Op­in­ber fram­lög til sjálf­stæðra lista­skóla

Fréttablaðið - - SKOÐUN - Ás­laug Thorlacius

Þeg­ar skóla­mál eru til um­ræðu er gjarn­an tal­að um mik­il­vægi fjöl­breytni og hlut­verk skap­andi greina og list­náms fyr­ir fram­tíð sem eng­inn veit hvað ber í skauti sér. Í því sam­hengi skipt­ir miklu að rík­ið hlúi ekki ein­göngu að op­in­ber­um skól­um held­ur jafn­framt að sjálf­stæð­um skól­um sem oft eru vett­vang­ur sköp­un­ar í skóla­starfi.

Mánu­dag­inn 4. mars fór á Al­þingi fram stutt um­ræða um op­in­ber­an stuðn­ing við einka­rekna lista­skóla í fram­haldi af fyr­ir­spurn Guð­mund­ar Andra Thors­son­ar al­þing­is­manns til Lilju Alfreðs­dótt­ur mennta­mála­ráð­herra. Fyr­ir­spurn­in fjall­aði um list­nám á fram­halds- og há­skóla­stigi en spurt var a) hvort ráð­herra þyki sann­gjarnt að nem­end­ur þess­ara skóla greiði marg­föld skóla­gjöld á við nem­end­ur annarra skóla, b) hvort hús­næð­is­kostn­að­ur sé tek­inn inn í þjón­ustu­samn­inga við lista­skól­ana, c) hvort gert sé ráð fyr­ir samn­ings­bundn­um launa­hækk­un­um kenn­ur­um til handa í samn­ing­um rík­is­ins við þessa skóla, d) hvort hæst­virt­ur ráð­herra hafi áform um að end­ur­skoða þessa samn­inga í ljósi erfiðr­ar stöðu margra þess­ara skóla. Hægt er að hlusta á um­ræð­urn­ar á vef Al­þing­is.

Ráð­herra lýsti ýms­um breyt­ing­um sem lög um op­in­ber fjár­mál höfðu í för með sér. Hún harm­aði að skól­ar byggju við óvissu en sagði að á með­an ráðu­neyt­ið væri að full­gera nýtt fyr­ir­komu­lag við samn­inga væru eldri þjón­ustu­samn­ing­ar fram­lengd­ir með ár­leg­um við­auka­samn­ing­um. Mað­ur

skyldi ætla að þeg­ar samn­ing­ur er fram­lengd­ur sé þess gætt að upp­hæð­ir fylgi verð­lagi en sú er ekki alltaf raun­in. Mynd­lista­skól­inn í Reykjavík fær í grunn­inn greitt sam­kvæmt samn­ingi sem tók gildi 1. janú­ar 2015. Þar er kveð­ið á um að fram­lög vegna nem­enda á list­náms­braut til stúd­ents­prófs fylgi verð­lags­breyt­ing­um en að aðr­ir þætt­ir skóla­starfs­ins haldi óbreyttri krónu­tölu út samn­ings­tím­ann (sem reynd­ar er nokk­urn veg­inn sama krónu­tala á nem­anda og 2008). Í við­auka 2017 bætt­ist við fram­lag vegna náms sem áð­ur var fjár­magn­að gegn­um Tækni­skól­ann. Síð­an þá hef­ur sú tala stað­ið í stað.

Um skóla­gjöld sagði ráð­herra að nem­end­ur einka­skóla með við­ur­kenn­ingu nytu allra sömu rétt­inda og nem­end­ur við op­in­bera skóla. Það væri ákvörð­un einka­skóla hvort og hve há skóla­gjöld þeir legðu á nem­end­ur. Þing­mað­ur­inn Bryn­dís Har­alds­dótt­ir setti að von­um spurn­ing­ar­merki við að skól­ar hafi heim­ild til að inn­heimta skóla­gjöld að vild of­an á fram­lög frá ríki. Ég myndi spyrja hins sama ef ég þekkti ekki til.

Þótt all­ir nem­end­ur njóti sömu rétt­inda (sem varða ann­að en fjár­mál) sitja einka­skól­ar síð­ur en svo við sama borð og rík­is­skól­ar og fá ekki all­ir full fram­lög með sín­um nem­end­um, jafn­vel þótt þeir hafi við­ur­kenn­ingu ráðu­neyt­is­ins. Með jafn­rétti í huga má hins veg­ar velta þeirri stað­reynd fyr­ir sér að fram­lög vegna 30% nem­enda Mynd­lista­skól­ans hækka með verð­lagi en fram­lög vegna 70% lækka í takt við verð­bólgu.

Fram kom að ráðu­neyt­ið líti til fjöl­breyttra þátta við gerð þjón­ustu­samn­ings við við­ur­kennd­an einka­skóla, s. s. hvernig náms­lok nýt­ist í áfram­hald­andi námi og störf­um. Ég spyr mig hve vel ráðu­neyt­ið fylg­ist með þess­um þátt­um, alla­vega nýt­ur Mynd­lista­skól­inn þess ekki í fram­lög­um hve vel nem­end­um geng­ur að kom­ast í áfram­hald­andi nám. Yfirgnæf­andi meiri­hluti nem­enda sem sótt hafa um fram­halds­nám í mynd­list eða hönn­un að loknu for­námi við skól­ann hef­ur feng­ið inn­göngu í óska­nám við óska­skóla. Þrátt fyr­ir það greið­ir ráðu­neyt­ið nokk­urn veg­inn sömu krónu­tölu með nem­anda í for­námi í dag og fyr­ir 11 ár­um.

Ekki kom fram hvort gert sé ráð fyr­ir samn­ings­bundn­um launa­hækk­un­um til kenn­ara í þjón­ustu­samn­ing­un­um en því hefði ver­ið fljótsvar­að neit­andi. Mynd­lista­skól­inn hef­ur alla­vega eng­ar hækk­an­ir feng­ið vegna launa þótt kenn­ar­ar hafi feng­ið tals­verð­ar kjara­bæt­ur frá ár­inu 2015. Ekki var held­ur fjall­að um hús­næð­is­kostn­að­inn en það seg­ir sig sjálft að sú upp­hæð væri hvort eð er löngu úr­elt.

Er nema von að sjálf­stæð­ir skól­ar inn­heimti skóla­gjöld?

Þótt all­ir nem­end­ur njóti sömu rétt­inda (sem varða ann­að en fjár­mál) sitja einka­skól­ar síð­ur en svo við sama borð og rík­is­skól­ar og fá ekki all­ir full fram­lög með sín­um nem­end­um, jafn­vel þótt þeir hafi við­ur­kenn­ingu ráðu­neyt­is­ins. Með jafn­rétti í huga má hins veg­ar velta þeirri stað­reynd fyr­ir sér að fram­lög vegna 30% nem­enda Mynd­lista­skól­ans hækka með verð­lagi en fram­lög vegna 70% lækka í takt við verð­bólgu.

skóla­stjóri Mynd­lista­skól­ans í Reykjavík og formað­ur Sam­taka sjálf­stæðra lista­skóla

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.