All­ar rík­is­stofn­an­ir skyld­að­ar til að leggja sitt af mörk­um í lofts­lags­mál­um

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - – ab

All­ar stofn­an­ir rík­is­ins þurfa að vinna mark­visst að því að kol­efnis­jafna starf­semi sína og ráð­herra verð­ur skyldug­ur til að láta vinna áætl­un um að­lög­un ís­lensks sam­fé­lags að lofts­lags­breyt­ing­um á grund­velli bestu vís­inda­legr­ar þekk­ing­ar. Þetta er með­al þess sem kveð­ið er á um í nýju frum­varpi Guð­mund­ar Inga Guð­brands­son­ar um­hverf­is­ráð­herra sem hann lagði fram á Al­þingi í gær.

„Frum­varp­ið er mik­il­vægt fram­lag til lofts­lags­mála hér á landi því með því styrkj­um við um­gjörð og stjórn­sýslu lofts­lags­mála á Íslandi. Það sem er nýtt í frum­varp­inu er í fyrsta lagi að skylda Stjórn­ar­ráð­ið, stofn­an­ir hins op­in­bera og fyr­ir­tæki í rík­is­eigu til að setja sér lofts­lags­stefnu og grípa til að­gerða til að draga úr los­un og kol­efnis­jafna starf­semi sína. Þetta mark­ar tímamót og hef­ur marg­feld­isáhrif. Það er mik­il­vægt að hið op­in­bera sýni skýrt og já­kvætt for­dæmi í lofts­lags­mál­um,“seg­ir Guð­mund­ur Ingi.

Lofts­lags­ráð, sem er skip­að full­trú­um at­vinnu­lífs, sveit­ar­fé­laga, um­hverf­is­sam­taka og há­skóla­sam­fé­lags­ins, verð­ur lög­fest með frum­varp­inu. Það á að leið­beina stjórn­völd­um um gerð áætl­un­ar um hvernig megi að­laga ís­lenskt sam­fé­lag óumflýj­an­leg­um lofts­lags­breyt­ing­um.

Guð­mund­ur Ingi er von­góð­ur um að all­ir nái að taka hönd­um sam­an. „Já, ég er mjög von­góð­ur. Stjórn­ar­ráð­ið hef­ur í vet­ur unn­ið að lofts­lags­stefnu fyr­ir ráðu­neyt­in og mun kynna hana nú í apríl. Sú vinna hef­ur geng­ið mjög vel og all­ir ver­ið sam­taka um að taka þátt. Ég á von á mjög góð­um við­brögð­um stofn­ana og fyr­ir­tækja í meiri­hluta­eigu rík­is­ins við þessu – það vilja all­ir og þurfa all­ir að vera með í lofts­lags­mál­un­um.“

Ég á von á mjög góð­um við­brögð­um stofn­ana og fyr­ir­tækja í meiri­hluta­eigu rík­is­ins við þessu – það vilja all­ir og þurfa all­ir að vera með.

Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son, um­hverf­is­ráð­herra

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.