Allt ann­að en ágæt­is byrj­un

Fyrr­ver­andi og nú­ver­andi með­lim­ir Sig­ur Rós­ar eru sak­að­ir um að koma sér hjá því að greiða hátt í 300 millj­ón­ir króna í skatta. Bætt við stórri ákæru á hend­ur Jónsa við þing­fest­ingu mál­anna í gær. Lýstu all­ir yf­ir sak­leysi sínu.

Fréttablaðið - - FORSÍÐA - – smj

Fyrr­ver­andi og nú­ver­andi með­lim­ir Sig­ur Rós­ar eru sak­að­ir um að koma sér hjá því að greiða hátt í 300 millj­ón­ir króna í skatta. Stórri ákæru á hend­ur Jónsa var bætt við, við þing­fest­ingu mál­anna í gær. Lýstu all­ir yf­ir sak­leysi sínu. Að þing­fest­ingu lok­inni gengu þeir fylktu liði út um dyr hér­aðs­dóms, féllust í faðma og hurfu loks sam­an nið­ur Aust­ur st ræt ið. Bj­ar t sýn­ir, eft­ir allt ann­að en ágæt is byrj­un.

„Ég er sak­laus,“sögðu fjór­menn­ing­arn­ir kennd­ir við Sig­ur Rós hver á fæt­ur öðr­um þar sem þeir tóku af­stöðu til ákær­anna á hend­ur sér í Hér­aðs­dómi Reykja­vík­ur í gær. Þeir neita all­ir sök, ákærð­ir af hér­aðssak­sókn­ara fyr­ir meiri hátt­ar skatta­laga­brot og gef­ið að sök að hafa kom­ið sér hjá að greiða hátt í 300 millj­ón­ir króna vegna tekna og arð­greiðslna frá fé­lög­um í þeirra eigu.

Snill­ing­ar á sínu sviði, bara ekki fjár­mála­svið­inu eins og þeir hafa sjálf­ir sagt. Við er­um tón­list­ar­menn en ekki sér­fróð­ir í bók­haldi eða al­þjóð­leg­um við­skipt­um. Hvað þá í fram­tals­gerð og skatta­skil­um, hafa þeir sagt. Jón Þór Birg­is­son, Georg Holm, Orri Páll Dýra­son og Kjart­an Sveins­son segj­ast hafa fal­ið fag­mönn­um að höndla með sín mál og því verði hér­aðssak­sókn­ari nú að færa sönn­ur á að fjór­menn­ing­arn­ir hafi sjálf­ir gerst sek­ir um stór­fellda van­rækslu á fram­tals­skyldu sinni.

Þeir mættu all­ir sam­an í hér­aðs­dóm í gær og gengu fylktu liði inn í dómsal. Einn af öðr­um voru þeir kall­að­ir upp til að taka af­stöðu til ákær­unn­ar á hend­ur sér. Fyrst Orri, svo Georg og Kjart­an en hlé var gert áð­ur en Jón Þór, bet­ur þekkt­ur sem Jónsi, gat lýst sinni af­stöðu. Með­ákærði í hans til­felli, end­ur­skoð­and­inn Gunn­ar Þór Ás­geirs­son, var stadd­ur er­lend­is og bíða þurfti eft­ir verj­anda hans.

Sig­ur­rós­ar­menn urðu af­slapp­aðri í dómsal eft­ir því sem á leið. Það var ekki nýtt fyr­ir þeim að tek­ið væri á móti þeim með flass­andi mynda­vél­um. Það sem var nýtt var að það væri fyr­ir dóm­stóli. Á þá born­ar sak­ir sem varða allt að sex ára fang­elsi .

lé­ið varð nokk­uð langt. Í því slakn­aði á fjór­menn­ing­un­um sem spjöll­uðu sam­an, slógu jafn­vel á létta strengi í þrúg­andi þögn dómssal­ar­ins og ræddu úr­slit í enska bolt­an­um og kom­andi verk­efni Li­verpool í Evr­ópu.

Jónsi sat að mestu hljóð­ur all­an tím­ann. Einn fé­laga hans færði hon­um vatns­glas með­an beð­ið var og á ein­um tíma­punkti tók Georg, sessu­naut­ur hans, hug­hreist­andi ut­an um hann og klapp­aði hon­um á bak­ið. Mál­ið virt­ist leggj­ast þungt á söngv­ar­ann.

Eins og fjall­að hef­ur ver­ið um voru það að mestu eign­ir Jónsa sem kyrr­sett­ar voru vegna skatt­a­rann­sókn­ar­inn­ar í fyrra sem varð grunn­ur að ákæru hér­aðssak­sókn­ara nú. Útlit­ið varð brátt svart­ara fyr­ir Jónsa.

Að loknu hléi var upp­lýst að bætt hefði ver­ið við ákæru á hend­ur Jónsa og Gunn­ari Þór. Í henni er hon­um gef­ið að sök sam­kvæmt RÚV að hafa kom­ið sér hjá að greiða 146 millj­ón­ir í tekju­skatt í fé­lag­inu Frakk­ur slf. til við­bót­ar við þær 44 millj­ón­ir sem fyrri ákær­an kvað á um. Jónsi lýsti yf­ir sak­leysi sínu gagn­vart báð­um ákær­um sem sam­ein­að­ar verða í eina. Gunn­ar Þór mun taka af­stöðu til ákær­anna á föstu­dag. Fyr­ir­taka verð­ur 20. maí.

Að lok­inni þing­fest­ingu gáfu fjór­menn­ing­arn­ir ekki kost á við­töl­um. Þeir gengu sem fyrr fylktu liði út um dyr hér­aðs­dóms, féllust í faðma og hurfu loks sam­an nið­ur Aust­ur­stræt­ið. Bjart­sýn­ir, eft­ir allt ann­að en ágæt­is byrj­un.

FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI

Jón Þór Birg­is­son, Georg Holm, Orri Páll Dýra­son og í fjarska glitt­ir í Kjart­an Sveins­son. Nú­ver­andi og fyrr­ver­andi með­lim­ir Sig­ur Rós­ar mættu fyr­ir dóm í gær. Þeir lýstu all­ir yf­ir sak­leysi sínu.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.