Nær öll­um líf­eyr­is­sjóðn­um mín­um stol­ið

Fréttablaðið - - SKOÐUN - Jök­ull Arn­geir Guð­munds­son

Nærri hver króna sem mér er tal­in greidd á greiðslu­seðl­um frá líf­eyr­is­sjóðn­um mín­um er dreg­in til baka ým­ist með skött­um eða gerð óvirk með skerð­ing­um Trygg­inga­stofn­un­ar rík­is­ins. Greiðsla frá líf­eyr­is­sjóðn­um er núna kr. 105.061 á mán­uði og að frá­dregn­um tekju­skatti upp á kr. 30.182 fæ ég greitt inn á minn reikn­ing kr. 74.879. Þá tek­ur við ný skatt­heimta í formi skerð­ing­ar á elli­líf­eyri mín­um frá sam­fé­lags­sjóði þjóð­ar­inn­ar, en í hann hef ég greitt tekju­skatt af laun­um mín­um frá því að ég fór að geta tínt fisk upp í kassa við lönd­un úr tog­ara eða breitt salt­fisk til sól­þurrk­un­ar á reit. Ég vissi ekki bet­ur en frið­helgi þess hluta sam­fé­lags­sjóðs sem ætl­að­ur er til greiðslu elli­líf­eyr­is væri tryggð­ur í stjórn­ar­skránni okk­ar sem hvorki

virð­ist vera hægt að bæta né end­ur­nýja.

Skerð­ing­in vegna 74.000 krón­anna frá líf­eyr­is­sjóðn­um veld­ur því að ég fæ hver mán­aða­mót í raun að­eins að njóta um 10 til 20 þús­und króna af líf­eyr­is­rétti sem ég ávann mér allt frá stofn­un líf­eyr­is­sjóðs­ins til minna starfs­loka. Ég hef ekki fund­ið heim­ild­ir í lög­um um líf­eyr­is­sjóði fyr­ir reglu­gerð sem skerð­ing­in gæti bygg­ist á.

Er nema von að mönn­um blöskri ósvífni stjórn­valda að læða sograna sín­um þannig inn í þá spari­sjóði lands­manna sem þessi sömu stjórn­völd hafa með lög­um skyld­að þegna sína til að leggja hluta launa sinna í, og þannig jafn­vel kom­ið í veg fyr­ir að þeir sem lægst hafa laun geti kom­ið sér upp eig­in hús­næði.

Þeg­ar Trygg­inga­stofn­un­in er spurð um skerð­ing­arn­ar er við­kvæð­ið strax að það sé al­deil­is ekki skert um krónu á móti krónu, nei nei, held­ur bara svona 40-50%, en þeg­ar bet­ur er að gáð þá reikna þeir skerð­ing­una > 45% af 105.000 króna upp­hæð­inni og svo dregst út­kom­an í raun frá 74.000 kr. upp­hæð­inni. Er ekki skerð­ing­in þannig far­in að nálg­ast 100%?

Ekki er ekki öll sag­an sögð. Frá stofn­un líf­eyr­is­sjóð­anna og fram til árs­ins 1988 var greidd­ur tekju­skatt­ur af ið­gjöld­un­um, en það ár var lög­um breytt og skatt­greiðsl­um frest­að þar til líf­eyr­is­þeg­ar færu að fá líf­eyr­inn greidd­an, og nú geta því stjórn­völd í ann­að sinn náð tekju­skatti af þeim hluta ið­gjalds­ins sem greidd­ur var skatt­ur af fyr­ir 1988 og svo skatt­lagt ávöxt­un okk­ar í leið­inni.

Líf­eyr­is­sjóð­irn­ir eru skil­get­in af­kvæmi verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar og at­vinnu­rek­enda. Allt frá upp­hafi var skýrt tek­inn fram sá til­gang­ur sjóð­anna að þeir skyldu verða við­bót við líf­eyr­inn sem sjóð­fé­lag­arn­ir ættu rétt á frá sam­fé­lags­sjóðn­um, og þó síð­ar hafi ver­ið sam­þykkt lög á Al­þingi um starf­semi líf­eyr­is­sjóð­anna þá standa þessi orð enn óbreytt í yf­ir­skrift stofn­skrár­inn­ar og þannig hef­ur þessi yf­ir­lýsti til­gang­ur tví­mæla­laust öðl­ast laga­gildi.

Áð­ur­nefnd­ir for­eldr­ar sjóð­anna ættu nú að sjá sóma sinn í því að verja af­kvæmi sín fyr­ir áníðslu stjórn­valda og upp­töku á út­borg­un sjóð­fé­lag­anna um hver mán­aða­mót.

Nú er lag til að segja „hing­að en ekki lengra“við full­trúa stjórn­valda þeg­ar þeir mæta til við­ræðna við samn­inga­borð­ið hjá sátta­semj­ara rík­is­ins. Hvert það stjórn­vald sem brýt­ur lög á þegn­um sín­um hlýt­ur að telj­ast hepp­ið ef það slepp­ur með það að lofa því að hætta þeirri iðju.

Ég legg til að ein af kröf­un­um til stjórn­valda verði að skerð­ing­um vegna líf­eyr­is­sjóðs­greiðslna verði hætt strax að lok­inni und­ir­skrift kjara­samn­ing­anna.

Ég trúi að Grái her­inn muni standa með ykk­ur ef í harð­bakk­ann slær.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.