Má hafa hátt og taka pláss

Sunna Guð­laugs­dótt­ir gaf á dög­un­um út sóló­plöt­una Decl­arati­on með eig­in texta­og laga­smíð­um. Í út­gáfupar­tí­inu klædd­ist hún æð­is­gengn­um sam­fest­ingi af út­söluslám H&M.

Fréttablaðið - - KYNNINGARBLAÐ FÓLK - Þór­dís Lilja Gunn­ars­dótt­ir thord­[email protected]­bla­did.is

Þeg­ar ég sýndi bestu vin­konu minni sam­fest­ing­inn sagði hún: „Þetta er ekki sam­fest­ing­ur, Sunna. Þetta er Sunn­fest­ing­ur!“því hann er eins og klæðskerasaumað­ur á mig með sín­um útvíðu skálm­um og erm­um, blóma­munstri og lita­dýrð,“seg­ir Sunna sem er heill­uð af klæðn­aði frá hippa­ár­un­um í kring­um 1970.

„Ég hrífst af lit­um og munstr­um og er sjúk í sam­fest­inga, útvíð­ar bux­ur og loðjakka eins og söng­kon­urn­ar Jan­is Joplin og Jo­an Ba­ez klædd­ust á sjö­unda ára­tugn­um. Ég elska að gramsa á flóa­mörk­uð­um en á erfitt með að fara í búð­ir til þess eins að kaupa mér föt fyr­ir kvöld­ið. Því finna flík­urn­ar mig, en ekki öf­ugt, eins og guli In We­ar-kjóll­inn sem móð­ur­syst­ir mín sá í tísku­versl­un­inni Sölku í Vest­manna­eyj­um og sagði mér að kaupa því hann hefði aug­ljós­lega ver­ið sérsaumað­ur á mig. Mér þyk­ir vænt um þann kjól þótt ég hafi ekki ætl­að að kaupa neitt þeg­ar ég söng þar í brúð­kaupi í fyrra­sum­ar, en föt­in koma alltaf til mín þeg­ar ég á síst pen­inga til að kaupa þau,“seg­ir Sunna og hlær. Hún spá­ir mik­ið í tísku.

„Föt segja mik­ið um mann­inn. Munstr­in og litagleð­in láta uppi að ég sé skap­andi og hug­mynda­rík, op­in fyr­ir líf­inu og mögu­leik­um þess, og með djörf­ung og þor til að gera hlut­ina öðru­vísi,“seg­ir Sunna sem gjarn­an brýt­ur upp sæt blóma­áhrif­in með galla­bux­um og her­mannak­loss­um eða mótor­hjóla­stíg­vél­um en hún er mótor­hjóla­kona sem nýt­ur þess í botn að geta skot­ist frjáls á hjóli sínu milli landa frá heima­hög­un­um í Árós­um.

„Ég er lít­ið fyr­ir fylgi­hluti og skart en á eina tösku sem ég nota næst­um aldrei því mér finnst best að vera með allt í vös­un­um og mamma skamm­aði mig oft fyr­ir að vera með vas­ann fram­an á anórakkn­um mín­um full­an af drasli eins og stóra bumbu,“seg­ir Sunna og skell­ir upp úr af minn­ing­unni.

Hafði ekk­ert plan B

Sem lít­il hnáta var Sunna harð­ákveð­in í að verða söng­kona.

„Mér líð­ur best þeg­ar ég stend á sviði og syng. Ég get ekki ímynd­að mér skemmti­legra líf en að vakna á hverj­um degi til þess eins að spila og syngja. Ég er loks að upp­lifa draum­inn en þurfti í mikla sjálfs­skoð­un til að sjá hann ræt­ast því á unglings­ár­un­um fór ég að ef­ast um sjálfa mig og sann­færð­ist um að ég vildi ekki vera í tónlist. Eft­ir alls kyns nám og vinnu, sem ég flosn­aði upp úr jafnóð­um, gekkst ég loks við því að ég vildi ekk­ert frem­ur en að gera tónlist að ævi­starf­inu,“seg­ir Sunna sem í haust hef­ur nám við ryþmíska deild tón­list­ar­há­skól­ans Royal Aca­demy of Music í Árós­um.

„Söng­ur­inn verð­ur mitt að­al­hljóð­færi í nám­inu. Mig lang­ar að verða betri tón­list­ar­mað­ur að öllu leyti, ná betri tök­um á tón­fræði og hljóm­fræði til að hafa minna fyr­ir því að koma hlut­un­um frá mér,“seg­ir Sunna full til­hlökk­un­ar að hefja nám­ið.

„Danski mark­að­ur­inn er miklu stærri en sá ís­lenski og hér þekki ég eng­an í brans­an­um. Því er mik­il vinna að koma sér á fram­færi en í skól­an­um læri ég líka tón­smíð­ar og tón­list­ar­kennslu. Ég hef því mörg verk­færi í hönd­un­um eft­ir nám­ið og mik­ill létt­ir að kom­ast inn. Ég var ekki með neitt plan B.“

Yrk­ir frá hjart­anu

Plat­an Decl­arati­on er per­sónu­leg og frá innstu hjartarót­um Sunnu.

