Fata­hönn­uð­ur­inn Marta Heið­ars­dótt­ir og Feld­ur verk­stæði sýndu safn gam­alla pelsa á Hönn­un­ar­M­ars um síð­ustu helgi sem all­ir höfðu feng­ið nýtt og skemmti­legt hlut­verk.

Fata­hönn­uð­ur­inn Marta Heið­ars­dótt­ir og Feld­ur verk­stæði sýndu safn gam­alla pelsa á Hönn­un­ar­M­ars um síð­ustu helgi sem all­ir höfðu feng­ið nýtt og skemmti­legt hlut­verk.

Fréttablaðið - - KYNNINGARBLAÐ FÓLK - St­[email protected]­bla­did.is St­arri Freyr Jóns­son

Sýn­ing­in End­ur­koma var einn fjöl­margra skemmti­legra við­burða á Hönn­un­ar­M­ars, sem lauk í Reykja­vík síð­asta sunnu­dag. Um var að ræða sam­starfs­verk­efni Felds verk­stæð­is og fata­hönnuð­ar­ins Mörtu Heið­ars­dótt­ur, þar sem sýnt var safn gam­alla pelsa sem hafði fylgt fjöl­skyld­unni til margra ára en nú feng­ið breytt út­lit. „For­eldr­ar mín­ir reka Feld verk­stæði og þar hef ég starf­að frá því ég út­skrif­að­ist úr fata­hönn­un frá Design School Kold­ing í Dan­mörku ár­ið 2016. Við höf­um breytt flík­um á verk­stæð­inu í mörg ár en al­gengt er að kon­ur komi hing­að með gamla erfða­gripi sem þær vilja laga eða breyta. Sjálf fann ég pelsa frá for­eldr­um mín­um fyr­ir nokkru síð­an sem ég breytti og bjó til eins kon­ar upp­skrift­ir að breyt­ing­um. Þannig byrj­aði þetta eig­in­lega hjá mér.“

Sam­hliða starfi sínu hjá Feldi er Marta einnig að vinna að ýms­um verk­efn­um sem oft tengj­ast skinn­um. „Ég var til dæm­is að hanna inni­skó með Val­dísi í @10 design studio. Hún hef­ur ver­ið að vinna með hross­húð­ir og ég með lamba­skinn og þannig urðu til mjúk­ir og loðn­ir inni­skór sem við vor­um með til sýn­is og sölu í versl­un­inni Akkúrat í mið­borg Reykja­vík­ur með­an Hönn­un­ar­M­ars stóð yf­ir.“

Til­finn­inga­leg tengsl

Hún seg­ir marga eig­end­ur pelsa hafa til­finn­inga­leg tengsl við þá og það sé ein af ástæð­um þess að þeim sé nær aldrei hent. „Á sýn­ing­unni gaf ég hverj­um og ein­um pels nafn og til­vitn­un til að gefa þeim sterk­ara til­finn­inga­legt gildi. Ég tók fjóra pelsa sem ég breytti í sex flík­ur og tösk­ur. Hver og einn pels er ein­stak­ur og því þurfti að sjá mögu­leik­ana sem hver og einn pels hafði. Flesta pels­ana stytti ég en að­al­lega af því að þeir voru svo þung­ir og stór­ir, en þá gat ég nýtt neðri hlut­ann í aðra flík. Til að gera pels­ana meira eft­ir mínu höfði bætti ég við bleiku lamba­skinni og göml­um pelsa­töl­um sem eru bún­ar að liggja í skúffu í mörg ár.“

Meiri með­vit­und

Henni finnst fólk al­mennt vera mun með­vit­aðra en áð­ur um nýt­ingu fatn­að­ar. „Það var gam­an að sjá áhuga fólks á sýn­ing­unni enda er þetta mik­ið í um­ræð­unni í dag og marg­ar kon­ur eiga pelsa sem hanga inni í fata­skáp. Það sem mér finnst ein­stakt við pelsa er það hvernig fólk pass­ar upp á flík­ina og vill geyma hana í stað þess að henda henni. Við ætt­um að hugsa um all­ar flík­ur eins og við hugs­um um pels­ana okk­ar, þ.e. vanda val­ið, fara vel með og ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir að fara þá bein­ustu leið á sauma­stofu.“

Fata­hönn­uð­ur­inn Marta Heið­ars­dótt­ir sýndi pelsa á Hönn­un­ar­M­ars sem höfðu feng­ið nýtt líf. Hún út­skrif­að­ist úr fata­hönn­un frá Design School Kold­ing, í Dan­mörku ár­ið 2016.

Í bak­grunni má sjá jakka sem Marta saum­aði úr neðri part­in­um af ann­arri flík. Bleikt lit­að lamba­skinn­ið set­ur svo mjög skemmti­leg­an svip á jakk­ann.

Marta nýtti kraga sem fannst inni á lag­er á verk­stæð­inu. Hún saum­aði kraga og erm­ar fyr­ir jakka sem hægt er að taka af og setja á að vild.

Sýn­ing­in var vel sótt á Hönn­un­ar­M­ars um síð­ustu helgi en hún var hald­in í húsa­kynn­um Felds verk­stæð­is, að Sn­orra­braut 54 í Reykja­vík.

Það var gam­an að skoða gaml­ar flík­ur lifna við á ný.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.