Úrslita­keppn­in í Dom­ino’s-deild kvenna hefst í kvöld þeg­ar Kefla­vík tek­ur á móti Stjörn­unni og Val­ur mæt­ir KR.

Úrslita­keppn­in í Dom­ino’s-deild kvenna hefst í kvöld þeg­ar Kefla­vík tek­ur á móti Stjörn­unni. Nágrann­arn­ir Val­ur og KR mæt­ast í seinna ein­víg­inu og er erfitt að sjá að ný­lið­ar KR standi í öfl­ugu liði Vals.

Fréttablaðið - - FORSÍÐA - krist­inn­[email protected]­bla­did.is

Úrslita­keppn­in hefst í Dom­ino’s-deild kvenna í kvöld þeg­ar Kefla­vík mæt­ir Stjörn­unni suð­ur með sjó í fyrsta leik degi áð­ur en Val­ur og KR mæt­ast í Origo-höll­inni. Lið­in þurfa að vinna þrjá leiki til að kom­ast í úr­slit­in þar sem Valskon­ur léku í fyrra. Stjarn­an er eina lið­ið í úr­slita­keppn­inni sem hef­ur aldrei leik­ið til úr­slita en síð­an úrslita­keppn­in var tek­in upp ár­ið 1993 hef­ur Stjarn­an að­eins kom­ist einu sinni í úr­slita­keppn­ina og var þá sóp­að í sum­ar­frí af Snæ­felli fyr­ir tveim­ur ár­um.

Eft­ir óvænt tap fyr­ir Skalla­grími á heima­velli und­ir lok janú­ar settu Garð­bæ­ing­ar í gír. Í síð­ustu tólf leikj­un­um í deild­ar­keppn­inni vann Stjarn­an tíu og komu tap­leik­irn­ir tveir gegn Valslið­inu sem ekk­ert lið virt­ist geta stöðv­að í deild­ar­keppn­inni. Með­al þess­ara tíu sigra er 22 stiga sig­ur á Kefla­vík í Garða­bæn­um en lið­in unnu sína tvo leik­ina hvort í deild­ar­keppn­inni.

Kefla­vík er sig­ur­sæl­asta lið­ið í sögu Ís­lands­móts­ins með sex­tán titla og vann fimm af síð­ustu sex leikj­um sín­um í deild­inni eft­ir tap­ið í Garða­bæn­um.

Frétta­blað­ið fékk Ólöfu Helgu Páls­dótt­ur, þjálf­ara Hauka, til að spá í spil­in fyr­ir ein­víg­in tvö. Ólöf tel­ur að það verði meiri spenna í ein­vígi Kefl­vík­inga og Stjörn­unn­ar.

„Fyr­ir ut­an­að­kom­andi er meiri pressa á Kef la­vík en ég held að Garð­bæ­ing­ar séu líka með mikl­ar vænt­ing­ar. Þær eru með frá­bært lið, öfl­ug­ar í vörn og með stór­hættu­leg­ar skytt­ur. Svo hef­ur Bríet Sif tek­ið mikl­um fram­förum og fært lið­ið upp um eitt þrep í vet­ur.“

Að­spurð sagði Ólöf að það kæmi sér ekki á óvart að þetta ein­vígi færi í odda­leik.

„Mér finnst Kefla­vík lík­legri en ég held að það verði fram­leng­ing­ar og að þessi sería fari í odda­leik. Það verð­ur líka gam­an að sjá syst­urn­ar Bríeti og Söru Rún berj­ast, ég er mjög spennt fyr­ir þessu ein­vígi.“

Í seinni leikn­um taka deild­ar- og bikar­meist­ar­ar Vals á móti ný­lið­um KR. Valslið­ið er í leit að fyrsta Ís­lands­meist­ara­titl­in­um í sögu fé­lags­ins eft­ir að hafa horft á eft­ir titl­in­um í odda­leik gegn Hauk­um í fyrra og þyk­ir ansi lík­legt til þess að vinna þre­falt í ár. Inn­koma Helenu Sverr­is­dótt­ur hef­ur gjör­breytt lið­inu sem var eitt af þeim bestu í land­inu í það lang­besta.

KR er næst­sig­ur­sæl­asta lið­ið í sögu deild­ar­inn­ar með fjór­tán titla og var lengi vel í bar­átt­unni um deild­ar­meist­ara­titil­inn í vet­ur. Þetta var fyrsti vet­ur KR í efstu deild á nýj­an leik eft­ir stutt stopp í næ­stefstu deild og var KR við topp­inn fram­an af vetri en fat­að­ist flug­ið á loka­sprett­in­um.

KR er þó eina lið­ið sem hef­ur unn­ið Val með Helenu inn­an­borðs í vet­ur und­ir lok nóv­em­ber sem er síð­asta tap Vals í öll­um keppn­um.

„Valskon­ur eru ill­við­ráð­an­leg­ar., þær eru bæði með frá­bært lið og á mik­illi sigl­ingu. Það þyrfti eitt­hvert and­legt mót­læti til að koma þeim úr gír og það er erfitt að sjá KR ætla að stoppa Valslið­ið,“sagði Ólöf, að­spurð út í hið ógn­ar­sterka Valsl­ið.

Eft­ir að hafa ver­ið ein­um leik frá Ís­lands­meist­ara­titl­in­um í fyrra bætti Val­ur við einni bestu körfuknatt­leiks­konu Ís­lands­sög­unn­ar í haust, Helenu Sverr­is­dótt­ir og hafa Valskon­ur ver­ið svo gott sem óstöðv­andi.

„Val­ur var með frá­bært lið fyr­ir en þeg­ar Helena kem­ur inn í þetta fær­ir hún þetta á næsta stig.“

Að­spurð sagði Ólöf að KR gæti stol­ið leik en taldi að þetta yrði ör­ugg­ur sig­ur hjá Val.

„KR hef­ur spil­að mik­ið á færri leik­mönn­um og það hef­ur haft áhrif að und­an­förnu að lyk­il­leik­menn­irn­ir virð­ast vera þreytt­ir. Mann lang­ar að sjá KR bíta til baka og þær eru með lið til að stela sigri en ef ég ætti að spá um úr­slit­in í ein­vígi Vals og KR myndi ég telja 3-0 sig­ur Vals í ein­víg­inu lík­leg­ar loka­töl­ur,“sagði Ólöf Helga.

FRÉTTA­BLAЭIÐ/STEFÁN

Helena Sverr­is­dótt­ir hef­ur gjör­breytt leik Vals sem er ríkj­andi deild­ar- og bikar­meist­ari.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.