækj­um var af­lýst á samn­inga­fundi hjá rík­is­sátta­semj­ara í gær. Kjara­samn­ing­ar eru þó ekki í höfn og seg­ir formað­ur VR að stjórn­völd þurfi að koma enn frek­ar að mál­um til að samn­ing­ar tak­ist.

Fréttablaðið - - FORSÍÐA - sar

Sam­komu­lag náð­ist á samn­inga­fundi Sam­taka at­vinnu­lífs­ins og sex verka­lýðs­fé­laga í gær­kvöldi um að af­lýsa boð­uð­um verk­föll­um fé­lags­manna VR og Efl­ing­ar á hót­el­um og hjá rútu­fyr­ir­tækj­um.

Þetta var ákveð­ið eft­ir að ákveð­inn ár­ang­ur hafði náðst í við­ræð­un­um sem þó er enn ólok­ið.

Hins veg­ar var verk­falli strætóbíl­stjóra, sem eru fé­lags­menn í Efl­ingu, ekki af­lýst.

Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son, formað­ur VR, sagði í gær­kvöldi að þótt þessi áfangi hefði náðst væru samn­ing­ar ekki al­veg í höfn. „Eig­um við ekki að segja að þetta sé að nálg­ast en þetta er svo sann­ar­lega ekki í höfn. Ef við ná­um samn­ingi í kvöld [gær­kvöld] þá eru stjórn­völd eft­ir.“

Samn­inga­fund­ur stóð enn þeg­ar Frétta­blað­ið fór í prent­un í gær­kvöldi en hann hófst klukk­an hálf tíu í gær­morg­un. Var þetta átt­undi dag­ur­inn í röð sem samn­ings­að­il­ar hitt­ust en fund­að var stíft alla helg­ina.

Þeg­ar leið á gær­dag­inn voru fleiri að­il­ar boð­að­ir til rík­is­sátta­semj­ara. Þannig kom Drífa Snæ­dal, for­seti ASÍ, á fund­inn auk for­ystu­manna Starfs­greina­sam­bands­ins en 16 að­ild­ar­fé­lög þess eiga einnig í við­ræð­um við Sam­tök at­vinnu­lífs­ins.

Skömmu fyr­ir klukk­an hálf sjö í gær­kvöldi var öllu fjöl­miðla­fólki vís­að út úr húsa­kynn­um rík­is­sátta­semj­ara þar sem við­vera þeirra þótti hafa trufl­andi áhrif á við­ræð­urn­ar. Þá voru rúm­lega fimm­tíu manns komn­ir til fund­ar­halda úr baklandi og samn­inga­nefnd­anna.

Fjöl­marg­ar strætó­ferð­ir á höf­uð­borg­ar­svæð­inu féllu nið­ur í gær vegna verk­falls­að­gerða bíl­stjóra Al­menn­ings­vagna Kynn­is­ferða.–

Eig­um við ekki að segja að þetta sé að nálg­ast en þetta er svo sann­ar­lega ekki í höfn.

Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son, formað­ur VR

FRÉTTA­BLAЭIÐ/STEFÁN KARLSSON

Verka­lýðs­hreyf­ing­in og at­vinnu­rek­end­ur gerðu harða at­lögu að því að ná kjara­samn­ing­um í gær­kvöldi. Það hafði ekki tek­ist þeg­ar blað­ið fór í prent­un en sam­komu­lag náð­ist um að af­lýsa verk­falls­að­gerð­um VR og Efl­ing­ar á hót­el­um og hjá rútu­fyr­ir­tækj­um. Þungt var yf­ir Vil­hjálmi Birg­is­syni, vara­for­seta ASÍ, á milli funda í gær.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.