Seg­ir af­rétti ónýta og vill banna lausa­göngu búfjár

Fréttablaðið - - NEWS - [email protected]­bla­did.is

Land­græðslu­stjóri seg­ir land hér ónýtt og rof­ið og að lausa­göngu búfjár ætti að taka af með öllu. Ís­lensk­ur jarð­veg­ur los­aði frá sér kol­efni sem væri óá­sætt­an­legt í bar­áttu okk­ar gegn hlýn­un jarð­ar af völd­um gróð­ur­húsaloft­teg­unda.

„Ég er svo sem ekk­ert að segja nein­ar nýj­ar frétt­ir en það hef­ur leg­ið fyr­ir lengi að við eig­um mik­ið af ónýtu og rofnu landi sem grasbít­ar eiga ekki heima á og beit á þannig landi er ósjálf­bær,“seg­ir Árni. „ Stór svæði hér á landi eru ekki hæf til beit­ar og við ætt­um að sjá sóma okk­ar í að banna beit á slíku landi.“

Þetta kom fram í máli hans á fagráð­stefnu um skóg­rækt. Árni nefndi dæmi um að Bárð­dæla­af­rétt­ur og Bisk­upstungna­af­rétt­ur væru í raun óbeit­ar­hæf­ir. Hann vill banna beit á slík­um svæð­um.

„ Það er al­veg rétt að land er á mörg­um stöð­um í fram­för,“seg­ir Árni. „Hins veg­ar er það svo að við ætt­um að banna lausa­göngu búfjár hér á landi því eig­andi búfjár verð­ur að bera ábyrgð á því fé sem hann á.“

Á tím­um lofts­lags­breyt­inga væri mik­il­vægt að átta sig á því að það jarðrask sem hef­ur átt sér stað í ald­anna rás er ekki eðli­legt og að land­ið væri svona vegna beit­ar. Mætti sjá gríð­ar­lega fram­för á stór­um svæð­um lands þar sem kind­um hafi fækk­að mik­ið síð­ustu ár.

„Það sem verra er að rof­ið land er að skila frá sér kol­efni. því skipt­ir það miklu máli að við hætt­um að reka fé á óbeit­ar­hæft land,“seg­ir Árni enn­frem­ur og bæt­ir við: „Það sem skipt­ir líka svo miklu máli að land­ið eins og það er núna er ekki nátt­úru­legt. Það að sjá ekki sting­andi strá á stór­um svæð­um er vegna beit­ar í lang­an tíma. Sá gróð­ur og sá jarð­veg­ur sem var áð­ur er fok­inn í burtu.“

Árni Braga­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Nátt­úru­vernd­ar rík­is­ins.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.