Millj­ón­ir í bæt­ur vegna hand­töku

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - – aá

Lög­reglu­mað­ur var sak­felld­ur í Hér­aðs­dómi Reykja­ness fyrr í vik­unni fyr­ir lík­ams­meið­ing­ar af gá­leysi er hann varð vald­ur að því að mað­ur tvífót­brotn­aði í hand­töku við Ham­borg­ara­búll­una í Kópa­vogi fyr­ir tveim­ur ár­um. Hann var hins veg­ar sýkn­að­ur af ákæru fyr­ir brot í op­in­beru starfi enda þótti hann ekki hafa far­ið á svig við verklags­regl­ur um vald­beit­ingu.

Mann­in­um var gert að greiða 200 þús­und króna sekt í rík­is­sjóð en sæta fjór­tán daga fang­elsi verði sekt­in ekki greidd inn­an fjög­urra vikna. Þá var hon­um gert að greiða brota­þol­an­um rúm­ar tvær og hálfa millj­ón í skaða­bæt­ur og voru bæt­urn­ar lækk­að­ar um­tals­vert vegna eig­in sak­ar manns­ins.

FRÉTTA­BLAЭIÐ/SIGTRYGGUR ARI

Dóm­ari með sækj­anda og verj­anda á vett­vangi.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.