Við­ræð­ur um kaup tóku ör­fáa daga

Grein­andi tel­ur að það sé lík­lega ekki til­vilj­un að fjár­fest sé í Icelanda­ir Group skömmu eft­ir að WOW air varð gjald­þrota. PAR Capital Mana­gement á í þekkt­um banda­rísk­um flug­fé­lög­um.

Fréttablaðið - - MARKAÐURINN - Helgi­vif­[email protected]­bla­did.is

Við­ræð­ur við banda­ríska fjár­fest­inga­fé­lag­ið PAR Capital Mana­gement um kaup á 11,5 pró­senta hlut í Icelanda­ir Group fyr­ir 5,6 millj­arða króna gengu hratt fyr­ir sig.

„Þetta gerð­ist á ör­fá­um dög­um,“seg­ir Bogi Nils Boga­son, for­stjóri Icelanda­ir Group, og nefn­ir að flug­fé­lag­ið hafi í nokk­ur ár átt í sam­töl­um við starfs­menn fjár­fest­inga­fé­lags­ins án þess að rætt hafi ver­ið um fjár­fest­ing­ar. „Við höf­um ekki mark­visst ver­ið að leita að er­lend­um fjár­fest­um,“seg­ir hann.

Að mati Sveins Þór­ar­ins­son­ar, grein­anda hjá Lands­bank­an­um, er það lík­lega ekki til­vilj­un að PAR Capital Mana­gement skuli fjár­festa eft­ir að WOW air varð gjald­þrota. „Til skamms tíma hef­ur það bætt rekstr­ar­um­hverfi Icelanda­ir Group. Ef ferða­þjón­ust­an á Íslandi held­ur áfram að vaxa munu er­lend flug­fé­lög horfa til þess að fljúga hing­að í meira mæli. Það er hægð­ar­leik­ur fyr­ir burð­ug fé­lög að bæta við flugi nokkr­um sinn­um í viku til Ís­lands,“seg­ir hann.

Á með­al helstu eigna sjóðs­ins eru banda­rísku flug­fé­lög­in United Air­lines, Delta, Sout­hwest Air­lines, JetBlue og bók­un­ar­vef­ur­inn Expedia. Bogi Nils seg­ir að það sé trausts­yf­ir­lýs­ing að reynd­ur fjár­fest­ir í flugrekstri hafi fjár­fest í Icelanda­ir Group og ís­lenskri ferða­þjón­ustu. „Við þurf­um fjöl­breytt­ari flóru fjár­festa á land­inu,“seg­ir hann.

Sveinn seg­ir að kaup­in gætu reynt á stjórn­end­ur Icelanda­ir Group því PAR Capital Mana­gement gæti kall­að eft­ir breyt­ing­um í rekstri fyr­ir­tæk­is­ins. Icelanda­ir Group tap­aði 55,6 millj­ón­um doll­ara af rekstri í fyrra, jafn­virði 6,7 millj­arða króna.

„PAR Capital Mana­gement hlýt­ur að vilja mann í stjórn Icelanda­ir Group eft­ir kaup­in. Ég get ekki ímynd­að mér ann­að en að þeir hafi mynd­að sér skoð­un á hvað þurfi að gera til að koma rekstr­in­um í rétt horf. Stóra spurn­ing­in er að hvað miklu leyti það verð­ur. Sjá þeir tæki­færi í hag­ræð­ingu, sam­setn­ingu flug­véla­flot­ans, frek­ari vöxt eða í að draga sam­an segl­in um stund­ar­sak­ir? Kannski eru þeir bara sátt­ir við sýn og stefnu nú­ver­andi stjórn­enda. Það verð­ur fróð­legt að fylgj­ast með því. Það hef­ur að­eins skort á að hlut­haf­ar hafi skýra fram­tíð­ar­sýn á rekst­ur Icelanda­ir Group. Von­andi breyt­ist það með þess­um kaup­um. Þetta ferli mun taka nokk­urn tíma, það á eft­ir að boða til hlut­hafa­fund­ar og kjósa í stjórn og þá kem­ur í ljós hvort breyt­ing­ar verða,“seg­ir Sveinn.

Bogi Nils seg­ir að ekki hafi ver­ið rætt um hvað þurfi að bæta í rekstri Icelanda­ir Group. „Ég tel að þeir væru ekki að fjár­festa í fyr­ir­tæk­inu ef þeir hefðu ekki trú á því sem við er­um að gera; við­skipta­mód­el­inu, stjórn­enda­hópn­um og svo fram­veg­is.“

PAR Capital Mana­gement mun leggja Icelanda­ir Group til 5,6 millj­arða króna af nýju hluta­fé. Kaup­verð­ið sam­svar­ar með­al­dags­loka­gengi síð­ustu þriggja mán­aða. Icelanda­ir Group mun boða til hlut­hafa­fund­ar sem hald­inn verð­ur 24. apríl.

Bogi Nils seg­ir að það sé ver­ið að styrkja efna­hag Icelanda­ir Group „til að tak­ast á við tæki­fær­in sem eru á borð­inu“. Efna­hag­ur­inn þurfi að vera burð­ug­ur til að mæta óvænt­um áföll­um sem ekki sé hægt að hafa stjórn á.

Á að­al­fundi Icelanda­ir Group í mars kom fram að það komi til greina að Icelanda­ir Group efni ekki til hluta­fjárút­boðs að svo stöddu gangi sal­an á Icelanda­ir Hotels vel og það verði ekki frek­ari breyt­ing­ar á sam­keppn­is­um­hverf­inu. Bogi Nils seg­ir að nú hafi orð­ið veru­leg­ar breyt­ing­ar á sam­keppn­is­um­hverf­inu. „Það er ekki síst þess vegna sem við er­um að fara í hluta­fjáraukn­ingu,“seg­ir hann.

Við höf­um ekki mark­visst ver­ið að leita að er­lend­um fjár­fest­um.

Bogi Nils Boga­son, for­stjóri Icelanda­ir Group

FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR

Sveinn Þór­ar­ins­son grein­andi seg­ir að PAR hljóti að vilja koma manni að í stórn Icelanda­ir.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.