Lát­um ekki blekkj­ast

Fréttablaðið - - SKOÐUN - Val­gerð­ur Sig­urð­ar­dótt­ir borg­ar­full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks­ins

Það er ákveð­in list að láta ekki blekkj­ast af öllu því sem skrif­að er í fjöl­miðla nú til dags. Oft eru vís­urn­ar hálf­kveðn­ar eða hrein­lega far­ið með ósann­indi. Því þurfa les­end­ur skoð­ana­dálka í fjöl­miðl­um stöð­ugt að vera á varð­bergi og vak­andi fyr­ir rétt­um stað­reynd­um, en ekki er ráðlagt að trúa öllu sem sagt er eða skrif­að. Og það

á við um t.d. skoðana­grein Ein­ars Kára­son­ar, rit­höf­und­ar og sitj­andi þing­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, en hann rit­aði pist­il í Frétta­blað­ið í síð­ustu viku und­ir fyr­ir­sögn­inni „Lát­um ekki blekkj­ast af níð­inu um borg­ar­stjórn“.

Ein­ari er í þessu sam­hengi bent á að sum­um stað­reynd­um er óhætt að treysta. Það á t.d. við um stað­reynd­ir um fallna dóma í hér­aðs­dómi og Hæsta­rétti, álit um­boðs­manns Al­þing­is, úr­skurði sem kveðn­ir eru upp af op­in­ber­um að­il­um og skýrsl­ur sem innri end­ur­skoð­andi Reykja­vík­ur­borg­ar ger­ir.

Ég vil því benda Ein­ari góð­fús­lega á að frá því að Við­reisn reisti meiri­hluta Sam­fylk­ing­ar, Vinstri grænna og Pírata við hafa með­al annarra eft­ir­far­andi dóm­ar, úr­skurð­ir og/ eða álit feng­ið að líta dags­ins ljós: Hæstirétt­ur stað­festi að borg­in snuð­aði ör­yrkja um bæt­ur. Hér­aðs­dóm­ur felldi dóm um störf skrif­stofu­stjóra borg­ar­stjór­ans. Um­boðs­mað­ur Al­þing­is gaf út álit á brot­um borg­ar­inn­ar í hús­næð­is­mál­um Fé­lags­bú­staða. Ólög­lega var stað­ið að ráðn­ingu borg­ar­lög­manns að mati Jafn­rétt­is­stofu.

Svört skýrsla Borg­ar­skjala­safns um skjala­mál borg­ar­inn­ar var gerð op­in­ber á síð­asta ári. Innri end­ur­skoð­un borg­ar­inn­ar gerði skýrslu um 300 millj­óna kr. framúr­keyrslu Fé­lags­bú­staða sem leiddi til þess að fram­kvæmda­stjór­inn sagði starfi sínu lausu. Skýrsla innri end­ur­skoð­un­ar um bragga­mál­ið kom út í des­em­ber í fyrra.

Álit Per­sónu­vernd­ar um að borg­in hafi brot­ið per­sónu­vernd­ar­lög í að­drag­anda kosn­ing­anna. Er ástæða til telja upp meira?

Hátt­virti þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar Ein­ar Kára­son ætti e.t.v. að kynna sér stað­reynd­ir í stað þess að vaða fram á rit­völl­inn með órök­studd­um dylgj­um um blekk­ing­ar, þar sem hann ger­ir til­raun til að slá ryki í augu borg­ar­búa. Eða tek­ur þing­mað­ur­inn kannski ekki mark á Hæsta­rétti, hér­aðs­dómi, um­boðs­manni Al­þing­is, Per­sónu­vernd og/ eða innri end­ur­skoð­un Reykja­vík­ur­borg­ar?

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.