Hvað? Hvenær? Hvar? Fimmtu­dag­ur

Fréttablaðið - - BÍÓ - [email protected]­bla­did.is Hvað? Jazz í há­deg­inu

4. APRÍL 2019

Hvað? Áföll, geð­heilsa og fé­lags­legt sam­hengi

Hvenær? 12.00-13.00

Hvar? Fyr­ir­lestra­sal­ur Þjóð­minja­safns Ís­lands við Suð­ur­götu Bryn­dís Björk Ás­geirs­dótt­ir dós­ent og Rann­veig S. Sig­ur­vins­dótt­ir lektor flytja fyr­ir­lest­ur í á veg­um Rann­sókna­stofn­un­ar í jafn­rétt­is­fræð­um og Jafn­rétt­is­skóla Há­skóla Sa­mein­uðu þjóð­anna. Hvenær? 12.15-13.00

Hvar? Borg­ar­bóka­safn­ið/Gróf­inni Una Stef syng­ur vel val­in lög eft­ir föð­ur sinn, Stefán S. Stef­áns­son, sem eru í anda söngvaskálda Broadway. Með­leik­ar­ar eru Stefán S. Stef­áns­son, saxó­fónn, Agn­ar Már Magnús­son, pí­anó, og Leif­ur Gunn­ars­son, kontrabassi. All­ir vel­komn­ir! Hvað? Mál­þing um lýð­ræði á Íslandi Hvenær? 15.30.-17.00

Hvar? Há­skóla­torg, stofa HT 105 Brota­lam­ir og um­bæt­ur er yfirskrift mál­þings um stöðu og þró­un lýð­ræð­is á Íslandi í upp­hafi 21. ald­ar. Rýnt er í efn­ið frá sjón­ar­hóli heim­speki, sagn­fræði og stjórn­mála­fræði. Frum­mæl­end­ur eru Guð­mund­ur Hálf­dán­ar­son pró­fess­or, Stef­an­ía Ósk­ars­dótt­ir dós­ent og Guð­mund­ur Heið­ar Frí­manns­son pró­fess­or. Fund­ar­stjóri er Eva Heiða Önnu­dótt­ir dós­ent.

Hvað? Benja­mín dúfa

Hvenær? 17.00

Hvar? Bíó Para­dís

Bíó Para­dís opn­ar fyr­ir al­þjóð­legri Barna­kvik­mynda­há­tíð í Reykja­vík með kvik­mynd­inni Benja­mín dúfa eft­ir Gísla Snæ Erlings­son. Mynd­in kem­ur nú fyr­ir sjón­ir al­menn­ings í glæ­nýj­um full­um sta­f­ræn­um hljóð- og mynd­gæð­um. Hvað? Plönt­ur – Mynd­list og tón­leik­ar Hvenær? 17.00

Hvar? Galle­rí Grótta, Bóka­safni Seltjarn­ar­ness, Eiðis­torgi 11 Sam­sýn­ing mynd­list­ar­kvenn­anna Mörtu Maríu Jóns­dótt­ur og Krist­ín­ar Elvu Rögn­valds­dótt­ur verð­ur opn­uð klukk­an 17. Milli klukk­an 17.30 og 18 leik­ur Salsa­komm­ún­an kröft­uga og dansvæna tónlist und­ir áhrif­um frá tón­list­ar­hefð­um Suð­ur-Am­er­íku.

Hvað? Skálda­tal

Hvenær? 17.30-19.00

Hvar? Borg­ar­bóka­safn­ið/Kr­ingl­unni Stein­unn Sig­urð­ar­dótt­ir og Fríða Ís­berg skrafa um skáld­skap og lesa úr verk­um sín­um á Bókakaffi í Kr­ingl­unni í dag, fimmtu­dag­inn 4. apríl, kl. 17.30-19. Hvernig er að vera ung­ur rit­höf­und­ur í dag? Hvernig var það að stíga fram á rit­völl­inn fyr­ir hálfri öld, í karllægt bók­mennta­lands­lag þeirra tíma? Þeim gefst kost­ur á að spyrja hvor aðra um allt sem þeim leik­ur for­vitni á að vita – og velja ljóð til upp­lest­urs hvor fyr­ir aðra. Hvað? Kvöld­stund með Guð­rúnu Nor­dal

Hvenær? 20.00

Hvar? Hann­es­ar­holt

Guð­rún fjall­ar um bók sína Skipti­daga – nesti handa nýrri kyn­slóð sem kom út á síð­asta hausti og varp­ar með­al ann­ars fram spurn­ing­unni: Hvað verð­ur um ís­lenska menn­ingu? Hún fær til sín góða gesti til sam­ræðu um efn­ið, Sig­ríði Hagalín rit­höf­und, Ta­tjönu Lat­in­ovich, formann Inn­flytj­enda­ráðs, og Ótt­ar Proppé, versl­un­ar­stjóra Bók­sölu stúd­enta og tón­list­ar­mann.

Hvað? Eyj­ar í reg­in­hafi – tón­leik­ar Hvenær? 20

Hvar? Akur­eyr­ar­kirkja

Nýtt lag við ljóð­ið Til eru fræ er með­al fimm nýrra kór­verka sem Hymnodia frum­flyt­ur á tón­leik­un­um. Stjórn­andi er Eyþór Ingi Jóns­son.

Hvað? Út­gáfu­tón­leik­ar Krist­ín­ar Önnu Val­týs­dótt­ur

Hvenær? 21

Hvar? Dóm­kirkj­an í Reykja­vík Krist­ín Anna Val­týs­dótt­ir send­ir frá sér nýja plötu, Must Be the Devil, á morg­un og tón­leik­arn­ir eru upp­takt­ur að því.

Hvað? Klúbba­kvöld Hausa Hvenær? 21- 01

Hvar? Paloma, Naust­un­um 1-3 Allt það nýj­asta í drum & bass í bland við gamla klass­ík í Funkti­on-One kerfi. Aðgang­ur er ókeyp­is!

Guð­rún Nor­dal fjall­ar um bók sína Skipti­daga – nesti handa nýrri kyn­slóð, sem kom út á síð­asta hausti, og varp­ar með­al ann­ars fram spurn­ing­unni: Hvað verð­ur um ís­lenska menn­ingu? Hann­es­ar­holt klukk­an 20.00 í kvöld

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.