Mus­sol­ini karp­ar við Jim Car­rey

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - – þea

Kanadíski stór­leik­ar­inn Jim Car­rey átti vænt­an­lega ekki von á því að fá við­brögð frá barna­barni ít­alska ein­ræð­is­herr­ans Benito Mus­sol­ini þeg­ar hann birti teikn­ingu af Mus­sol­ini í snör­unni um helg­ina. „Ef þið er­uð að velta af­leið­ing­um fas­isma fyr­ir ykk­ur get­ið þið spurt Benito Mus­sol­ini og hjá­konu hans, Cla­rettu,“sagði í tísti Car­reys með mynd­inni.

Aless­andra Mus­sol­ini, barna­barn ein­ræð­is­herr­ans, svar­aði degi síð­ar og sagði að Car­rey væri skít­hæll. „Don­ald Trump for­seti þarf ekki að hafa áhyggj­ur af póli­tísk­um árás­um aum­ingja Jims Car­rey. Teikn­ing­ar hans eru ómerki­leg­ur papp­ír,“tísti Mus­sol­ini svo og minnti einnig á at­burði úr Banda­ríkja­sög­unni á borð við þjóð­armorð á frum­byggj­um.

Mus­sol­ini hef­ur set­ið á Evr­ópu­þing­inu frá ár­inu 2014 og sat þar áð­ur á því ít­alska fyr­ir Forza Italia, flokk Sil­vio Berlusconi. Sagði þó skil­ið við flokk­inn á síð­asta ári þeg­ar hann ákvað að vera í and­stöðu við nú­ver­andi rík­is­stjórn. Hún er síð­ur en svo óum­deild. Ár­ið 2006 sagði trans­kon­an og þing­mað­ur­inn Vla­di Lux­uria að hún væri fas­isti. Mus­sol­ini svar­aði og sagð­ist frek­ar vilja vera „fas­isti en kyn­vill­ing­ur“.

NORDICPHOTOS/AFP

Aless­andra Mus­sol­ini, barna­barn Benito Mus­sol­ini.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.