Risa­öld­ur Naza­ré

Rodrigo Koxa á heims­met­ið í því að fara nið­ur stærsta öldu á brimbretti. Fyrra met­ið var í eigu leið­bein­anda hans, Gar­retts McNam­ara, sem kynnti Naza­ré fyr­ir of­ur­hug­um heims­ins.

Fréttablaðið - - SJÓSPORT - NORDICPHOTOS/GETTY

Ég man að ég sá skugg­ann á öld­unni og hugs­aði: Þessi verð­ur stór,“rifj­aði Rodrigo

Koxa, heims­met­hafi í brim­reið­um, upp fyr­ir skemmstu í sam­tali við Smith­soni­an-vef­inn. Koxa fór nið­ur rúm­lega 24 metra öldu við strend­ur Naza­ré í Portúgal og hirti met­ið af goð­sögn­inni Gar­rett

McNam­ara.

Koxa rifj­aði upp þenn­an dag fyr­ir skömmu. Þeg­ar hann fór nið­ur öld­una stóru í nóv­em­ber

2017 voru lið­in þrjú ár frá því að hann stór­slas­að­ist við sömu iðju á sama stað.

„Ég lét næst­um lífið þann dag.

Það slokkn­aði á mér og þetta var hræði­leg­ur tími í lífi mínu,“rifj­aði Koxa upp. Hann missti styrktarað­il­ana og átti erfitt með svefn. En hann komst á fæt­ur og skellti sér á brett­ið á ný. Hann hafði alltaf dreymt um að vera brimbretta­mað­ur sem svíf­ur nið­ur þess­ar ógn­ar­stóru öld­ur. Hann byrj­aði ung­ur á brimbretti og frétti af Naza­ré í gegn­um téð­an McNam­ara. „Hann er eins og stóri bróð­ir fyr­ir mér. Hann fór með mig upp í

Meist­ara­deild­ina,“seg­ir Koxa.

McNam­ara kynnti ekki að­eins risa­öld­ur Naza­ré fyr­ir Koxa því þessi ein­staki of­ur­hugi kynnti heim­in­um stað­inn sem nú er þekkt­ur fyr­ir að vera með ótrú

leg­ar öld­ur. Gíf­ur­leg­ur fjöldi mæt­ir í þetta litla þorp í Portúgal á ári hverju til að láta reyna á hæfi­leika sína og enn fleiri mæta til að horfa á.

„Ein­hvern veg­inn setti ég alla mína hræðslu til hlið­ar þeg­ar ég sá hvað var í vænd­um. Ég veit reynd­ar ekk­ert hvert hræðsl­an fór því ég hafði aldrei séð aðra eins öldu. Ég var á rétt­um stað á rétt­um tíma og ég þurfti að fara nán­ast beina leið nið­ur. Ald­an var all­an tím­ann á eft­ir mér og reyndi að gleypa mig og ég heyrði vel í henni,“sagði Koxa.

Sá fyrsti til að hringja í Koxa eft­ir að met­ið var stað­fest í nóv­em­ber í fyrra var McNam­ara.

22 metr­ar var svið­ið hjá Guns N’Roses í Laug­ar­daln­um. 30 metr­ar verð­ur hæsta tré lands­ins ár­ið 2021 sam­kvæmt vef Skóg­rækt­ar­inn­ar. 24 metr­ar er mál­verk Er­rós í Breið­holti. 23

metra há er eystri stál­brú­in yf­ir Ell­iða­ár.

22 metr­ar voru í mark­ið þeg­ar Gylfi Þór skor­aði gegn Leicester í vet­ur.

Gamla brýn­ið, Ástr­al­inn Ross Cl­ar­ke-Jo­nes sem er orð­inn 52 ára, hend­ir sér nið­ur ofuröldu í janú­ar.

Rodrigo Koxa með skjal­ið sem sýn­ir að Heims­meta­bók Gu­inn­ess hafi stað­fest öldu­met­ið hans.

Hér er Koxa á ferð­inni en merki­legt nokk er þetta ekki ald­an sem hann setti heims­met­ið á held­ur önn­ur minni.

Breski of­ur­hug­inn Andrew Cott­on al­veg við það að sleppa úr klóm einn­ar öld­unn­ar við strend­ur Naza­ré.

Sebastian Steudtner frá Þýskalandi reyn­ir fyr­ir sér. Áhorf­end­ur fylgj­ast spennt­ir með ferða­lagi hans.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.