Fast land

Fréttablaðið - - MARKAÐURINN -

Óviss­an í hag­kerf­inu er nú veru­lega minni en hún var fyr­ir réttri viku.

Hvað fall WOW air varð­ar hafði leg­ið fyr­ir í lengri tíma í hvað stefndi. Hin óvissu­breyt­an, kjara­samn­ing­ar, virð­ist sömu­leið­is úr sög­unni. Verk­föll­um hef­ur ver­ið af­lýst og deilu­að­il­ar hafa boð­að að sam­komu­lag sé á næsta leiti. Hrósa verð­ur hlut­að­eig­andi fyr­ir ábyrga af­stöðu og skjót við­brögð í kjöl­far gjald­þrots WOW.

Auð­vit­að hef­ur fall WOW slæm áhrif á þjóð­ar­bú­ið. Fram hjá því verð­ur ekki horft. Mikl­ar gjald­eyris­tekj­ur af ferða­mönn­um hverfa í einni svip­an. Hins veg­ar er stað­reynd­in sú að fall WOW hef­ur í of lang­an tíma lit­að þjóð­fé­lagsum­ræð­una og fryst fólk og fjár­magn.

Nú vit­um við hvar botn­inn er og get­um loks spyrnt við fót­um. Við­brögð á mark­aði benda líka til þess að fall flug­fé­lags­ins hafi fyr­ir löngu ver­ið verð­lagt inn í eigna­verð. Hluta­bréf í Kaup­höll­inni láku, en hrundu ekki, við tíð­ind­in.

Á Íslandi eru um margt ákjós­an­leg­ar ástæð­ur, þótt vita­skuld verði um tíma­bundn­ar þreng­ing­ar hjá mörg­um að ræða. Til að mynda vegna at­vinnu­leys­is og hjá fyr­ir­tækj­um vegna brost­inna for­sendna við áætlana­gerð.

Til langs tíma er­um við hins veg­ar með nán­ast skuld­laus­an rík­is­sjóð og urm­ul af tæki­fær­um. Nú tek­ur líka senni­lega við tíma­bil þar sem krón­an verð­ur í veik­ara lagi með þeim tæki­fær­um sem því fylgja.

Ís­land er um margt ein­stakt land. Strjál­býlt með gnótt land­svæð­is. Hing­að hafa kom­ið ríf­lega tvær millj­ón­ir ferða­manna á ári und­an­far­in ár. Það er ekk­ert í al­þjóð­legu sam­hengi og nær því ekki að vera helm­ing­ur þess fjölda sem heim­sæk­ir Kaup­manna­höfn ár­lega.

Ferða­menn­irn­ir munu skila sér til lengri tíma. En nú er kannski and­rými til að byggja al­menni­leg­ar grunnstoð­ir og búa í hag­inn til góðu ár­anna sem síð­ar koma. Í næsta ferða­manna­æv­in­týri eig­um við nefni­lega að ein­blína á „rétta“ferða­menn en ekki bara gesta­töl­urn­ar ein­ar og sér.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.