Ís­lensk­um rit­höf­und­um vel tek­ið í Gd­ansk

Fréttablaðið - - MENNING - – kb

Síð­ast­lið­inn sunnu­dag lauk vel heppn­aðri þriggja daga bóka­messu sem hald­in var í hafn­ar­borg­inni Gd­ansk í Póllandi. Ís­land var heið­urs­gest­ur mess­unn­ar og höf­und­un­um frá Íslandi var af­ar vel tek­ið og sýndu Pól­verj­ar þeim og ís­lensk­um bók­mennt­um ein­stak­lega mik­inn áhuga. Fjöl­menni var á mess­unni alla dag­ana og fjöl­breytt dag­skrá; pall­borð, upp­lestr­ar, vinnu­stof­ur og fleiri við­burð­ir sem voru vel sótt­ir og mess­ustað­ur­inn, Pol­ish Baltic Phil­harmonic, ið­aði af lífi.

Rit­höf­und­arn­ir Hall­grím­ur Helga­son, Ein­ar Kára­son, Sig­ríð­ur Hagalín Björns­dótt­ir og Elísa­bet Krist­ín Jök­uls­dótt­ir voru sér­stak­ir

heið­urs­gest­ir mess­unn­ar og tóku öll þátt í pall­borði um bæk­ur sín­ar, ís­lensk­ar bók­mennt­ir, þýð­ing­ar, menn­ingu, stjórn­mál og ann­að sem brann á spyrl­un­um og gest­um mess­unn­ar sem tóku virk­an þátt í mál­stof­um. Á ís­lenska básn­um voru nýj­ar ís­lensk­ar bæk­ur sem og bæk­ur eft­ir ís­lenska höf­unda í pólskri þýð­ingu.

Ein­ar Kára­son ræddi við Agötu Lu­bowicka og Karol­inu Drozdowska frá pólsku þýð­enda­sam­tök­un­um um nor­ræn­ar bók­mennt­ir fyr­ir fullu húsi. Hann tók einnig þátt í pall­borði með pólsk­um út­gef­anda sín­um, Mar­press, þar sem rætt var um Storm­fugla, sem von er á í pólskri þýð­ingu í haust. Út­varp­ið í Gd­ansk tók einnig við­tal við Ein­ar.

Sig­ríð­ur Hagalín Björns­dótt­ir ræddi við bók­mennta­blaða­mann­inn Adam Szaja um bæk­ur sín­ar en Ey­land kom út í Póllandi á síð­asta ári og von er á Hinu heil­aga orði í pólskri þýð­ingu Jacek Godek á næst­unni. Að því loknu árit­aði Sig­ríð­ur Ey­land, eða Wyspu eins og hún heit­ir á pólsku, fyr­ir áhuga­sama og seld­ist upp­lag út­gef­and­ans upp á staðn­um.

Hall­grím­ur Helga­son tók þátt í pall­borði um lýð­ræði og bók­mennt­ir. Með Hall­grími voru borg­ar­stjóri Gd­ansk, Aleks­andra Dul­kiewicz, og höf­und­ur­inn Tom­asz Swo­boda.

Elísa­bet Krist­ín Jök­uls­dótt­ir var einnig í mál­stofu um verk sín, líf og skáld­skap og las upp úr ljóða­bók­inni Ást­in ein tauga­hrúga. Eng­inn dans við Ufsaklett og einnig las þekkt pólsk leik­kona, Małg­orzaty Brajner, ljóð úr bók­inni í pólskri þýð­ingu Jacek Godek.

Sig­ríð­ur Hagalín Björns­dótt­ir árit­ar kampa­kát pólsku út­gáf­una af Eylandi.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.