Efla eft­ir­lit með út­lend­ing­um

Fréttablaðið - - NEWS -

Heim­ilt verð­ur að leita að og bera kennsl á út­lend­inga sem hing­að koma á grund­velli fingrafara­leit­ar í VIS-upp­lýs­inga­kerf­inu sam­kvæmt nýju reglu­gerð­ará­kvæði sem dóms­mála­ráð­herra hef­ur birt til kynn­ing­ar á sam­ráðsvef stjórn­valda. Um er að ræða eft­ir­lit­s­kerfi á veg­um Evr­ópu­sam­bands­ins sem ætl­að er að koma auga á ólög­lega inn­flytj­end­ur en kerf­ið get­ur bor­ið kennsl á ferð­ir fólks um Schengen-svæð­ið eft­ir að vega­bréfs­árit­un þess renn­ur út.

Í kynn­ingu á sam­ráðsvef Stjórn­ar­ráðs­ins seg­ir að full þörf sé tal­in á að fingrafara­leit fari fram í VIS-upp­lýs­inga­kerf­inu í ljósi fjölg­un­ar um­sækj­enda um al­þjóð­lega vernd sem koma frá ríkj­um þar sem gerð er krafa um vega­bréfs­árit­un og um­sækj­enda sem eru án skil­ríkja, fram­vísa föls­uð­um skil­ríkj­um eða skil­ríkj­um ann­ars manns.

Sam­kvæmt reglu­gerð­inni verð­ur það Út­lend­inga­stofn­un­ar að taka ákvörð­un um hvort fingrafara­leit skuli fara fram en lög­reglu yrði fal­ið að ann­ast fram­kvæmd­ina og senda gögn þar um til rík­is­lög­reglu­stjóra. Rík­is­lög­reglu­stjóri mun ann­ast sam­skipti við mið­læg­an gagna­grunn VIS-upp­lýs­inga­kerf­is­ins og upp­lýs­ir Út­lend­inga­stofn­un um nið­ur­stöðu leit­ar.

VIS-kerf­ið held­ur ut­an um ferð­ir fólks inn­an Schengen-svæð­is­ins.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.