Eft­ir­lits­nefnd vill svör frá Reykja­vík­ur­borg

Eft­ir­lits­nefnd með fjár­mál­um sveit­ar­fé­laga vill fá svör frá Reykja­vík­ur­borg um at­riði sem koma ekki fram í Bragga­skýrsl­unni. Odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks­ins seg­ir að­eins bú­ið að bæta úr sex at­rið­um af þrjá­tíu á þrem­ur ár­um.

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - FRÉTTA­BLAЭIÐ/STEFÁN [email protected]­bla­did.is

Eft­ir­lits­nefnd með fjár­mál­um sveit­ar­fé­laga hef­ur sent Reykja­vík­ur­borg bréf þar sem ósk­að er eft­ir upp­lýs­ing­um sem koma ekki fram í skýrslu innri end­ur­skoð­un­ar borg­ar­inn­ar um Bragga­mál­ið svo­kall­aða. Bréf­ið kom fram á fundi borg­ar­ráðs fyr­ir helgi og er nú á borði fjár­mála­skrif­stofu borg­ar­inn­ar sem hef­ur 30 daga til að bregð­ast við.

Ey­þór Arn­alds, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Reykja­vík, seg­ir sjald­gæft að eft­ir­lits­nefnd­in þurfi að óska eft­ir upp­lýs­ing­um um ein­stök mál frá sveit­ar­fé­lög­um. „Þarna er ver­ið að kalla eft­ir ástæð­um þess að ekki var brugð­ist við ábend­ing­um innri end­ur­skoð­un­ar um út­gjöld. Í Bragga­mál­inu var far­ið langt fram úr heim­ild­um og ef það hefði ver­ið far­ið eft­ir þess­um ábend­ing­um þá hefði Bragga­mál­ið og önn­ur slík ekki getað kom­ið fyr­ir,“seg­ir Ey­þór. „Eft­ir­lits­nefnd­in, ég og marg­ir borg­ar­bú­ar vilj­um vita hvernig þetta gat gerst þeg­ar það var bú­ið að benda á að mál­in voru í ólestri.“

Í út­tekt innri end­ur­skoð­un­ar frá 2015 um Skrif­stofu eigna og at­vinnu­þró­un­ar, sem hafði um­sjón með fram­kvæmd­un­um á Naut­hóls­vegi 100, voru sett­ar fram ábend­ing­ar um at­riði sem mættu bet­ur fara. Í Bragga­skýrsl­unni svo­köll­uðu, sem kom út rétt fyr­ir jól, kom fram að ekki hefðu ver­ið gerð­ar full­nægj­andi úr­bæt­ur vegna ábend­ing­anna frá 2015.

Vill því nefnd­in fá að vita hver eft­ir­fylgnin hafi ver­ið af hálfu innri end­ur­skoð­un­ar, hvort ábend­ing­arn­ar hafi borist end­ur­skoð­un­ar­nefnd og ytri end­ur­skoð­end­um borg­ar­inn­ar. Í bréfi sem sent var til borg­ar­inn­ar í síð­ustu viku er einnig ósk­að eft­ir upp­lýs­ing­um um regl­ur sem heim­ila til­færslu fjár­heim­ilda milli verk­efna og um gerð við­auka við fjár­hags­áætl­un.

Skrif­stofa eigna og at­vinnu­þró­un­ar var með um­sjón með Bragga­verk­efn­inu við Naut­hóls­veg 100 sem er bú­ið að kosta meira en 400 millj­ón­ir. Ákveð­ið var í kjöl­far­ið að leggja skrif­stof­una nið­ur þann 1. júní næst­kom­andi.

Enn er eft­ir að klára úr­bæt­ur varð­andi lang­stærst­an hluta ábend­ing­anna. „Á þrem­ur ár­um var bætt úr sex af þrjá­tíu,“seg­ir Ey­þór. „Kerf­ið er orð­ið svo flók­ið að ekki er far­ið eft­ir ábend­ing­um sem kerf­ið sjálft bend­ir á og boð­leið­irn­ar eru orðn­ar svo lang­ar að stór mál hrein­lega gleym­ast.“

Eft­ir­lits­nefnd­in, ég og marg­ir borg­ar­bú­ar vilj­um vita hvernig þetta gat gerst þeg­ar bú­ið var að benda á að mál­in voru í ólestri.

Ey­þór Arn­alds, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks­ins i Reykja­vík

Ey­þór seg­ir að Bragga­mál­ið hefði ekki kom­ið upp ef ábend­ing­um innri end­ur­skoð­un­ar hefði ver­ið fylgt þrem­ur ár­um áð­ur.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.