Greiddu með hverj­um far­þega

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - – smj

Kostn­að­ur Reykja­vík­ur­borg­ar og Akra­nes­kaup­stað­ar við hvern far­þega í til­raun með sigl­ing­ar þeirra á milli ár­ið 2017 nam átta þús­und krón­um. Borg­ar­ráðs­full­trú­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins telja að bet­ur hefði far­ið á því að nið­ur­greiða al­menn­ings­sam­göng­ur á landi.

Full­trú­ar Sjálf­stæð­isf lokks­ins lögðu fram fyr­ir­spurn í borg­ar­ráði í fe­brú­ar þar sem ósk­að var upp­lýs­inga um fjölda far­þega í flóa­sigl­ing­um Sæ­ferða ár­ið 2017.

Um var að ræða samn­ing milli Sæ­ferða ehf., borg­ar­inn­ar og Akra­nes­kaup­stað­ar um til­rauna­verk­efni til hálfs árs þar sem sveit­ar­fé­lög­in tvö lögðu alls 30 millj­ón­ir króna til stuðn­ings verk­efn­inu.

Sv­ar barst á fimmtu­dag þar sem seg­ir að frá og með júní til og með nóv­em­ber 2017 hafi ferj­an flutt alls 3.652 far­þega. Góð­ur róm­ur var gerð­ur að ferju­sigl­ing­un­um með­al not­enda á sín­um tíma en verk­efn­ið sigldi í strand. Ferj­an stóðst ekki kröf­ur og var skil­að til Nor­egs.

Full­trú­um Sjálf­stæð­is­flokks­ins svíð­ur kostn­að­ur­inn og reikn­ast þeim til að sveit­ar­fé­lög­in hafi, mið­að við far­þega­fjölda, greitt 8.050 krón­ur með hverj­um sæ­fara og segja í bók­un:

„ Þess­ir fjár­mun­ir hefðu nýst bet­ur í al­menn­ings­sam­göng­ur á landi, enda er hér mik­il nið­ur­greiðsla á hvern far­miða.“

FRÉTTA­BLAЭIÐ/ANTON BRINK

Akra­nes­ferj­an sigldi í hálft ár.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.