Frægð­ar­sól­in skín enn á Proclai­mers í Leith

Rúm þrjá­tíu ár eru lið­in síð­an skosku tví­bur­arn­ir í The Proclai­mers lögðu að baki 500 míl­ur og síð­an aðr­ar 500 til við­bót­ar og sungu sig inn í hug og hjörtu Ís­lend­inga sem komu þeim í 1. sæti vin­sældal­ista, fyrst­ir allra þjóða. Þeir taka nú loks lag­ið í H

Fréttablaðið - - LÍFIÐ - Thor­ar­[email protected]­bla­did.is

Skosku tví­bura­bræð­urn­ir Craig og Char­les Reid í The Proclai­mers slógu eft­ir­minni­lega í gegn fyr­ir rúm­um 30 ár­um með lag­inu I’m gonna be (500 Mi­les), hressi­leg­um óð um mann sem er til­bú­inn til þess að ganga 500 míl­ur og síð­an aðr­ar 500 til við­bót­ar í nafni ástar­inn­ar.

Þeir bræð­ur hafa not­ið og njóta enn mik­illa og stöð­ugra vin­sælda í heima­land­inu og víð­ar og eru nú loks­ins á leið­inni til Ís­lands. Þrjá­tíu ár­um of seint myndu kannski ein­hverj­ir segja þar sem Ís­lend­ing­ar voru fyrst­ir allra til þess að lyfta I’m gonna be í efsta sæti vin­sældal­ista en nú ætla þeir að þakka fyr­ir sig með tón­leik­um í Hörpu þann 15. apríl.

„Já, það er rétt. Lag­ið komst fyrst í efsta sæti á Íslandi,“sagði Craig þeg­ar Fréttablaðið sló á þráð­inn til hans í Ed­in­borg. „Við höfð­um ekki hug­mynd um þetta og ég komst bara að þessu fyr­ir til­vilj­un þeg­ar ég var stadd­ur á veit­inga­stað í London eitt­hvert sunnu­dags­kvöld­ið. Þar vatt ung kona sér að mér og sagði að við vær­um núm­er eitt í land­inu henn­ar,“seg­ir Craig þeg­ar hann rifjar upp þessi óvæntu gleði­tíð­indi sem hann fékk 1988.

„Ég spurði þá bara hvaða land það væri og hún sagð­ist vera frá Íslandi. Út­gáfu­fyr­ir­tæk­ið vissi þetta ekki einu sinni en við fór­um þang­að dag­inn eft­ir og þeir fengu stað­fest að við vær­um í raun og veru núm­er eitt á Íslandi. Þannig að Ís­land er fyrsta land­ið þar sem við náð­um þess­um ár­angri.“

Craig seg­ist að­spurð­ur ekki hafa vit­að mik­ið um Ís­land þá en hann vissi að land­ið væri til og að þar væri mik­ið um jökla. „Þetta voru frá­bær­ar frétt­ir enda átt­um við ekki von á því að kom­ast á topp­inn neins stað­ar,“seg­ir hann og seg­ir síð­ur en svo hafa skyggt á gleð­ina að Ed­in­borg hafi ver­ið og sé enn mun fjöl­menn­ari en Ís­land eins og það legg­ur sig.

„Þetta var bara frá­bært og nokkr­um mán­uð­um síð­ar gerð­ist þetta líka á Nýja-Sjálandi og nokkr­um vik­um seinna í Ástr­al­íu og okk­ur fannst þetta mjög spenn­andi, í raun bara að kom­ast á topp­inn í ein­hverju landi.“

Sól­in skín enn á Leith

I’m gonna be er án efa þekkt­asta lag bræðr­anna en það er af ann­arri breið­skífu þeirra, Suns­hine on Leith, sem kom út 1988 og er öðr­um þræði óð­ur til hverf­is­ins þar sem þeir ólust upp í Ed­in­borg. Og enn skín sól­in á Leith og The Proclai­mers en Craig naut ein­mitt morg­un­sól­ar­inn­ar þeg­ar Fréttablaðið náði sam­bandi við hann.

„Já, já. Ég bý enn þá í Ed­in­borg og sól­in lét ein­mitt sjá sig í morg­un og ég vona að hún haldi áfram að skína,“seg­ir Craig sem kemst þó ekki hjá því að láta Brex­it-óveð­urs­ský­in fara í taug­arn­ar á sér. „Það er ómögu­legt að leiða þetta hjá sér og þetta fer of­boðs­lega í taug­arn­ar á mér og ég vildi óska þess að við yrð­um um kyrrt,“seg­ir Craig um Brex­it-deil­una sem hann lít­ur á sem klúð­ur sem „bók­staf­lega versn­ar með hverj­um degi“.

„Ég held það verði stór­slys ef við göng­um út. Ég er ekki einu sinni viss um að við mun­um fara en ef við ger­um það þá held ég að það séu mis­tök. Við bræð­ur er­um og höf­um alltaf ver­ið ákaf­ir í sjálf­stæð­is­bar­áttu Skot­lands og ég get vel ímynd­að mér að einn dag­inn verði Skot­land sjálf­stætt og ef það verð­ur ekki í ESB verði tengsl­in við banda­lag­ið samt miklu meiri og sterk­ari held­ur en hjá út­göngu­sinn­un­um á Englandi.“

1.000 mílna ferða­lag til Ís­lands

Hermt er að gróf­lega reikn­að og mælt megi verja það að um það bil 1.000 míl­ur, 500 og svo aðr­ar 500 til við­bót­ar, séu á milli Skot­lands og Ís­lands þannig að segja má að The Proclai­mers leggi nú loks bók­staf­lega land und­ir fót eins og í lag­inu sem Ís­lend­ing­ar tóku svo fagn­andi fyr­ir þrem­ur ára­tug­um.

