May vill lengri frest

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - NORDICPHOTOS/AFP – þea

Th­eresa May, for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, mun aft­ur biðja Evr­ópu­sam­band­ið um að út­göngu Breta verði frest­að. Þetta kom fram á BBC í gær en al­gjör patt­staða er á breska þing­inu vegna Brex­it-máls­ins. Samn­ingi May við ESB hef­ur ver­ið hafn­að í þrígang og þing­mönn­um hef­ur tvisvar mistek­ist að sam­ein­ast um aðra nálg­un í mál­inu. „Þetta er af­ar mik­il­vægt augna­blik í sögu þess­ara eyja og við þurf­um að standa vörð sam­an um þjóð­ar­hag,“sagði May í ávarpi í Down­ing-stræti.

For­sæt­is­ráð­herr­ann ætl­ar að auki að ráð­færa sig við Jeremy Cor­byn, leið­toga Verka­manna­flokks­ins, til þess að ná sam­an um áætl­un um fram­tíð­ar­sam­band­ið við ESB. Hún ætl­ast hins veg­ar til þess að hinn þrí­felldi út­göngu­samn­ing­ur verði hluti af ferl­inu.

Bret­ar hafa nú frest til 12. apríl til þess að leggja áætl­un um fram­hald­ið fyr­ir ESB. Sam­band­ið þarf síð­an að sam­þykkja þá áætl­un. Ef það sam­þykki fæst ekki, eða eng­in áætl­un er lögð fram, fara Bret­ar úr ESB án samn­ings á þess­um sama degi. Mik­ill meiri­hluti þing­manna, sem og rík­is­stjórn­in, vill alls ekki að svo fari.

May fer nú fram á að Bret­ar fái lengri frest. Hann má þó ekki vera lengri en til 22. maí. Það er vegna þess að ef út­gang­an frest­ast svo lengi þurfa Bret­ar að taka þátt í kosn­ing­um til Evr­ópu­þings­ins.

Þetta er af­ar mik­il­vægt augna­blik í sögu þess­ara eyja og við þurf­um að standa vörð sam­an um þjóð­ar­hag.

Th­eresa May, for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands

Th­eresa May, for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.