Bragi Árna­son komst með hug­leiðslu í sam­band við sinn innri mar­bendil. Glím­an við þann innri djöf­ul varð að söng­leikn­um Þeg­ar öllu er á botn­inn hvolft.

Bragi Árna­son, leik­ari og tón­list­ar­mað­ur, komst með hug­leiðslu í sam­band við sinn innri mar­bendil. Glím­an við þann innri djöf­ul varð að söng­leikn­um Þeg­ar öllu er á botn­inn hvolft sem hann frum­sýn­ir um helg­ina.

Fréttablaðið - - FORSÍÐA - FRÉTTA­BLAЭIÐ/SIGTRYGGUR ARI thor­ar­[email protected]­bla­did.is

ÍÞeg­ar öllu er á botn­inn hvolft: Sjálfsævi­saga í söng­leik fjall­ar Bragi Árna­son, leik­ari og tón­list­ar­mað­ur, um þá innri bar­áttu sem hann hef­ur háð, og þá ekki síst við ofsa­fengna furðu­veru, græna fisk­inn, ein­hvers kon­ar mar­bendil sem hann fann í hug­ar­fylgsn­um sín­um.

Sviðs­verk­ið er loka­verk­efni hans í evr­ópsku masters­námi í sköp­un, miðl­un og frum­kvöðl­a­starfi við Lista­há­skóla Ís­lands. Leik­kon­an og leik­stjór­inn Bryn­hild­ur Guð­jóns­dótt­ir er leið­bein­andi hans í verk­efn­inu og þá um leið bar­átt­unni við mar­bendil­inn.

„Söng­leik­ur­inn bygg­ir á per­sónu­legri sögu minni frá því ég fór í leik­list­ar­nám í London ár­ið 2007 og held­ur áfram allt til dags­ins í dag,“seg­ir Bragi. „Þetta er ein­lægt upp­gjör um innri bar­áttu mína, gleði og sorg, drauma, þrár og hvernig ég komst til manns á þess­um

mót­un­ar­ár­um þrí­tugs­ald­urs­ins. Ég er nátt­úr­lega mjög leit­andi per­sónu­leiki en mig lang­ar líka að sjá hluti ger­ast. Ég segi nú ekki að ég sé aldrei sátt­ur en engu að síð­ur er ég alltaf að leita að ein­hverri lífs­fyll­ingu í verk­efn­um, prufa nýja hluti og reyna mig. Ég er bara ein­hvern veg­inn alltaf í enda­lausri leit.“

Þrá­in ólg­ar

Bragi lærði leik­list við Kog­an Aca­demy of Dramatic Arts í London og seg­ist hafa hark­að í borg­inni í átta ár. Þar og hér heima hef­ur hann

Græni fisk­ur­inn sem Bragi fann innra með sér er erf­ið og ofsa­feng­in vera að eiga við. feng­ist við ým­is verk­efni í leik og tónlist. Eft­ir að hann flutti aft­ur heim vakn­aði hjá hon­um ólg­andi þrá eft­ir því að gera eitt­hvað nýtt, læra meira, og hann end­aði í nám­inu sem hann lýk­ur með því að gera upp við mar­bendil­inn á leik­svið­inu.

„Þetta er þroska­saga ungs manns sem tekst á við eig­ið óör­yggi, innri djöfla, reiði og fyr­ir­gefn­ing­una, ást­ina og húm­or­inn með ein­lægri löng­un til að hlæja og syngja í oft erf­ið­um heimi sviðslista­iðn­að­ar­ins, bæði í stór­borg­inni og heima,“seg­ir Bragi sem einnig glím­ir við ei­lífð­ar­spurn­ing­una: „ Af hverju held ég áfram að gera það sem ég geri?“Sp­urn­ingu sem hann svar­ar með ann­arri sp­urn­ingu: „Verð ég ekki að gera mitt besta og halda því áfram?“

Hlát­ur mar­bendils­ins

En hvaða innri djöfl­ar eru þetta sem þú hef­ur helst tek­ist á við?

