Þver­öfugt bragð

Fréttablaðið - - MARKAÐURINN -

Eitt sinn sá Bene­dikt Jó­hann­es­son, þá fjár­mála­ráð­herra, fyr­ir sér að koma mætti í veg fyr­ir skattsvik með einu penn­astriki

– ein­fald­lega út­rýma fimm og tíu þús­und króna seðl­um. Lands­menn litu mál­ið ekki sömu aug­un og ekk­ert varð af pen­inga­brenn­unni. Eft­ir að hafa leg­ið und­ir felldi fædd­ist önn­ur hug­mynd. Nú yrði far­ið í þver­öfuga átt. Í stað út­rým­ing­ar á seðl­um stefn­ir hann á að prenta þá. Og ein­fald­asta leið­in til að gera það með lög­leg­um hætti er að sækja um starf seðla­banka­stjóra, eins og hann gerði á dög­un­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.