Töffari í jakka­föt­um

Með Lex­us UX er kom­in glæ­ný bíl­gerð í mest vax­andi flokki bíla í heim­in­um. Lex­us hef­ur tek­ist frá­bær­lega upp með þess­um bíl sem fá má með Hybrid-kerfi og sem fyrr, fág­un í öll­um frá­gangi.

Fréttablaðið - - BÍLAR -

Það er ekki oft á ári sem grein­ar­rit­ari próf­ar glæ­nýj­an bíl, mun oft­ar eru það nýj­ar kyn­slóð­ir þekktra bíl­gerða. Það var þó raun­in í þetta skipt­ið og það lúx­us­bíll frá hinum vand­aða fram­leið­anda

Lex­us. Það er lík­lega tím­anna tákn að um er að ræða jepp­ling og hann hef­ur feng­ið staf­ina UX og er nokkru minni en ný­leg­ur NX og miklu minni en RX. Lex­us ger­ir ráð fyr­ir að þessi bíll verði sölu­hærri en þeir báð­ir og ætl­ar að selja 25.000 ein­tök í

Evr­ópu í ár og enn meira á næsta ári.

Hann á að hjálpa Lex­us að kom­ast yf­ir 100.000 bíla mark­ið í sölu í álf­unni og það mun vafa­laust tak­ast.

Staf­irn­ir UX koma frá „Ur­ban“og

X-over (Crosso­ver), enda hér um að ræða bíl sem mest mun glíma við göt­ur borga þó jepp­ling­ur sé.

Eins og með all­ar nýj­ar gerð­ir

Lex­us-bíla er hann djarf­lega hann­að­ur og með sterk­um og hvöss­um lín­um, en engu að síð­ur af­ar fág­að­ur. Eig­in­lega er best að lýsa hon­um sem töffara í jakka­föt­um. Ekki minnka stór­ar hjól­ská­laum­gjarð­irn­ar töffara­skap­inn, hvað þá risa­stórt grill­ið. Lex­us-menn segja sjálf­ir að ytri hönn­un­in sé „bold“og und­ir það skal tek­ið.

Óað­finn­an­legt hand­bragð

Þeg­ar inn í bíl­inn er kom­ið blas­ir þó ekk­ert nema fág­un­in við og óað­finn­an­legt hand­bragð Takumi­þjálf­aðra hand­verks­manna Lex­us.

Það verð­ur ekki af þess­um bíl tek­ið, frem­ur en öðr­um Lex­us­bíl­um, að fá­ir eða eng­ir aðr­ir bílar bera eins mik­ið vitni um vönd­uð vinnu­brögð og ná­kvæmni. Auk þess er inn­an­rým­ið skemmti­lega naum­hyggju­legt, takka­lít­ið og fer­lega töff. Sem fyrr er efn­is­notk­un í inn­an­rými til fyr­ir­mynd­ar og fram­sæt­in eru bæði glæsi­leg og þægi­leg. Aft­ur­sæt­in eru flott líka en það er eins gott að vera ekki á hæð við körfu­bolta­menn ef þar skal set­ið. Hæð sæt­anna í bíln­um er út­hugs­uð af Lex­us en þar eiga flest­ir að setj­ast beint inn án þess að klifra upp né detta nið­ur í þau. Enn skemmti­legri stúd­ía er bak við hljóð­ið sem heyr­ist þeg­ar dyr­um bíls­ins er lok­að, en það varð að vera traust­vekj­andi og sann­færa fólk um að hér færi lúx­us­bíll. Það tókst.

Ef eitt­hvað í hönn­un­inni skal gagn­rýna er það fólg­ið í breið­um C-pósti bíls­ins sem hindr­ar út­sýni aft­ur ásamt smá­vax­inni aft­ur­rúð­unni. Auk þess er skott­rými lít­ið, eða 320 l og að­eins 283 l í fjór­hjóla­drifsút­gáf­unni.

Stíf­ur og létt­ur og lág­ur þyngd­arpunkt­ur

Þeg­ar kem­ur að akstri bíls­ins verð­ur manni ósjálfrátt hugs­að

Eins og með all­ar nýj­ar gerð­ir Lex­us­bíla er Lex­us UX djarf­lega hann­að­ur og með sterk­um og hvöss­um lín­um.

Hér rík­ir míni­mal­ism­inn ríkj­um og takka­fjöldi tak­mark­að­ur.

Glæ­ný 2,5 lítra bens­ín­vél og sam­tals skil­ar þessi afl­rás 184 hest­öfl­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.