„Þeg­ar ég lok­aði aug­un­um einn dag­inn og fór að reyna að finna út hvað þetta væri með hug­leiðslu þá fann ég ein­hverja svona skrýtna fiska­veru inn­an í mér, skrýt­inn mar­bendil eða græn­an fisk sem ég er svo bú­inn að tak­ast á við í sköp­un­ar­ferli þess­ar­ar sýn­ing­ar.

Ég fór svo svo­lít­ið að vinna með þenn­an karakt­er, þenn­an fisk sem segja má að sé í raun­veru­leik­an­um svona hálf­gert skapofsa­kvik­indi,“seg­ir Bragi um kvik­ind­ið sem á sér birt­ing­ar­mynd­ir í „þessi skipti sem ég hef misst stjórn á skapi mínu og gert hluti sem ég kannski sé eft­ir. Og líka þeg­ar ég hef orð­ið, hvað skal segja? Sjálf­hverf­ur, bit­ið eitt­hvað í mig og reynt að gera hluti án þess að hlusta eft­ir því hvað fólk­inu í kring­um mig þótti best að gera í stöð­unni hverju sinni,“seg­ir Bragi og held­ur áfram:

„Ég get al­veg sagt það að ég fjalla svo­lít­ið um lík­am­legt og and­legt of­beldi á báða bóga í sam­bönd­um mín­um í gegn­um tíð­ina. Ég fer að­eins inn á þetta sem ég er einnig bú­inn að vera að gera upp í þessu sjálfs­upp­gjöri sem sýn­ing­in er. Þetta er upp­gjör og svo er bara að sjá hvort ég nái að sætt­ast við sjálf­an mig. Fyr­ir­gefa mér.“

Leit­in að jarð­teng­ing­unni

Bragi seg­ir tón­list­ina hafa hjálp­að hon­um mik­ið í þess­ari vinnu og í raun hafi hug­mynda­vinn­an ekki kom­ist al­menni­lega á flug fyrr en eft­ir að Bryn­hild­ur benti hon­um á að vinna með og út frá lög­um sem hann hafði áð­ur sam­ið. „Þetta hef­ur reynst mér ákveð­in þerapía,“seg­ir Bragi og bæt­ir við að það sé ekk­ert leynd­ar­mál að hann hafi ver­ið í listsál­fræði­með­ferð með­fram sköp­un­ar­ferl­inu. „Þar er ég að díla við sjálf­an mig og alls ekk­ert að þjösn­ast neitt. Þetta er bara nú­vit­und­ar­ferli þar sem ég leita uppi mynd­ir í koll­in­um á sjálf­um mér, reyni að átta mig á hvað þær tákna og ná þannig meiri og meiri jarð­teng­ingu og teng­ingu við það sem mig lang­ar virki­lega að gera.“

Bragi seg­ist þakk­lát­ur fyr­ir að geta not­að tón­list­ina til þess að skapa eitt­hvað sem er ein­lægt og fal­legt. „Verk­ið Þeg­ar öllu er á botn­inn hvolft er bara hlut­ir sem hafa átt sér stað og ég hef not­að sem efni­við í sögu af manni. Sjálf­stæða sögu sem er þeg­ar upp er stað­ið, leikr it . Um ung­an mann sem horfð­ist í augu við sjálf­an sig og hélt áf ram að læra. Mann sem lent i enda­laust á veggj­um hér og þar en hélt þó áfram.“Sem sagt, þroska­saga.

Bragi tek­ur glím­una við mar­bendil­inn í Mengi við Óð­ins­götu sunnu­dags­kvöld­ið 7. apríl klukk­an 20. Sýn­ing­in er sem fyrr seg­ir loka­verk­efni hans en hann von­ast til þess að geta end­ur­tek­ið leik­inn ef vel geng­ur.

Bragi Árna­son tókst á við sinn innri mar­bendil með ýms­um ráð­um og hjálp Bryn­hild­ar Guð­jóns­dótt­ur sem hjálp­aði hon­um að finna kjarn­ann í hug­mynd­un­um sem skutu upp koll­in­um í glím­unni.

Bryn­hild­ur Guð­jóns­dótt­ir.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.