Skúli seg­ir auð­velt að vera vit­ur eft­ir á

Fréttablaðið - - NEWS - FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK – aá

„Ég mun þurfa að lifa með þeim ákvörð­un­um sem ég tók alla tíð en það sem mér þyk­ir verst er að hafa brugð­ist öllu því fólki sem stóð með mér og barð­ist fram í rauð­an dauð­ann við að bjarga fé­lag­inu,“seg­ir í yf­ir­lýs­ingu sem Skúli Mo­gensen, stofn­andi og for­stjóri flug­fé­lags­ins WOW air, sendi frá sér í gær. Hann seg­ist ávallt hafa ver­ið sann­færð­ur um að WOW yrði öfl­ugt flug fé­lag. Það sjá­ist einna best í fjár­fest­ing­um hans í fé­lag­inu, upp á fjóra millj­arða frá stofn­un þess. „Núna er ljóst að ég mun fá lít­ið sem ekk­ert af því til baka,“seg­ir Skúli og bæt­ir við að auð­velt sé að vera vit­ur eft­ir á.

Með­al mistaka fé­lags­ins hafi ver­ið að ákveða að fljúga til fjar­læg­ari staða og taka í notk­un 350 sæta Air bus A330 breið­þot­ur. „Þetta var há­leit sýn og markmið sem við höfð­um fulla trú á en þetta reynd­ist því mið­ur óhemju dýrt og flók­ið verk­efni og við van­mát­um hversu al­var­leg­ar af leið­ing­ar breið­þot­urn­ar myndu hafa á rekst­ur fé lags­ins, sér stak lega eft­ir að olíu­verð fór að hækka hratt á haust­mán­uð­um 2018.“

Í öðru lagi hafi fé­lag­ið fjar­lægst lággjalda­stefn­una og bætt við við­skiptafar­rými og ann­arri þjón­ustu sem átti ef til vill ekki heima í slíku mód­eli.

Skúli vís­ar til fleiri sam­verk­andi þátta en sem stofn­anda og for­stjóra fé­lags­ins sé ábyrgð­in hans.

„ Ég hef aldrei skor­ast und­an þeirri ábyrgð né reynt að koma sök­inni á aðra.“

Skúli Mo­gensen á loka­metr­um WOW.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.