Kaupþing að selja um tíu pró­senta hlut í Ari­on

Fréttablaðið - - MARKAÐURINN - – hae

Kaupþing, stærsti hlut­hafi Ari­on banka með um þriðj­ungs­hlut, hef­ur ákveð­ið að selja að lág­marki um tíu pró­senta hlut í bank­an­um. Mið­að við nú­ver­andi hluta­bréfa­verð Ari­on banka er sá hlut­ur met­inn á rúm­lega 15 millj­arða króna.

Sölu­ferl­ið hófst eft­ir lok­un mark­aða í gær með svo­nefndu til­boðs­fyr­ir­komu­lagi (e. accelera­ted book­build of­fer­ing) þar sem hlut­irn­ir, sam­tals 200 millj­ón­ir að nafn­verði, voru boðn­ir fjár­fest­um til sölu í gegn­um fjár­fest­ing­ar­banka og verð­bréfa­fyr­ir­tæki á verði sem er ná­lægt því sem bréf­in eru að ganga kaup­um og söl­um á á mark­aði.

Sam­kvæmt heim­ild­um Mark­að­ar­ins var pant­ana­bók­in orð­in full fljót­lega eft­ir að sölu­ferl­ið hófst form­lega eft­ir lok­un mark­aða í gær. Kaupþing held­ur því opnu að selja allt að 15 pró­senta hlut en það mun hins veg­ar ráð­ast af verði og eft­ir­spurn fjár­festa. Gert er ráð fyr­ir að til­kynnt verði um nið­ur­stöðu út­boðs­ins fyr­ir opn­un mark­aða í dag, mið­viku­dag.

Banda­ríski fjár­fest­ing­ar­bank­inn Citi, sænska verð­bréfa­fyr­ir­tæk­ið

Car­negie og Foss­ar mark­að­ir eru ráð­gjaf­ar Kaupþings við söl­una.

Auk Kaupþings eru stærstu hlut­haf­ar Ari­on banka vog­un­ar­sjóð­irn­ir Taconic Capital, sem er skil­greind­ur sem tengd­ur að­ili við Kaupþing, með 9,99 pró­senta hlut, Attestor Capital, sem á 7,15 pró­senta hlut, og Och-Ziff Capital með tæp­lega 6,6 pró­senta hlut. Sjóð­irn­ir þrír, ásamt fjár­fest­ing­ar­bank­an­um Goldm­an Sachs, komu fyrst inn í hlut­hafa­hóp bank­ans þeg­ar þeir keyptu um 30 pró­senta hlut af Kaupþingi vor­ið 2017.

Hluta­bréfa­verð Ari­on banka, sem stend­ur nú í 76,7 krón­um á hlut, hef­ur hækk­að um tæp­lega níu pró­sent frá ára­mót­um. Bank­inn var skráð­ur á hluta­bréfa­mark­að á Íslandi og í Sví­þjóð í júní í fyrra.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.