Karl­ar og hund­ar vel­komn­ir í kven­fata­versl­un

Júlía Helga­dótt­ir og Silla Berg í Kven­fata­versl­un Kor­máks og Skjald­ar fagna því í kvöld að hafa rof­ið ein­ok­un karl­anna á Circolo-föt­um. Karl­menn og hund­ar eru samt vel­komn­ir í gleð­skap­inn.

Fréttablaðið - - LÍFIÐ - Thor­ar­[email protected]­bla­did.is

Við er­um bú­in að vera með Circolo í herrafata­versl­un­inni og það hef­ur geng­ið al­veg of­boðs­lega vel þar þannig að við ákváð­um að taka þetta inn fyr­ir döm­urn­ar líka og er­um ný­byrj­að­ar að selja úr fyrstu send­ing­unni og ég hef á til­finn­ing­unni að þetta muni slá í gegn,“seg­ir Júlía Helga­dótt­ir versl­un­ar­stjóri.

Tweed með til­heyr­andi keim af bresk­um áhrif­um hef­ur löng­um ver­ið áber­andi í herra­föt­un­um hjá Kor­máki og Skildi en kon­um virð­ist einnig líka ágæt­lega við slíkt. „Tweed og buxnadragtir eru að koma sterkt inn enda er náttúrlega öld hinn­ar sterku konu runnin upp,“seg­ir Júlía.

„Og við vilj­um bara vera svo­lít­ið smart, klass­ísk­ar jafn­vel, í leik og starfi og í öll­um veðr­um. Circoloföt­in eru ít­ölsk og eitt það besta við þau er hversu þægi­leg þau eru. Manni líð­ur bara eins og mað­ur sé í jogg­ing-galla. Síð­an má þvo þetta allt í þvotta­vél, líka jakk­ana sem spar­ar manni ör­ugg­lega tutt­ugu og eitt­hvað þús­und á ári í hreins­un­ar­kostn­að.“

Júlía tók við búð­inni á Skóla­vörðu­stíg í sum­ar og seg­ist una hag sín­um vel í sínu náttúrlega um­hverfi en hún er lærði klæð

TWEED OG BUXNADRAGTIR ERU AÐ KOMA STERKT INN ENDA ER NÁTTÚRLEGA ÖLD HINN­AR STERKU KONU RUNNIN UPP.

skurð og list­fræði og „hef gríð­ar­lega mik­inn áhuga á föt­um og hef alltaf haft, al­veg síð­an í barnæsku. Bæði nú­tíma­tísku og tísku lið­inna tíma, bún­ing­um, und­ir­föt­um, kjól­um og yf­ir­höfn­um, þannig að þar er alltaf gam­an í vinn­unni.“

„Við ætl­um að vera með smá pásk­ast­uð á Skóla­vörðu­stígn­um í kvöld en er­um samt í raun að fagna því að hafa rof­ið ein­ok­un karl­anna á Circolo-föt­um sem var löngu tíma­bært. Við verð­um með Omnom-páskasúkkulað­is­makk og Bai­leys sem kon­um finnst svo gott með súkkulaði en karl­arn­ir mega al­veg koma líka. Það eru sæti þarna fyr­ir þá og fer­fætl­ing­ar eru líka vel­komn­ir. Við höf­um aldrei neit­að hund­um um inn­göngu.“

FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI

Silla Berg og Júlía Helga­dótt­ir skemmta sér við að máta flík­ur og greina tísku­strauma og -stefn­ur þeg­ar tími gefst til.

„Það sak­ar ekk­ert að vera dá­lít­ið smart í ferm­ing­ar­veisl­un­um,“seg­ir Júlía.

FRÉTTABLAÐIÐ/SIGRYGGUR ARI

Tísk­an er aldrei til friðs nema í mesta lagi sex mán­uði í senn og læt­ur ekki bíða eft­ir sér þannig að sum­ar­lín­an er kom­in í hús.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.