1939 Ga­mes fær fjár­mögn­un

Fréttablaðið - - MARKAÐURINN - – hvj

Tölvu­leikja­fyr­ir­tæk­ið 1939 Ga­mes hef­ur safn­að 3,6 millj­ón­um doll­ara, rúm­lega 440 millj­ón­um króna, í fjár­mögn­un. Fjár­mun­irn­ir verða nýtt­ir til að ljúka við gerð tölvu­leiks­ins Kards í ár, en hægt verð­ur að spila hann í PC- og Mac-tölv­um og í snjallsím­um. Kards ger­ist í seinni heims­styrj­öld­inni og bygg­ir á því að safna sta­f­ræn­um spil­um.

Fjár­mun­irn­ir koma frá einka­fjár­fest­um eins og Crow­berry Capital, Tencent, Sisu Game Vent­ur­es og hinu op­in­bera til dæm­is í formi rík­is­styrkja. Þetta kem­ur fram í frétt Vent­ure Beat.

1939 Ga­mes var stofn­að af fyrr­ver­andi stjórn­end­um CCP Ga­mes, fram­leið­anda EVE On­line. Ív­ar Kristjáns­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri CCP Ga­mes, stýr­ir fyr­ir­tæk­inu. Starfs­menn eru níu.

Leikn­um hef­ur ver­ið lýst sem hálf­gerðu borð­spili á net­inu. Höf­uð­áhersla er lögð á að keppa við leik­menn í gegn­um net­ið en einnig verð­ur hægt að keppa við tölv­una.

Ív­ar Kristjáns­son

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.