Samstaða á sjö­tíu ára af­mæli NATO

Fréttablaðið - - NEWS - MYND/ATLANTS­HAFS­BANDA­LAG­IÐ [email protected]­bla­did.is

Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son ut­an­rík­is­ráð­herra sótti fund ut­an­rík­is­ráð­herra NATO í Washingt­on. Rætt um sam­skipt­in við Rússa, hryðju­verka­ógn­ina og stöð­una í Úkraínu. Hann seg­ir að að­ild­in að NATO hafi reynst Íslandi heilla­drjúg og að Ís­lend­ing­ar séu stolt­ir af sínu fram­lagi til Atlants­hafs­banda­lags­ins.

Ut­an­rík­is­ráð­herr­ar að­ild­ar­ríkja Atlants­hafs­banda­lags­ins (NATO) hitt­ust í Washingt­on í Banda­ríkj­un­um og fund­uðu um stöðu mála en fögn­uðu því jafn­framt að sjö­tíu ár eru nú lið­in frá því að banda­lag­ið var stofn­að.

Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son ut­an­rík­is­ráð­herra sótti fund­inn og seg­ir í sam­tali við Fréttablaðið að sam­skipt­in við Rúss­land hafi ver­ið mjög of­ar­lega á baugi. Sam­kvæmt banda­rísk­um miðl­um end­ur­nýj­uðu NATO-rík­in ákall sitt til Rússa um að af­henda Úkraínu­mönn­um Krímskaga á ný og frelsa þá úkraínsku sjó­liða sem voru hand­tekn­ir eft­ir átök á Asovs­hafi á síð­asta ári.

„ Sam­skipt­in við Rúss­land voru mjög of­ar­lega á baugi og þar á með­al staða INF-samn­ings­ins [um með­al­dræg­ar kjarnaflaug­ar] sem var sagt upp eft­ir ít­rek­uð brot Rúss­lands á ákvæð­um samn­ings­ins. Það var tal­að um Úkraínu og ástand­ið við Svarta­haf og banda­lags­rík­in hétu áfram­hald­andi stuðn­ingi við Úkraínu. Bar­átt­an gegn hryðju­verk­um og stað­an í Afgan­ist­an var rædd og þar með tald­ar frið­arum­leit­an­ir í land­inu. Við hét­um áfram­hald­andi stuðn­ingi við upp­bygg­ing­ar­verk­efni í Írak, Jórdan­íu og Tún­is sem og áfram­hald­andi þátt­töku í fjöl­þjóð­legu banda­lagi gegn ISIS-hryðju­verka­sam­tök­un­um. Fund­in­um lauk síð­an með um­ræðu um jafn­ari skipt­ingu fram­laga til NATO. En öll ríki banda­lags­ins hafa auk­ið veru­lega þátt­töku sína,“seg­ir Guð­laug­ur Þór og bæt­ir því við að góð samstaða hafi ríkt.

Mik­ið hef­ur ver­ið fjall­að um þá kröfu Don­alds Trump Banda­ríkja­for­seta að önn­ur að­ild­ar­ríki auki fram­lög sín til varn­ar­mála og á fundi Trumps með Stolten­berg á þriðju­dag sagð­ist for­set­inn ánægð­ur með að önn­ur ríki greiddu nú meira.

Guð­laug­ur Þór seg­ir að fram­lög að­ild­ar­ríkja hafi ver­ið að aukast frá ár­inu 2014. „Það er ekki nýtt að Banda­ríkja­for­set­ar kalli eft­ir auk­inni þátt­töku Evr­ópu­ríkja og Kan­ada. Ætli menn geti ekki fund­ið dæmi frá John F. Kenn­e­dy og að ég held öll­um for­set­um síð­an. En það er hins veg­ar óum­deilt að fram­lög að­ild­ar­ríkja NATO hafa auk­ist á und­an­förn­um ár­um.“

Tvö ríki NATO hafa átt í deil­um að und­an­förnu. Tyrk­ir hyggj­ast festa kaup á rúss­nesku S-400-eld­flauga­varna­kerfi en Banda­ríkja­menn hafa ít­rek­að var­að þá við kaup­un­um og sagt þau stefna ör­yggi banda­lags­ríkja í hættu. Mike Pence, vara­for­seti Banda­ríkj­anna, sagði svo á mið­viku­dag að Tyrk­ir þyrftu ein­fald­lega að velja á milli þess að vera lyk­il­ríki inn­an NATO eða eld­flaug­anna.

Guð­laug­ur Þór seg­ir hins veg­ar að þetta mál hafi ekki ver­ið rætt á fund­in­um. Hann seg­ir auk­in­held­ur að ís­lensk stjórn­völd hafi ekki fjall­að sér­stak­lega um mál­ið.

Það er ekki nýtt að Banda­ríkja­for­set­ar kalli eft­ir auk­inni þátt­töku Evr­ópu­ríkja og Kan­ada. Ætli menn geti ekki fund­ið dæmi frá John F. Kenn­e­dy. Atlants­hafs­banda­lag­ið hef­ur reynst mjög heilla­drjúgt.

Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son, ut­an­rík­is­ráð­herra

Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son ut­an­rík­is­ráð­herra heim­sótti einnig banda­ríska þing­ið með öðr­um ráð­herr­um að­ild­ar­ríkja NATO.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.