Jón­as og Sig­ur­björn fjár­festa í Central Pay

Fréttablaðið - - MARKAÐURINN - – tfh

Fjár­festa­hóp­ur und­ir for­ystu Jónas­ar Hag­an Guð­munds­son­ar, eins eig­anda fjár­fest­inga­fé­lags­ins Vörðu Capital, og Sig­ur­björns Þorkels­son­ar, stjórn­ar­for­manns Fossa mark­aða, hef­ur fjár­fest í greiðslu­þjón­ustu sem þjón­ust­ar ís­lensk fyr­ir­tæki sem selja til kín­verskra ferða­manna.

Greiðslu­þjón­ust­an Central Pay býð­ur ís­lensk­um fyr­ir­tækj­um greiðslu­lausn­ir fyr­ir Alipay og WeChat Pay á Íslandi en um er að ræða tvær af stærstu sta­f­rænu greiðslu­lausn­um á kín­versk­um mark­aði. Einnig að­stoð­ar það fyr­ir­tæki við mark­aðs­setn­ingu í Kína. Fjár­festa­hóp­ur­inn skoð­ar nú tæki­færi til frek­ari út­víkk­un­ar á starf­sem­inni, með­al ann­ars út fyr­ir land­stein­ana.

Sam­kvæmt heim­ild­um Mark­að­ar­ins kom fjár­festa­hóp­ur­inn inn í fé­lag­ið í nóv­em­ber 2018 með hluta­fjáraukn­ingu upp á um 90 millj­ón­ir króna og eign­að­ist rúm­lega 60 pró­senta hlut. Um það leyti tók Sig­urð­ur Nor­dal, fyrr­ver­andi rit­stjóri

Við­skiptaMogg­ans, við sem starf­andi stjórn­ar­formað­ur fé­lags­ins og Stefán Þór Stef­áns­son var ráð­inn fram­kvæmda­stjóri en hann hef­ur stjórn­endareynslu í hug­bún­að­ar­gerð af­greiðslu­kerfa hjá Cent­ara og LS Retail. Ann­ar stofn­andi Central Pay var keypt­ur út í mars og ligg­ur nú eign­ar­hlut­ur fjár­festa­hóps­ins á bil­inu 70 til 80 pró­sent.

Jón­as Hag­an er sem áð­ur seg­ir á með­al eig­anda Varða Capital. Fé­lag­ið kem­ur með­al ann­ars að fjár­mögn­un lúx­us­hót­els­ins við Hörpu, er að­aleig­andi Nespresso á Íslandi og hlut­hafi í Korta­þjón­ust­unni. Sig­ur­björn Þorkels­son er einn af að­aleig­end­um Fossa mark­aða í gegn­um fé­lag­ið Foss­ar Mar­kets Hold­ing.

Sig­ur­björn Þorkels­son.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.