„Í lag­inu Sister yrki ég til litlu syst­ur minn­ar en líka allra systra og kvenna um mál­efni sem skipt­ir mig miklu máli. Sam­fé­lag­ið ól mig upp við að vera pen dama og hef ég þurft að taka nokkra slagi til að rífa mig upp úr því og skilja að ég megi al­veg hafa hátt og taka pláss. Lag­ið er spila­dós­ar­lag eða vöggu­vísa sem ætti að vera sung­in fyr­ir all­ar stúlk­ur á kvöld­in, þeim til hvatn­ing­ar um að þær megi gera hvað sem þær vilja,“út­skýr­ir Sunna sem skil­grein­ir tónlist sína sem þjóðlaga­skot­ið popp.

„Ég yrki um það sem hef­ur per­sónu­lega áhrif á mig. Hug­ur minn stefndi til blaða­mennsku, stjórn­mála­fræði eða tón­list­ar og ég er með­vit­uð um að nota tónlist til að vekja at­hygli á femín­isma og þjóð­fé­lags­mál­um. Ég yrki því um mitt líf og annarra, eins og í lag­inu Watch the Wa­ter sem vís­ar í flótta­manna­vand­ann og hvernig ræt­ist úr lífi manns eft­ir því hvor­um meg­in hafs­ins mað­ur fæð­ist,“seg­ir Sunna sem fær mik­il við­brögð frá fólki sem sér sig sjálft í textum henn­ar. „Það er mesta hrós­ið, finnst mér; að fólk tengi við lög­in mín,“seg­ir Sunna.

Ann­að lag, Hold me loose, til­eink­ar hún kær­ast­an­um sín­um, Heimi Gústafs­syni.

„Það er um að treysta öðr­um fyr­ir hjarta sínu og sjálf­um sér. Tón­list­ar­sköp­un er eins og þerapía. Ég nota tónlist til að veita til­finn­ing­um út­rás og finnst hjálpa að koma þeim á blað.“

Fann ást­ina á ver­tíð í Eyj­um

Sunna flutt­ist þrett­án ára til Dan­merk­ur með for­eldr­um sín­um og lauk þar mennta­skóla.

„Eft­ir stúd­ents­próf vildi ég koma heim í eitt ár og réð mig á ver­tíð í Eyj­um þar sem ég kynnt­ist Vest­manna­ey­ingn­um Heimi sem nú er kærast­inn minn. Hann er þrjósk­ur en eft­ir fimm ár tókst mér að fá hann til að flytja með mér út og nú höf­um við keypt okk­ur hús í sveit­inni ut­an við Árósa,“seg­ir Sunna sem kann vel við Dani og Dana­veldi.

„Dan­mörk er að öllu leyti mild­ari en Ís­land; veðr­ið, lífs­stíll­inn og hug­ar­far­ið gagn­vart vinnu og vinnu­tíma. Ég fíla það ótrú­lega vel. Hér lif­ir fólk ekki fyr­ir vinn­una held­ur vinn­ur það til að lifa og lifa lífi sínu lif­andi ut­an vinnu sinn­ar,“seg­ir Sunna sem þó sakn­ar fjöl­skyldu og vina heima á Íslandi.

„Ég sakna líka útisund­laug­anna og fjall­anna því mér finnst gam­an að ganga á fjöll. Í stað þess fer ég á strönd­ina og stunda sjó­sund á vet­urna.“

Sunna er úr söng­elskri fjöl­skyldu og þessa dag­ana eru þau þrjú að gefa út plöt­ur.

„Pabbi er pönk­ari í hljóm­sveit­inni Nýríka Nonna sem gef­ur út plötu á næst­unni og bróð­ir minn, Hug­inn, er í hipp­hopp-sen­unni og var að gefa út sína aðra plötu með Herra Hnetu­smjöri á dög­un­um,“upp­lýs­ir Sunna stolt af sín­um nán­ustu á tón­list­ar­svið­inu.

„Ég von­ast til að geta sung­ið nýju lög­in heima en það er ekki enn plan­að. Hver veit nema við systkin­in troð­um upp einn dag­inn þeg­ar sól­in skín en við Hug­inn höf­um rætt um að syngja sam­an, þótt text­arn­ir hans séu ekki beint fyr­ir stóru syst­ur að syngja. Hann yrði þá með sitt hipp­hopp, ég með þjóðlaga­popp­ið og pabbi gæti pönk­ast með.“

Hægt er að hlusta á ein­stak­ar laga­smíð­ar og íðilfagra rödd Sunnu á plöt­unni Decl­arati­on á Spotify og Apple Music og nálg­ast hana á cd og vínyl á sunnam­usic. com.

MYND/INGE LYNGGAARD HANSEN

Sunna er nátt­úru­barn sem nýt­ur lífs­ins í sveit­inni nær Árós­um í Dan­mörku. Hún hrífst af hippa­tíma­bil­inu þeg­ar kem­ur að tísku.

Sam­fest­ing­ur? Nei, sann­kall­að­ur Sunn­fest­ing­ur af út­söluslám H&M.

MYNDIR/ HEIMIR GÚSTAFSSON

Guli kjóll­inn frá In We­ar hróp­aði á Sunnu í gegn­um móð­ur­syst­ur henn­ar sem sá hann eins og klæðskerasnið­inn á Sunnu í tísku­búð­inni Sölku í Vest­manna­eyj­um.

Sunna með bróð­ur sín­um, Hug­in, og föð­ur þeirra, Guð­laugi Hjalta­syni.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.