„Já, er það til­fell­ið? Ég vissi það ekki þannig að þetta eru nýj­ar upp­lýs­ing­ar,“seg­ir Craig og bæt­ir við að þeir bræð­ur séu ekki svo spá­mann­lega vaxn­ir að þeir hafi séð Ís­lands­heim­sókn­ina fyr­ir með þetta löng­um fyr­ir­vara.

„Ég hef aldrei kom­ið til Ís­lands en þekki nokkra sem hafa gert það. Þetta verð­ur fyrsta heim­sókn mín til lands­ins og ég hlakka mik­ið til. Okk­ur var boð­ið að halda tón­leika í Reykja­vík á síð­asta ári þeg­ar 30 ár voru lið­in frá því I’m gonna be komst á topp­inn á Íslandi.

Þá var of mik­ið að gera hjá okk­ur og við kom­umst ekki en sögð­um þá strax að við vær­um til í þetta á næsta ári ef tæki­færi gæf­ist og þess vegna er­um við á leið­inni núna.

Við vor­um mik­ið á tón­leika­ferða­lagi í fyrra og tón­leik­arn­ir í Reykja­vík eru þeir fyrstu á þessu ári. Við fá­um síð­an nokk­urra daga hlé en síð­an eru eig­in­lega bara stöð­ug ferða­lög fram und­an þang­að til í sept­em­ber,“seg­ir Craig en eft­ir tón­leik­ana í Hörpu verð­ur stefn­an tek­in á Dúbaí og það­an til Singa­púr og svo áfram til Nýja-Sjá­lands og Ástr­al­íu. „Loka­tón­leik­arn­ir verða svo í Glasgow.“

Skosk­ir og skemmti­leg­ir

„Þeir eru tveir. Þeir minna í út­liti á bekkjar­séní­in sem voru dag­leg­ur við­burð­ur í banda­rísk­um bíó­my nd­um hér í eina tíð. Þeir heita Craig og Char­les Reid. Þeir eru tví­bur­ar. Dú­ett­inn Proclai­mers vakti að sönnu mikla at­hygli á síð­asta ári, ekki að­eins fyr­ir sér­kenni­legt, eig­in­lega of­ur­venju­legt út­lit af popp­ur­um að vera, held­ur ekki síð­ur fyr­ir bráð­skemmti­lega tónlist.“

Svona lýsti Þor­steinn J. Vil­hjálms­son The Proclai­mers í DV í janú­ar 1988 und­ir fyr­ir­sögn­inni „ Skosk­ir og skemmti­leg­ir“og laug þar engu. Craig og Char­les heill­uðu ekki að­eins með hressi­leg­um og sér­kenni­leg­um söngstíl og skosk­um hreim held­ur einnig með nör­da­legu út­lit­inu og þykk­um gler­aug­un­um.

Craig seg­ist að­spurð­ur telja víst að útlit­ið hafi unn­ið með þeim á sín­um tíma. „Ég held að það auð­veldi fólki að muna eft­ir þér ef þú hljóm­ar öðru­vísi og lít­ur öðru­vísi út og þá get­ur það hjálp­að.“

Þeg­ar tal­ið berst að tón­leik­un­um í Hörpu seg­ir Craig að minni for­tíð­ar­þrá svífi yf­ir þeim á sviði en marg­ur kynni að ætla. Vissu­lega sé fólk sem var ung­ling­ar eða á besta aldri þeg­ar þeir slógu í gegn áber­andi en yngra fólk sé þó fjöl­menn­ara. „Þetta eru oft­ast tvær eða þrjár kyn­slóð­ir sem mæta.“

Hann seg­ir enga tvenna tón­leika í röð vera eins, þeir stokki alltaf upp lagalist­ann enda eigi þeir meira en nóg eft­ir að hafa gef­ið út ell­efu breið­skíf­ur. „Við er­um yf­ir­leitt á sviði í einn og hálf­an tíma og ætli það séu ekki átta eða níu lög sem við verð­um óhjá­kvæmi­lega að spila á hverju kvöldi.“

Og merki­legt nokk er I’m gonna be ekki endi­lega þar efst á blaði. „Það var það auð­vit­að fram­an af en ég held satt best að segja að þeir sem koma reglu­lega að sjá okk­ur, á Bretlandi og Ír­landi, vilji helst heyra Suns­hine on Leith.“

NORDICPHOTOS/GETTY

Proclai­mers slógu í gegn 1988, eru enn í fullu fjöri og eru á leið­inni til Ís­lands að syngja um 500 mílna göng­una sem end­aði í 1.000.

The Proclai­mers heill­uðu Ís­lend­inga sem þeyttu þeim, fyrst­ir allra þjóða, í efsta sæti vin­sældal­ista síðla árs 1988.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.