Marg­ir sem hafa un­un af því að vinna leng­ur

Fréttablaðið - - TILVERAN -

„Nú er ég að fara að hætta að vinna, hvað ger­ist þá?“Þetta er spurn­ing sem vakn­ar hjá þeim sem eru við það að kom­ast á elli­líf­eyris­ald­ur. Þór­unn Svein­björns­dótt­ir, formað­ur Lands­sam­bands eldri borg­ara, seg­ir að fólk þurfi að byrja að hugsa út í það snemma hvaða þýð­ingu starfs­lok hafi, í raun ekki seinna en um fimm­tugt.

„Flest stærri fyr­ir­tæki halda starfs­loka­nám­skeið fyr­ir verð­andi eldri borg­ara þar sem kynn­ing­ar fara fram en það er oft orð­ið of seint. Við þurf­um að auka fræðslu um starfs­lok og sér­fræð­ing­ar þurfa að leið­beina fólki þannig að þekk­ing verði meiri um líf­eyr­is­sjóð­ina,“seg­ir Þór­unn, auk þess sé mik­il um­ræða um breyt­ing­ar á eft­ir­launa­aldri.

„Við telj­um eft­ir­launa­ald­ur­inn al­gjör­lega úr­elt­an. Það hef­ur nú þeg­ar fall­ið eitt­hvað af dóm­um er­lend­is um að það sé brot á jafn­ræð­is­regl­unni og ákveð­in mann­rétt­inda­skerð­ing að banna fólki að vinna eft­ir 70 ára ald­ur.“

Fólk á at­vinnu­mark­aði með sér­stöðu hef­ur feng­ið und­an­þágu til at­vinnu­þátt­töku þótt kom­ið sé á eft­ir­launa­ald­ur, svo sem sér­greina­lækn­ar sem eru með stofu. Á al­menn­um vinnu­mark­aði og í sjálf­stæð­um rekstri eru ekki jafn strang­ar regl­ur hvað eft­ir­launa­ald­ur varð­ar en starfi fólk hjá ríki eða borg er við­kom­andi bund­inn við 70 ára ald­urstak­mark­ið.

„Það er ótrú­lega mik­ill fjöldi fólks sem hef­ur un­un af því að vinna leng­ur, ekki endi­lega fullt starf í öll­um til­vik­um en vissu­lega að vera leng­ur úti á vinnu­mark­aði,“seg­ir Þór­unn. „Við vilj­um líka hvetja Ís­lend­inga til að vera dug­legri í að ger­ast sjálf­boða­lið­ar. Við er­um langt á eft­ir öðr­um þjóð­um í þeim mál­um. Í Dan­mörku starfa um 43% eldri borg­ara við sjálf­boða­liða­störf en ég giska á að á Íslandi séu þeir 1015%. Við ætl­um að vekja at­hygli á þessu á næst­unni.“

Við telj­um eft­ir­launa­ald­ur­inn al­gjör­lega úr­elt­an.

Þór­unn Svein­björns­dótt­ir, formað­ur Lands­sam­taka eldri borg­ara

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.