Lækk­un skatta er skýr­asta tæki­fær­ið

Fréttablaðið - - MARKAÐURINN -

Kristrún Tinna Gunn­ars­dótt­ir

Nám:

Ma­sters­gráð­ur í hag­fræði og al­þjóða­stjórn­un frá Stockholm School of Economics. B.Sc. í hag­fræði frá Há­skóla Ís­lands. Lög­gilt­ur verð­bréfamiðl­ari.

Störf:

For­stöðu­mað­ur stefnu­mót­andi verk­efna hjá Ís­lands­banka frá apríl 2019. Ráð­gjafi hjá al­þjóð­lega ráð­gjaf­ar­fyr­ir­tæk­inu Oli­ver Wym­an (2011-2019 með árs­hléi á með­an ég starf­aði hjá Ber­in­ger Fin­ance í Stokk­hólmi). Sér­fræð­ing­ur í grein­ing­ar­deild Lands­bank­ans 2007-2009.

Fjöl­skyldu­hag­ir: Í sam­búð með Georg Lúð­víks­syni, for­stjóra Meniga.

Kristrún Tinna Gunn­ars­dótt­ir, sem sat í verk­efna­hóp Fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins sem vann Hvít­bók um fram­tíð­ar­sýn fyr­ir fjár­mála­kerf­ið, var ný­lega ráð­in for­stöðu­mað­ur á skrif­stofu banka­stjóra Ís­lands­banka. Kristrún seg­ir lækk­un sér­tækra skatta á fjár­mála­fyr­ir­tæki skýr­asta tæki­færi stjórn­valda til að draga úr vaxtamun og bæta kjör.

Hver verða helstu verk­efn­in í nýja starf­inu?

Að vinna þvert á deild­ir bank­ans að inn­leið­ingu á stefnu bank­ans og fram­kvæmd lyk­il­verk­efna. Á manna­máli þýð­ir þetta að mín markmið eru ann­ars veg­ar að tryggja að Ís­lands­banki verði áfram #1 í þjón­ustu og hins veg­ar að auka skil­virkni í rekstri bank­ans. Hvernig er morg­un­rútín­an þín? Á virk­um dög­um er nú eig­in­lega eng­in rútína – sér­stak­lega und­an­far­ið þar sem ég hef ver­ið á miklu f lakki milli landa og í ýms­um verk­efn­um. Um helg­ar inni­held­ur morg­un­rútín­an hins veg­ar nær alltaf sæl­kerakaffi og croiss­ant, hlaup út á Seltjarna­nes eða Gr­anda og lest­ur á tíma­rit­inu Econom­ist og/ eða góðri bók.

Hver eru þín helstu áhuga­mál? Sam­vera með fjöl­skyldu og vin­um, ferða­lög og hlaup. Næsta æv­in­týra­ferð verð­ur til Ír­ans og Jórdan­íu um pásk­ana sem ég er mjög spennt fyr­ir. Ég hef líka mjög

mik­inn áhuga á hvernig hægt er að bæta heim­inn til dæm­is með eig­in við­horfi, sam­fé­lags­legri ábyrgð fyr­ir­tækja og skil­virkni í þró­un­ar­starfi.

Hvaða bók ertu að lesa eða last síð­ast?

Á nátt­borð­inu er ég með Bal­anc­ing Green eft­ir Yossi Sheffi, pró­fess­or við MIT. Bók­in fjall­ar um hvernig má sam­þætta góð­an og skil­virk­an fyr­ir­tækja­rekst­ur og um leið taka til­lit til um­hverf­is­sjón­ar­miða.

Hvers kon­ar stjórn­un­ar­hætti hef­urðu til­eink­að þér og hvers vegna?

Sem ráð­gjafi hjá er­lenda ráð­gjaf­ar­fyr­ir­tæk­inu Oli­ver Wym­an hef ég unn­ið verk­efni víða um heim, allt frá Norð­ur­lönd­un­um til Mið-Aust­ur­landa, Banda­ríkj­anna, Afríku og svo hef ég unn­ið sjálf að ör­lána­verk­efni með heima­mönn­um á Indlandi. Allt þetta flakk og fjöl­breytni í verk­efn­um hef­ur kennt mér ótrú­lega margt um mik­il­vægi þess að eiga góð sam­skipti og sýna að­lög­un­ar­hæfni til þess að vinna vel með alls kon­ar fólki. Ég hef mik­inn áhuga á öllu sem snýr að já­kvæðri sál­fræði og því hvernig er hægt að há­marka starfs­ánægju og þar með ár­ang­ur.

Hverj­ar eru helstu áskor­an­irn­ar sem fjár­mála­kerf­ið stend­ur frammi fyr­ir?

Fjár­mála­þjón­usta er að breyt­ast hratt með til­komu nýrr­ar tækni og auk­ins reglu­verks auk þess sem vænt­ing­ar við­skipta­vina í dag eru allt aðr­ar og meiri en fyr­ir bara nokkr­um ár­um. Á sama tíma standa bank­arn­ir frammi fyr­ir því að vera keppa við ým­iss kon­ar sér­hæfð fjár­tæknifyr­ir­tæki auk þess sem risa­tæknifyr­ir­tæki á borð við Apple, Google, Amazon og Ali­baba eru far­in að bjóða upp á ýms­ar fjár­mála­lausn­ir í sam­keppni við bank­ana.

Hvað geta stjórn­völd gert til að liðka fyr­ir já­kvæð­um breyt­ing­um á fjár­mála­kerf­inu?

Fjöl­margt – eins og fram kom í Hvít­bók um fram­tíð fjár­mála­kerf­is­ins sem ég tók þátt í að skrifa í haust. Ég er mik­ill tals­mað­ur þess að það sé öll­um í hag að rík­ið dragi úr víð­tæku eign­ar­haldi á ís­lensku bönk­un­um og beiti sér með sér­tæk­ari hætti við að leysa mark­aðs­bresti á fjár­mála­mark­aði. Lækk­un sér­tækra skatta á fjár­mála­fyr­ir­tæki er skýr­asta tæki­færi stjórn­valda til að draga úr vaxtamun og bæta kjör­in. Á sama tíma er gríð­ar­lega mik­il­vægt að stuðla að virkri sam­keppni en þar gegna bæði fjár­mála­læsi og neyt­enda­vernd stóru hlut­verki.

Hver eru tæki­fær­in í fjár­mála­kerf­inu og hvað felst í þeim?

Fjár­mála­kerf­ið er gríð­ar­lega mik­il­væg­ur drif­kraft­ur í hag­kerf­inu í heild sinni enda er þar ákvarð­að hvaða fjár­fest­ing­ar­verk­efni eru fjár­mögn­uð með þeim sparn­aði sem bank­arn­ir geyma fyr­ir fjár­magnseig­end­ur. Það er þjóð­hags­lega mik­il­vægt að tryggja skil­virkni í banka­kerf­inu og tryggja að sparn­að­ur flæði þang­að sem góð, hag­kvæm og fjöl­breytt verk eru unn­in. Það eru mik­il tæki­færi til þess að ein­falda og nýta tækn­ina bet­ur og ég hlakka til að leggja mitt af mörk­um til að nýta þessi spenn­andi tæki­færi á sem best­an hátt.

FRÉTTA­BLAЭIÐ/STEFÁN

Kristrún Tinna Gunn­ars­dótt­ir seg­ir að það sé öll­um til hags­bóta að rík­ið dragi úr víð­tæku eign­ar­haldi á ís­lensk­um bönk­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.