Vilja fá sál­fræð­inga í skóla strax í haust til að bæta líð­an

Fréttablaðið - - NEWS - FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI [email protected]­bla­did.is

Eitt stöðu­gildi sál­fræð­ings kost­ar ekki und­ir 12 millj­ón­um króna á ári en það er fé sem ávaxt­ar sig vel.

Guð­jón S. Brjáns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar

Sam­fylk­ing­in legg­ur fram þings­álykt­un­ar­til­lögu um fría sál­fræði­þjón­ustu fyr­ir fram­halds­skóla­nema. Þetta er í fjórða sinn sem til­lag­an er lögð fram. Þing­mað­ur er bjart­sýnn á að til­lag­an nái fram að ganga. Seg­ir hann til­lög­una ekki kalla á hreina kostn­að­ar­aukn­ingu þar sem svig­rúm sé til for­gangs­röð­un­ar.

Þing­flokk­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar hef­ur lagt fram þings­álykt­un­ar­til­lögu um að mennta­mála­ráð­herra verði fal­ið að tryggja öll­um fram­halds­skóla­nem­end­um frítt að­gengi að sál­fræði­þjón­ustu. Þetta er í fjórða sinn sem slík til­laga er lögð fram á síð­ustu ár­um. Fyrstu tvær til­lög­urn­ar voru send­ar til vel­ferð­ar­nefnd­ar þar sem þær dag­aði uppi.

Guð­jón S. Brjáns­son seg­ist vera sé bjart­sýnn á að til­lag­an fái braut­ar­gengi. „Ef hún fær það ekki nú á vor­þingi, þá mun­um við end­ur­flytja hana í haust. Við þurf­um að leita allra leiða í þeirri við­leitni að bæta líð­an stórra hópa ungs fólks, ekki síst þeirra sem eru í námi,“seg­ir Guð­jón.

Land­lækn­ir, Land­spít­al­inn og Barna­heill sendu inn já­kvæð­ar um­sagn­ir síð­ast þeg­ar til­lag­an kom inn á borð vel­ferð­ar­nefnd­ar. Skóla­meist­ar­ar Flens­borg­ar og Kvenna­skól­ans studdu einnig til­lög­una og sögðu þörf­ina mikla. Guð­jón seg­ir vafa­samt að Ís­lend­ing­ar eigi met í brott­falli í sam­an­burði við ná­granna­lönd­in.

Til­lag­an fel­ur í sér að strax í haust verði all­ir fram­halds­skóla­nem­ar, alls meira en 20 þús­und nem­end­ur, komn­ir með að­gang að sál­fræð­ingi sér að kostn­að­ar­lausu. Að­spurð­ur hvort það sé raun­hæft seg­ir Guð­jón að hægt verði að stíga fyrstu skref­in í haust. „Auð­vit­að þarf að skipu­leggja þjón­ust­una en það er hægt að byrja róður­inn strax.“Bæta þurfi líð­an nem­enda. „Þetta eru knýj­andi mál­efni, stund­um eru líf í húfi.“

Óvíst er hvað þetta kall­ar á marga sál­fræð­inga en það er sett í hend­ur ráð­herra. Í til­lög­unni sjálfri er gert ráð fyr­ir ein­um sál­fræð­ingi á hverja 700 nem­end­ur, eða rúm­lega 30 stöðu­gildi. Í um­sögn Fé­lags fram­halds­skóla­kenn­ara er há­mark­ið mið­að við 300 nem­end­ur á hvern sál­fræð­ing, eða meira en 70 stöðu­gildi.

Guð­jón tel­ur að upp­bygg­ing­in kalli alls ekki á hreina kostn­að­ar­aukn­ingu frá því sem nú er. „Geð­heil­brigð­is­stefna ráð­herra er fjár­mögn­uð en í ýmsa þætti henn­ar veitti ráð­herra ný­lega 630 millj­ón­ir króna og þar ætti að finn­ast svig­rúm til for­gangs­röð­un­ar til þessa þátt­ar,“seg­ir Guð­jón. Einnig sé mögu­leiki á sam­starfs­verk­efn­um milli skól­anna og heilsu­gæsl­unn­ar. „ Auð­vit­að kost­ar þessi fag­lega þjón­usta, sem þarf að vera ná­tengd skóla­starf­inu sjálfu, tals­verða pen­inga. Eitt stöðu­gildi sál­fræð­ings kost­ar ekki und­ir 12 millj­ón­um króna á ári en það er fé sem ávaxt­ar sig vel, bæði gagn­vart vel­ferð og lífi nem­end­anna sjálfra og öllu skóla­starfi.“

Skóla­meist­ar­ar sem sent hafa inn um­sagn­ir vegna sál­fræði­þjón­ustu segja þörf­ina mikla.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.