Þann 1. maí verða sett­ar nýj­ar regl­ur í Disney­görð­um í Banda­ríkj­un­um þeg­ar reyk­ing­ar verða bann­að­ar á úti­svæði.

Þeir verða færri og færri stað­irn­ir þar sem reyk­inga­fólk get­ur dreg­ið að sér smók ut­an­dyra. 1. maí fækk­ar þeim stöð­um í Banda­ríkj­un­um þar sem má reykja, með­al þeirra eru Disney-garð­arn­ir.

Fréttablaðið - - FÓLK -

Elín Al­berts­dótt­ir el­[email protected]­bla­did.is

Marg­ir Ís­lend­ing­ar heim­sækja Disney-garða og þess vegna er gott að vera með regl­urn­ar á hreinu. Disney­garð­ar í Flórída og í Kali­forníu­verða reyk­laus­ir þann 1. maí. „Við vilj­um að fjöl­skyld­ur komi í garð­ana og upp­lifi ánægju­lega heim­sókn,“seg­ir Liz Ja­e­ger, tals­mað­ur Disney, í sam­tali við The New York Ti­mes. „Starfs­menn munu biðja reykj­andi gesti að yf­ir­gefa garð­inn en þeim er uppálagt að fram­fylgja bann­inu,“seg­ir hún. „Garð­arn­ir eiga að vera reyk­laus­ir.“

Gest­ir sem vilja reykja á eign­um Walt Disney verða að fara út fyr­ir ör­ygg­is­svæð­ið á sér­stak­lega merkta staði til þess. Þetta á bæði við um skemmti- og vatna­garða Disney. „Við ger­um allt til að gera garð­ana skemmti­lega að heim­sækja og þar á með­al vilj­um við að börn og full­orðn­ir geti geng­ið án þess að verða fyr­ir óbein­um reyk­ing­um.“Reyk­inga­bann­ið nær einnig til þeirra sem nota rafrett­ur og veip.

Reyk­inga­bann­ið á ein­göngu við Disney-garða í Banda­ríkj­un­um.

Bann­ið gild­ir því ekki í Disney­görð­um í Frakklandi, Kína og í Jap­an.

Gest­ir sem reykja í óleyfi á her­bergj­um hót­ela í garð­in­um, á svöl­um eða ver­önd­um eiga á hættu að verða sekt­að­ir um 250-500 dali. Þur­rís sem not­að­ur eru til að halda drykkj­um köld­um verð­ur sömu­leið­is bann­að­ur. Gest­ir sem koma með drykkjar­föng með sér í kæli­boxum fá klaka inni í garð­in­um.

Ár­ið 2015 varð Disney stærsta Hollywood-stúd­íó­ið til að fjar­lægja reyk­ing­ar úr kvik­mynd­um sem ætl­að­ar eru yngri áhorf­end­um. Fyrr á þessu ári var til­kynnt að

Disney myndi banna reyk­ing­ar í kvik­mynd­um Mar­vel

Studi­os, Lucas Film,

Pix­ar og Disney.

Eng­ir stór­ir barna­vagn­ar

Einnig verða tekn­ar upp nýj­ar regl­ur varð­andi barna­vagna sem koma inn á svæð­ið. Þeir mega ekki vera stærri en 79x132 cm. For­eldr­ar ungra barna með stóra vagna þurfa að leggja eig­in vagni og leigja minni barna­vagn eða -kerru í garð­in­um.

Walt Disney-fyr­ir­tæk­ið er eitt af stærstu fjöl­miðla­fyr­ir­tækj­um heims. Það var stofn­að ár­ið 1923 af bræðr­un­um Walt og Roy Disney. Fyr­ir ut­an kvik­mynda­ver­in á fyr­ir­tæk­ið ell­efu skemmti­garða ásamt nokkr­um sjón­varps­stöðv­um. Walt Disney World í Or­lando í Flórída var opn­að­ur 1965 en Disney­land í Kali­forn­íu tíu ár­um fyrr. Disney-garð­arn­ir eru gríð­ar­vin­sæl­ir æv­in­týra­heim­ar sem meira en 50 millj­ón­ir manna heim­sækja ár­lega og eru þeir þar af leið­andi mest sóttu skemmti­garð­ar í heimi. Garð­ur­inn í Flórída hef­ur vax­ið hratt og svæð­ið í dag er tvisvar sinn­um stærra en Man­hatt­an í New York.

Til gam­ans má geta þess að á hverj­um degi eru steikt­ir yf­ir 10 millj­ón ham­borg­ar­ar og af­greidd­ar um 6 millj­ón pyls­ur í garð­in­um. Á hverju ári drekka gest­ir 13 millj­ón­ir flaska af vatni og 75 millj­ón­ir Coca-Cola drykkja. Starfs­menn Walt Disney í Banda­ríkj­un­um eru yf­ir 70 þús­und.

Það er alltaf mik­ið um dýrð­ir í Disney-garð­in­um í Or­lando og skemmti­leg­ar fíg­úr­ur á ferð­inni.

Söng­kon­an Ari­ana Gr­ande gef­ur hér Mikka mús koss við kast­ala Ösku­busku í Or­lando-garð­in­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.