Þeir sem aka raf­bíl vilja al­mennt ekki aft­ur bíl með sprengi­hreyfli

Á raf­bíl eins og I-Pace skila um 90% orku raf­hlöð­unn­ar sér beint til hjól­anna til að knýja bíl­inn áfram. Í bens­ín- og dísil­bíl­um skila sér að­eins á milli 30 og 40 pró­sent ork­unn­ar til hjól­anna.

Fréttablaðið - - BÍLAR - Finn­[email protected]­bla­did.is Finn­ur Thorlacius

Fram­leiðslu­stjóri Jagu­ar, Gi­les Lent­hall, hitti ný­lega bíla­blaða­mann­inn og sjón­varps­þátta­stjórn­and­ann Jonny Smith hjá BBC til að ræða kosti raf­bíla og hvernig best sé að um­gang­ast þessa nýju tækni sem ryð­ur sér sí­fellt meira rúm á hinum al­þjóð­lega bíla­mark­aði þar sem orku­skipt­in í sam­göng­um bera hæst. Þeg­ar Jonny og Gi­les hitt­ust hafði Jonny haft fjór­hjóla­drifna raf­bíl­inn Jagu­ar I-Pace að láni í sól­ar­hring og vildi fræð­ast um það hjá Gi­les hvernig hann gæti nýtt sér kosti bíls­ins til hins ítr­asta með sem hag­kvæm­ust­um hætti. Eft­ir níu mán­aða reynslu af notk­un I-Pace hafði Gi­les ým­is ráð og heil­ræði til að gefa Jonny, ráð sem nýt­ast öll­um sem vilja kynna sér kosti raf­bíla.

Heima­hleðslu­stöð besti kost­ur­inn

Til að byrja með ráð­legg­ur Gi­les raf­bíla­eig­end­um að fá sér heima­hleðslu­stöð til að hlaða bíl­inn í ró­leg­heit­um þeg­ar heim er kom­ið. Hann seg­ir notk­un og um­gengni við heima­hleðslu­stöðv­ar ekki ólíka um­gengni okk­ar við snjallsíma sem við setj­um gjarn­an í hleðslu þeg­ar heim er kom­ið að lokn­um vinnu­degi. Þessi venju­bundna hegð­un er af sama meiði: Að morgni er raf­bíll­inn full­hlað­inn, rétt eins og snjallsím­inn. Kost­ur heima­hleðslu­stöðv­ar­inn­ar um­fram hleðslu við venju­lega heim­il­isinn­stungu er m.a. sá að heima­hleðslu­stöð­in er mun fljót­ari að hlaða bíl­inn og í ljósi dag­legra nota þar sem flest­ir öku­menn fara frem­ur stutt­ar vega­lengd­ir dag hvern eru kost­ir henn­ar ótví­ræð­ir.

Ók 3.000 km fyr­ir 4.000 krón­ur

Þeg­ar Gi­les og fjöl­skylda ráð­gera helg­ar­ferð úr fyr­ir borg­ina skipu­leggja þau ferða­lag­ið með til­liti til þess hvar orku­sölu­stöðv­ar eru á leið­inni og at­huga einnig hvort hægt sé að hlaða bíl­inn á gisti­stöð­un­um. Slík skipu­lagn­ing hef­ur þó sí­fellt minna vægi eft­ir því sem hleðslu­stöðv­um fjölg­ar í Evr­ópu og það er að ger­ast mjög hratt. Gi­les hef­ur ek­ið bíln­um sín­um mik­ið, hann fer m.a. reglu­lega í heim­sókn til for­eldra sinna sem búa í München og aldrei lent í vand­ræð­um. Sömu sögu er að segja af sam­starfs­konu hans sem fór í sum­ar­frí um Evr­ópu sl. sum­ar og ók meira en 3.000 km án nokk­urra vand­ræða í dag­leg­um akstri á alla þá áfanga­staði sem hún hafði ráð­gert. Á ferða­lag­inu eyddi hún ein­ung­is sem svar­ar 25 sterl­ings­pund­um í raf­orku­kaup. Það svar­ar til um fjög­ur þús­und króna.

Góð drægni I-Pace

Upp­gef­ið drægi raf­hlöðu I-Pace er um 470 km sam­kvæmt WLTP staðl­in­um. Fjöl­marg­ir ut­an­að­kom­andi þætt­ir ráða þó rauneyðslu raf­bíla rétt eins og þeg­ar skoð­uð er raun­d­rægni bíla með sprengi­hreyfli. Þar ræð­ur t.d. akst­urslag öku­manns­ins miklu og í til­felli I-Pace, sem er um 400 hest­öfl og inn­an við 5 sek­únd­ur að ná 100 km hraða úr kyrr­stöðu, get­ur það reynst sum­um erfitt að aka bíln­um þannig að ork­an nýt­ist sem best. Gi­les seg­ir að veð­ur­far­ið hafi líka áhrif, eft­ir því sem kald­ara sé stytt­ist dræg­ið. Einnig hef­ur notk­un mis­mun­andi bún­að­ar áhrif á eyðsl­una, svo sem sæt­is- og rúðu­hit­ar­ar, mið­stöð­in og fleira auk þess sem far­ang­urs­magn og far­þega­fjöldi, loft­þrýst­ing­ur í dekkj­um og ann­að hafa líka áhrif rétt eins og í öll­um teg­und­um öku­tækja óháð orku­gjafa. Að teknu til­liti til ytri áhrifa­þátta á drægi raf­bíla seg­ir Gi­les þó að öku­menn Jagu­ar I-Pace geti al­mennt treyst því að kom­ast að um 230 km á hleðsl­unni óháð öku­lagi, hleðslu, veðri og vind­um.

90% ork­unn­ar skila sér til hjól­anna

Einn eðliseig­in­leika raf­bíla er skil­virkni ork­unn­ar. Á raf­bíl eins og I-Pace skila um 90% orku raf­hlöð­unn­ar sér beint til hjól­anna til að knýja bíl­inn áfram. Í til­felli bens­ín- og dísil­bíla skila sér að­eins á milli 30 og 40 pró­sent ork­unn­ar til hjól­anna. Afgang­ur­inn eyð­ist í við­námi vél­ar­hlut­anna, bæði í ein­stök­um mótor­hlut­um en líka í lof­tog ol­íus­íu auk þess sem lausa­gang­ur vél­ar í kyrr­stöðu eyð­ir mik­illi orku. Þessi at­riði eiga ekki við um raf­bíla. Sam­setn­ing raf­bíla lýt­ur allt öðr­um lög­mál­um, slit- og við­náms­flet­ir eru mjög fá­ir og af­köst­in að sama skapi marg­föld á við sprengi­hreyf­il. Gi­les seg­ir reynsl­una af raf­bíl­um al­mennt þá að þeg­ar fólk hafi einu sinni reynt raf­bíl til lengri tíma sé mjög fátítt að hinir sömu vilji skipta aft­ur yf­ir í bíl með sprengi­hreyfli.

Á raf­bíl eins og I-Pace skila um 90% orku raf­hlöð­unn­ar sér beint til hjól­anna til að knýja bíl­inn áfram. Í til­felli bens­ín- og dísil­bíla skila sér að­eins á milli 30 og 40 pró­sent ork­unn­ar til hjól­anna.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.