Agn­ar Möller fer yf­ir til Júpíters

Fréttablaðið - - MARKAÐURINN - – hae

Agn­ar Tómas Möller, fram­kvæmda­stjóri sjóða hjá GAMMA Capital Mana­gement og ann­ar af stofn­end­um fé­lags­ins, og Guð­mund­ur Björns­son, fram­kvæmda­stjóri rekstr­ar­sviðs og áhættu­stýr­ing­ar hjá GAMMA, munu taka til starfa hjá sjóð­a­stýr­ing­ar­fyr­ir­tæk­inu Júpíter, dótt­ur­fé­lagi Kviku banka.

Agn­ar tek­ur við sem for­stöðu­mað­ur skulda­bréfa og Guð­mund­ur verð­ur rekstr­ar­stjóri Júpíters. Gert er ráð fyr­ir því að þeir taki til starfa hjá fé­lag­inu inn­an fárra vikna, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Mark­að­ar­ins. Þá mun Sverr­ir Berg­steins­son, sem hef­ur ver­ið sjóðs­stjóri hjá GAMMA, einnig færa sig yf­ir til Júpíters. Kvika og hlut­haf­ar GAMMA náðu sem kunn­ugt er sam­komu­lagi um kaup bank­ans á öllu hluta­fé GAMMA í nóv­em­ber í fyrra og gengu kaup­in end­an­lega í gegn í byrj­un mars­mán­að­ar run­ann. eft­ir að Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið sam­þykkti sam-Júpíter hagn­að­ist um 82 millj­ón­ir á síð­asta ári og jókst hagn­að­ur­inn um 23 millj­ón­ir frá fyrra ári. Eign­ir í stýr­ingu fé­lags­ins námu um 103 millj­örð­um í árs­lok 2018 og juk­ust um 33 millj­arða milli ára.

Agn­ar Tómas Möller.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.