Spyr ráð­herra um far­bann og gæslu­varð­hald

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - – aá

Þór­hild­ur Sunna Ævars­dótt­ir, þing­mað­ur Pírata, lagði fram fyr­ir­spurn til dóms­mála­ráð­herra á Al­þingi í gær um fjölda upp­kveð­inna gæslu­varð­halds- og far­banns­úrskurða á síð­ustu fimm ár­um. Í fyr­ir­spurn­inni er ósk­að eft­ir sund­urlið­un eft­ir dóm­stól­um, flokk­um brota sem rann­sókn beind­ist að, þjóð­erni þeirra sem úr­skurð­ur beind­ist gegn og laga­ákvæði sem hann var reist­ur á.

Frétta­blað­ið greindi frá því ný­ver­ið að bæði gæslu­varð­halds- og far­banns­úrskurð­um hefði fjölg­að mik­ið á und­an­förn­um ár­um. Þrátt fyr­ir ít­rek­að­ar fyr­ir­spurn­ir blaðs­ins til lög­reglu­embætta, hér­aðs­dóm­stóla og Dóm­stóla­sýsl­unn­ar feng­ust ekki svör um um sund­urlið­un þá sem ósk­að er eft­ir í fyr­ir­spurn þing­manns­ins.

Ráð­herra hef­ur tvær vik­ur til að svara fyr­ir­spurn­inni.

Þór­hild­ur Sunna Ævars­dótt­ir, þing­mað­ur Pírata, í ræðu­stól Al­þing­is.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.