Auk­in vel­sæld á traust­um grunni

Fréttablaðið - - SKOÐUN - Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra

Rík­is­stjórn­in kynnti yf­ir­lýs­ingu sína til stuðn­ings lífs­kjara­samn­ing­um að­ila vinnu­mark­að­ar­ins nú í vik­unni. Að­gerð­irn­ar sem stjórn­völd munu ráð­ast í byggj­ast í fyrsta lagi á miklu sam­ráði á milli stjórn­valda og að­ila vinnu­mark­að­ar­ins und­an­farna mán­uði og í öðru lagi á um­fangs­mik­illi grein­ing­ar­vinnu sem þetta sam­ráð hef­ur leitt af sér.

Hluti af grein­ing­ar­vinn­unni hef­ur fjall­að um þró­un lífs­kjara ólíkra hópa und­an­far­in ár. Þar hef­ur kom­ið í ljós að til að mynda hafa tekju­lægri barna­fjöl­skyld­ur og ein­stæð­ir for­eldr­ar ekki not­ið kaup­mátt­ar­aukn­ing­ar til jafns við aðra hópa. Þess vegna legg­ur rík­is­stjórn­in sér­staka áherslu á bætt kjör barna­fjöl­skyldna.

Það ger­um við með skatt­kerf­is­breyt­ing­um og nýju lág­tekju­þrepi sem lækk­ar skatt­byrði hinna tekju­lægri og hækk­un barna­bóta. Hvort tveggja er mik­ið rétt­læt­is­mál og lífs­kjara­bót.

Fjöl­skylda með tvö börn mun þannig hafa allt að 411 þús­und krón­um meira úr að spila á ári vegna sam­an­lagðra breyt­inga sem rík­is­stjórn­in ger­ir, þ.e. lækk­un á tekju­skatti og hækk­un barna­bóta. Hvort held­ur sem við köll­um þetta þrett­ánda mán­uð­inn eða eitt­hvað ann­að er ljóst að þessi upp­hæð mun skipta máli í dag­legu lífi fólks.

Við lengj­um líka fæð­ing­ar­or­lofið upp í 12 mán­uði sem er gríð­ar­lega mik­il­vægt skref. Áð­ur höfð­um við hækk­að há­marks­greiðsl­ur í fæð­ing­ar­or­lofi úr 500 í 600 þús­und sem ger­ir fleir­um fært að full­nýta sér rétt sinn í or­lofinu. Leng­ing­in er stórt skref í að brúa bil­ið á milli fæð­ing­ar­or­lofs og leik­skóla en það er ekki síð­ur mik­il­vægt að tryggja for­eldr­um og börn­um meiri tíma sam­an.

Fleiri að­gerð­ir rík­i­s­tjórn­ar­inn­ar munu skipta þenn­an hóp máli og al­menn­ing all­an, t.d. upp­bygg­ing fé­lags­legs hús­næð­is­kerf­is en sam­kvæmt grein­ing­um get­ur hús­næð­is­kostn­að­ur ver­ið veru­lega íþyngj­andi, ekki síst fyr­ir tekju­lægri hópa. Rétt­ar­staða leigj­enda verð­ur bætt og aukn­um fram­lög­um var­ið í upp­bygg­ingu al­mennra íbúða. Mark­viss skref eru stig­in til að draga úr vægi verð­trygg­ing­ar en um leið eru tryggð­ar mót­vægisað­gerð­ir þannig að óverð­tryggð lán verði val­kost­ur fyr­ir lægri tekju­hópa með heim­ild til að nota líf­eyr­isið­gjald til að lækka af­borg­an­ir. Þá eru í dag kynnt­ar að­gerð­ir til að styðja við fyrstu kaup á fast­eigna­mark­aði.

Ég tel að að­gerð­ir stjórn­valda og þeir samn­ing­ar sem nú hafa náðst á vinnu­mark­aði geti ver­ið grund­völl­ur víð­tækr­ar sátt­ar og skap­að for­send­ur fyr­ir bæði fé­lags­leg­an og efna­hags­leg­an stöð­ug­leika til langs tíma. Af hálfu stjórn­valda er um að ræða mik­il­væg­ar sam­fé­lags­leg­ar um­bæt­ur, hvort sem um er að ræða rétt­lát­ara skatt­kerfi, upp­bygg­ingu á fé­lags­legu hús­næð­is­kerfi eða leng­ingu fæð­ing­ar­or­lofs; allt mun þetta styðja við aukna vel­sæld alls al­menn­ings og auk­inn jöfn­uð.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.